Dorrit hefur miklar áhyggjur af sykurneyslu Íslendinga Rikka skrifar 17. október 2014 13:00 Dorrit borðar heilnæma fæðu visir/Pjetur Dorrit Moussaieff hugar vel að heilsunni og endurspeglast það í unglegu útliti hennar sem og útgeislun. Hún vandar valið þegar kemur að matvælum og forðast sykur eins og heitan eldinn. ,,Sykur er eitt af því óhollasta sem við getum ofan í okkur látið, hann hefur bæði áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Ég finn hversu vond áhrif hann hefur á mig persónulega og set hann því ekki inn fyrir mínar varir,“ segir Dorrit. Hún segist þó stundum finna fyrir sætuþörf og velur sér þá annaðhvort heimatilbúið og hollt sælgæti eða dökkt íslenskt súkkulaði. „Ég verð að hrósa íslensku súkkulaði en það er eitt af því sem að ég leyfi mér þegar sætuþörfin gerir vart við sig, dökka súkkulaðið fellur í þann flokk að vera minnst óholla óhollustan,“ segir hún og hlær. Hún verður fljótlega aftur alvarleg í bragði þegar við tölum nánar um sykurinn og neyslu þjóðarinnar á honum. „Ég hef áhyggjur af sykurneyslu í heiminum og myndi heitast óska að Ísland yrði fyrsta landið í heiminum til þess að banna algjörlega innflutning á sykri. Sykurneysla unga fólksins veldur mér miklum áhyggjum og þá sérstaklega óhófleg gosneysla. Sykur veldur bólgum í líkamanum og getur því verið undanfari ýmissa lífsstílssjúkdóma auk þess sem hann brenglar bragðskynið, þess vegna sækjum við í meiri sykur eftir því sem við neytum meira magns af sykri. Þetta verður að eins konar vítahring,“ segir hún. Dorrit er alin upp í Jerúsalem og fékk þekkinguna á næringarríkri og hollri matargerð í vöggugjöf. „Ég er alin upp við hollt mataræði og okkar sælgæti voru ferskir ávextir. Á þessum tíma var sykur líka svo dýr og sjaldséður, ég er þakklát fyrir það í dag að vera ekki alin upp á sykri,“ segir hún. Dorrit er hæfileikarík í eldhúsinu og hefur mikinn áhuga á því að elda. Með því að elda heima fylgist hún betur með því hvað sett er í matinn. Hún forðast aukefni eins og kemísk bragðefni, rotvarnarefni og litarefni en velur fersk og góð hráefni eins og íslenskan fisk, smjör, rjóma og grænmeti. „Íslenskar mjólkurvörur eru á heimsmælikvarða, ég elska smjörið og rjómann,“ segir hún. Ég trúi því að þær séu meinhollar,“ segir Dorrit að lokum. Heilsa Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Dorrit Moussaieff hugar vel að heilsunni og endurspeglast það í unglegu útliti hennar sem og útgeislun. Hún vandar valið þegar kemur að matvælum og forðast sykur eins og heitan eldinn. ,,Sykur er eitt af því óhollasta sem við getum ofan í okkur látið, hann hefur bæði áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Ég finn hversu vond áhrif hann hefur á mig persónulega og set hann því ekki inn fyrir mínar varir,“ segir Dorrit. Hún segist þó stundum finna fyrir sætuþörf og velur sér þá annaðhvort heimatilbúið og hollt sælgæti eða dökkt íslenskt súkkulaði. „Ég verð að hrósa íslensku súkkulaði en það er eitt af því sem að ég leyfi mér þegar sætuþörfin gerir vart við sig, dökka súkkulaðið fellur í þann flokk að vera minnst óholla óhollustan,“ segir hún og hlær. Hún verður fljótlega aftur alvarleg í bragði þegar við tölum nánar um sykurinn og neyslu þjóðarinnar á honum. „Ég hef áhyggjur af sykurneyslu í heiminum og myndi heitast óska að Ísland yrði fyrsta landið í heiminum til þess að banna algjörlega innflutning á sykri. Sykurneysla unga fólksins veldur mér miklum áhyggjum og þá sérstaklega óhófleg gosneysla. Sykur veldur bólgum í líkamanum og getur því verið undanfari ýmissa lífsstílssjúkdóma auk þess sem hann brenglar bragðskynið, þess vegna sækjum við í meiri sykur eftir því sem við neytum meira magns af sykri. Þetta verður að eins konar vítahring,“ segir hún. Dorrit er alin upp í Jerúsalem og fékk þekkinguna á næringarríkri og hollri matargerð í vöggugjöf. „Ég er alin upp við hollt mataræði og okkar sælgæti voru ferskir ávextir. Á þessum tíma var sykur líka svo dýr og sjaldséður, ég er þakklát fyrir það í dag að vera ekki alin upp á sykri,“ segir hún. Dorrit er hæfileikarík í eldhúsinu og hefur mikinn áhuga á því að elda. Með því að elda heima fylgist hún betur með því hvað sett er í matinn. Hún forðast aukefni eins og kemísk bragðefni, rotvarnarefni og litarefni en velur fersk og góð hráefni eins og íslenskan fisk, smjör, rjóma og grænmeti. „Íslenskar mjólkurvörur eru á heimsmælikvarða, ég elska smjörið og rjómann,“ segir hún. Ég trúi því að þær séu meinhollar,“ segir Dorrit að lokum.
Heilsa Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira