Urriðadans við Öxará á morgun Karl Lúðvíksson skrifar 17. október 2014 14:06 Núna er sá tími ársins sem urriðinn gengur úr Þingvallavatni og upp í árnar sem í það renna til að hrygna en mest af honum fer í Öxará. Það er að sönnu ótrúleg sjón að sjá torfuna ganga upp ánna og inná milli urriða sem eru líklega um 10-15 kíló. Það er mikill hamagangur í fiskinum og reglulega gaman fyrir alla sem hafa veiðiáhuga að sjá hvernig fiskurinn hagar sér þegar hann er að gera sig klárann fyrir hrygningu. Á morgun er kynning á urriðanum sem gengur undir nafninu Urriðadans og hefst hún kl 14:00 á bílaplaninu þar sem gamla Valhöll stóð. Þaðan er gengið upp að drekkingarhyl og stórir urriðar skoðaðir i leiðinni. Þeir sem ætla að skoða urriðann á eigin spýtur eru vinsamlegst beðnir um að fylgja slóðum og fara ekki of nálgægt ánni til að trufla fiskinn sem minnst. Það er sem endranær Jóhannes Sturlaugsson sem heldur kynninguna og við hvetjum alla veiðimenn til að mæta því þetta er sannarlega mögnuð upplifun. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði
Núna er sá tími ársins sem urriðinn gengur úr Þingvallavatni og upp í árnar sem í það renna til að hrygna en mest af honum fer í Öxará. Það er að sönnu ótrúleg sjón að sjá torfuna ganga upp ánna og inná milli urriða sem eru líklega um 10-15 kíló. Það er mikill hamagangur í fiskinum og reglulega gaman fyrir alla sem hafa veiðiáhuga að sjá hvernig fiskurinn hagar sér þegar hann er að gera sig klárann fyrir hrygningu. Á morgun er kynning á urriðanum sem gengur undir nafninu Urriðadans og hefst hún kl 14:00 á bílaplaninu þar sem gamla Valhöll stóð. Þaðan er gengið upp að drekkingarhyl og stórir urriðar skoðaðir i leiðinni. Þeir sem ætla að skoða urriðann á eigin spýtur eru vinsamlegst beðnir um að fylgja slóðum og fara ekki of nálgægt ánni til að trufla fiskinn sem minnst. Það er sem endranær Jóhannes Sturlaugsson sem heldur kynninguna og við hvetjum alla veiðimenn til að mæta því þetta er sannarlega mögnuð upplifun.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði