Bíldsfell áfram innan SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 12. nóvember 2014 12:14 Frá undirritun samnings um Bíldsfell Veiðisvæðið kennt við Bíldsfell í Soginu hefur verið eitt af vinsælustu ársvæðum SVFR um árabil. Svæðið hefur verið upselt flesta veiðidagana sem hafa verið í boði og það hefur verið sérstaklega mikil ásókn í tímann frá 20. júlí til 20. september þegar veiði lýkur. Vordagarnir hafa notið aukinni vinsælda sem og fyrstu dagar veiðitímans en þá er bleikjuveiðin oft best ásamt því að veiðivon á stórlaxi telst vera góð. Í fréttatilkynningu frá SVFR segir:"Það er mikið ánægjuefni að geta sagt frá því að SVFR hefur samið um áframhaldandi leigu á veiðirétti í Soginu fyrir landi Bíldsfells. Skrifað var undir samninginn þann 8. nóvember síðastliðinn á bökkum Sogsins. Samningurinn er fagnaðarefni fyrir félagið enda er Bíldsfellssvæðið afar vinsælt hjá félagsmönnum.Veiðin á Bíldsfellssvæðinu undanfarin ár hefur verið nokkuð góð. Sumarið 2013 veiddust 314 laxar á svæðinu og í sumar veiddust 109 laxar, sem telst vel viðunandi miðað við veiði í öðrum ám á landinu. Undanfarin 10 ár hefur veiðin farið mest í 480 laxa sumarið 2010 en sumarið 2011 var sömuleiðis feykigott, en þá veiddust 405 laxar í Bíldsfelli. Á svæðinu veiðist einnig mikið magn af silungi, bæði í vorveiðinni sem og á laxveiðitímanum. Meðalveiði undanfarin 10 ár er 238 laxar, og hlutfall stórlax rétt um 25%, sem telst býsna gott. Á svæðinu eru þrjár dagstangir og mjög gott veiðihús". Stangveiði Mest lesið Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði 100 sm urriði úr Þingvallavatni Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Árleg byssusýning Veiðisafnsins er um helgina Veiði Góður gangur í Fnjóská Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Gott framboð af skemmtilegri veiði hjá veiðileyfasölum Veiði Gleymir stund og stað við árbakkann Veiði Bjarni Júlíusson fyrrum formaður SVFR með laxveiðispá fyrir sumarið Veiði
Veiðisvæðið kennt við Bíldsfell í Soginu hefur verið eitt af vinsælustu ársvæðum SVFR um árabil. Svæðið hefur verið upselt flesta veiðidagana sem hafa verið í boði og það hefur verið sérstaklega mikil ásókn í tímann frá 20. júlí til 20. september þegar veiði lýkur. Vordagarnir hafa notið aukinni vinsælda sem og fyrstu dagar veiðitímans en þá er bleikjuveiðin oft best ásamt því að veiðivon á stórlaxi telst vera góð. Í fréttatilkynningu frá SVFR segir:"Það er mikið ánægjuefni að geta sagt frá því að SVFR hefur samið um áframhaldandi leigu á veiðirétti í Soginu fyrir landi Bíldsfells. Skrifað var undir samninginn þann 8. nóvember síðastliðinn á bökkum Sogsins. Samningurinn er fagnaðarefni fyrir félagið enda er Bíldsfellssvæðið afar vinsælt hjá félagsmönnum.Veiðin á Bíldsfellssvæðinu undanfarin ár hefur verið nokkuð góð. Sumarið 2013 veiddust 314 laxar á svæðinu og í sumar veiddust 109 laxar, sem telst vel viðunandi miðað við veiði í öðrum ám á landinu. Undanfarin 10 ár hefur veiðin farið mest í 480 laxa sumarið 2010 en sumarið 2011 var sömuleiðis feykigott, en þá veiddust 405 laxar í Bíldsfelli. Á svæðinu veiðist einnig mikið magn af silungi, bæði í vorveiðinni sem og á laxveiðitímanum. Meðalveiði undanfarin 10 ár er 238 laxar, og hlutfall stórlax rétt um 25%, sem telst býsna gott. Á svæðinu eru þrjár dagstangir og mjög gott veiðihús".
Stangveiði Mest lesið Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði 100 sm urriði úr Þingvallavatni Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Árleg byssusýning Veiðisafnsins er um helgina Veiði Góður gangur í Fnjóská Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Gott framboð af skemmtilegri veiði hjá veiðileyfasölum Veiði Gleymir stund og stað við árbakkann Veiði Bjarni Júlíusson fyrrum formaður SVFR með laxveiðispá fyrir sumarið Veiði