Bíó og sjónvarp

Var stressaður að hitta Scorsese

Matthew McConaughey
Matthew McConaughey Getty
Matthew McConaughey hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið og í raun má segja að hann sé á hápunkti ferils síns. 

Í viðtali við Rolling Stone Magazine segir að McConaughey sé maður sem yfir síðastliðinn tíu ár hafi farið úr rómantískum kvikmyndum á borð við Failure to Launch og How to Lose a Guy in 10 days yfir í verðlaunamyndir á borð við Killer Joe og Magic Mike.

McConaughey leikur einnig í kvikmyndinni The Wolf of Wall Street ásamt Leonardo Di Caprio sem kom nýlega út. Í viðtalinu í Rolling Stone var McConaughey spurður hvort hann yrði stressaður í kringum nöfn á borð við Steven Soderbergh, leikstjóra Magic Mike, og Martin Scorsese, leikstjóra The Wolf of Wall Street.

„Að vinna með Scorsese og DiCaprio getur verið erfitt - þeir hafa áður unnið saman og eiga eitthvað samband. Ég lærði um verk Scorsese í skóla, en þegar ég fór fyrst að hitta hann skal ég vera fyrstur að viðurkenna að ég var stressaður. En að vinna með honum, var dásamlegt,“ svaraði McConaughey.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.