Lífið

Fjölmenni fagnaði með Steinunni

Það var glatt á hjalla.
Það var glatt á hjalla. MYNDIR/HIMMI
Fjölmenni fagnaði útkomu bókarinnar Jólin hans Hallgríms eftir Steinunni Jóhannesdóttur í barnabókaverslun Eymundsson í Kringlunni í gær. Bókin segir frá Hallgrími Péturssyni, 7 ára, og jólaundirbúningnum á Gröf á Höfðaströnd fyrir tæpum fjórum öldum, en í ár eru einmitt fjögur hundruð ár frá fæðingu Hallgríms. Boðið var upp á upplestur, söngatriði og þjóðlegar veitingar. Ungir sem aldnir skemmtu sér vel.

Steinunn hefur skrifað sögulegar skáldsögur um bæði Hallgrím Pétursson og Guðríði Símonardóttur konu hans. Nú er komið að því að kynna Hallgrím fyrir ungum lesendum. Bókinni er ætlað að veita börnum sem fullorðnum innsýn inn í bernsku hans og þær aðstæður sem hann ólst upp við.

Boðið var upp á upplestur, söngatriði og þjóðlegar veitingar.
Bókin segir frá Hallgrími Péturssyni, 7 ára, og jólaundirbúningnum á Gröf á Höfðaströnd fyrir tæpum fjórum öldum.
Ungir sem aldnir skemmtu sér vel.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×