Lífið

Maynard svipti sig lífi í gær

Atli Ísleifsson skrifar
Maynard hafði greinst með krabbamein í heila og höfðu sérfræðingar sem hún hafði rætt við varað hana við að dauðdagi hennar kynni að verða bæði hægur og sársaukafullur.
Maynard hafði greinst með krabbamein í heila og höfðu sérfræðingar sem hún hafði rætt við varað hana við að dauðdagi hennar kynni að verða bæði hægur og sársaukafullur. Mynd/Skjáskot
Bandaríska konan Brittany Maynard svipti sig lífi í gær. Hin 29 ára Maynard vakti mikla athygli fyrir YouTube-myndbönd sín síðustu mánuði en í apríl síðastliðinn greindu læknar frá því að hún ætti einungis um sex mánuði eftir ólifaða.

Maynard hafði greinst með krabbamein í heila og höfðu sérfræðingar sem hún hafði rætt við varað hana við að dauðdagi hennar kynni að verða bæði hægur og sársaukafullur. Maynard hafi því tekið ákvörðun um að taka taka mál í sínar hendur og taka eigið líf með lyfjum nú í byrjun nóvembermánaðar. Vísir sagði frá sögu Maynard í síðasta mánuði.

Maynard sagðist ætla að deyja í svefnherberginu sínu, með móður sína og eiginmann sér við hlið. „Ég mun fara friðsamlega með uppáhalds tónlistina mína spilaða í bakgrunninum,“ sagði Brittany Maynard.

Maynard var mikill talsmaður líknardráps og bjó í Oregon, einu af fimm ríkjum Bandaríkjanna sem heimila líknardráp og tók hún þátt í kynningarátaki samtaka sem vilja auka réttindi fólks til að taka eigið líf. „Ég get ekki lýst léttinum sem fylgir því að vita að ég þarf ekki að deyja eins og læknar segja að ég myndi fara vegna krabbameinsins,“ sagði Maynard.

Að neðan má sjá síðasta myndband Maynard og annað þar sem Brittany segir frá ákvörðun sinni um að taka eigið líf þar sem einnig er rætt við foreldra hennar og eiginmann.


Tengdar fréttir

Veit upp á hár hvenær hún mun deyja

Hin 29 ára Brittany Maynard ætlar að forðast kvalarfullan dauðdaga vegna krabbameins með því að taka eigið líf með hjálp lækna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×