„Eigum við ekki að segja að þetta sé grái fiðringurinn“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. nóvember 2014 09:00 Jóhann tók staðinn í gegn með konu sinni og tengdaföður. vísir/ernir „Já, það kom að því að þetta gerðist á gamalsaldri,“ segir kokkurinn Jóhann Helgi Jóhannesson. Hann ákvað að láta draum sinn rætast og opna veitingastaðinn Restó á Rauðarárstíg um síðustu helgi. Jóhann hefur síðustu tólf ár unnið í Ostabúðinni á Skólavörðustíg og fyrir þann tíma var hann meira og minna í tíu ár hjá Rúnari Marvinssyni á staðnum Við Tjörnina og í einhvern tíma hjá Leifi Kolbeinssyni á La Primavera. „Þeir tveir, Rúnar og Leifur, eru mestu áhrifavaldarnir. Það sem ég hef verið að gera er það sem ég hef samsoðið úr visku þessara tveggja snillinga,“ segir Jóhann. Um 25 ár eru síðan hann útskrifaðist sem kokkur og er Restó fyrsti veitingastaðurinn sem hann rekur. En af hverju ákvað hann að láta slag standa núna? „Eigum við ekki að segja að þetta sé grái fiðringurinn,“ segir kokkurinn og hlær. „Ég hef hugsað um þetta annað slagið en er í eðli mínu varfærinn og vil ekki hætta of miklu. Svo datt þetta upp í hendurnar á mér. Þetta var spurning um að taka eina tilraun áður en ég yrði of gamall og sjá hvort ég gæti enn þá eldað á svona à la carte veitingahúsi. Það er alveg rosalega skemmtileg. Ég yngist upp um mörg ár við þetta,“ segir Jóhann. Jóhann rekur staðinn ásamt eiginkonu sinni, Ragnheiði Helenu Eðvarsdóttur. Þau tóku staðinn í andlitslyftingu en í húsinu var áður veitingastaðurinn Madonna. „Við tókum staðinn í gegn með berum höndum með aðstoð föður hennar. Við erum mjög stolt af útkomunni. Þetta var ekki gert af miklum efnum og mér er til efs að einhver hafi umturnað útliti og ásýnd veitingastaðar fyrir jafnfáar krónur og við gerðum.“ Veitingastaðir Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið
„Já, það kom að því að þetta gerðist á gamalsaldri,“ segir kokkurinn Jóhann Helgi Jóhannesson. Hann ákvað að láta draum sinn rætast og opna veitingastaðinn Restó á Rauðarárstíg um síðustu helgi. Jóhann hefur síðustu tólf ár unnið í Ostabúðinni á Skólavörðustíg og fyrir þann tíma var hann meira og minna í tíu ár hjá Rúnari Marvinssyni á staðnum Við Tjörnina og í einhvern tíma hjá Leifi Kolbeinssyni á La Primavera. „Þeir tveir, Rúnar og Leifur, eru mestu áhrifavaldarnir. Það sem ég hef verið að gera er það sem ég hef samsoðið úr visku þessara tveggja snillinga,“ segir Jóhann. Um 25 ár eru síðan hann útskrifaðist sem kokkur og er Restó fyrsti veitingastaðurinn sem hann rekur. En af hverju ákvað hann að láta slag standa núna? „Eigum við ekki að segja að þetta sé grái fiðringurinn,“ segir kokkurinn og hlær. „Ég hef hugsað um þetta annað slagið en er í eðli mínu varfærinn og vil ekki hætta of miklu. Svo datt þetta upp í hendurnar á mér. Þetta var spurning um að taka eina tilraun áður en ég yrði of gamall og sjá hvort ég gæti enn þá eldað á svona à la carte veitingahúsi. Það er alveg rosalega skemmtileg. Ég yngist upp um mörg ár við þetta,“ segir Jóhann. Jóhann rekur staðinn ásamt eiginkonu sinni, Ragnheiði Helenu Eðvarsdóttur. Þau tóku staðinn í andlitslyftingu en í húsinu var áður veitingastaðurinn Madonna. „Við tókum staðinn í gegn með berum höndum með aðstoð föður hennar. Við erum mjög stolt af útkomunni. Þetta var ekki gert af miklum efnum og mér er til efs að einhver hafi umturnað útliti og ásýnd veitingastaðar fyrir jafnfáar krónur og við gerðum.“
Veitingastaðir Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið