Þessi drykkur er ákaflega bragðgóður og ekki skemmir fyrir að það er afar einfalt að búa hann til.
Uppskrift:
1 bolli möndlumjólk
1 tsk. hunang
2 dropar vanillu-extrakt
1 tsk. kanill
Hitið möndlumjólkina á vægum hita þangað til suðan kemur upp og mjólkin freyðir. Lækkið hitann og blandið hinum hráefnunum við. Hrærið allt vel saman á heitri hellunni. Hellið í fallegan bolla og stráið örlitlum kanil yfir í lokin. Njótið!
Heilsa