Móðir Sævars poetrix viðurkennir ofbeldi 22. október 2014 11:41 Í morgun sendi Sævar frá sér afrit af persónulega samtali sínu við móður sína. Forsögu málsins þekkja margir vegna fréttaflutnings Vísis síðastliðna viku. Sævar birti brot úr fyrirhugaðri bók sinni „Hvernig á að rústa lífi sínu og vera alveg sama“ sem innihélt skuggalegar lýsingar á hrottafengnu ofbeldi úr æsku hans. „Matarlausu dagarnir, sumrin sem ég eyddi lokaður undir stiga, margra klukkustunda ísköld böð, blóðugar barsmíðar, kvikindislegar niðurlægingar fyrir framan vini mína“, sagði meðal annars í brotinu. Í kjölfarið gaf systir hans út harðorða yfirlýsingu þar sem hún sakar bróður sinn um að fara með ósannindi. „Ég veit að 70% af þeim lýsingum sem ég hef lesið í sýnishorni hans, eru ekki sannar. Hann var ekki lokaður undir stiga, hann var ekki barinn til blóðs, hann var ekki í klukkutímalöngum ísköldum böðum og honum var ekki hent út í marga klukkutíma í vetrarnóttina, og móðir mín gekk ekki á eftir honum með blómapott.“ Supriya kallar sýnishornið úr bókinni jafnframt hatursskrif. „Ég samþykki ekki samfélagsmorð, hvorki á móður minni eða á fyrrverandi stjúpa, sérstaklega ekki þegar það er aðeins gert til þess að viðhalda stóru egói sem vill ekki læra kærleika. Ég vona að sem flestir sjái þessi orð mín.“ Í yfirlýsingu Sævars segist hann tilknúinn til að sanna mál sitt. „Þetta snýst ekki um fjölmiðlaleiki, ímynd mína eða bókasölu. Þetta snýst um frásögn af pyntingum á barni í áratug og tilraunir til þöggunar á því.“ Í vefsamtali við móður sína frá árinu 2012 rekur Sævar fyrir móður sinni þau ofbeldisverk sem þegar hafa verið nefnd í fyrrnefndu sýnishorni ásamt fleirum sem hann telur hana seka um gagnvart sér þegar hann var barn. „Ofbeldisverkin, andleg og líkamleg gerðust mörgum sinnum í viku í yfir tíu ár. Það þýðir að atvikin skipti þúsundum.“ „Þú tókst frá mér alla mína barnæsku. Þú beittir mig, stuðlaðir að og studdir, líkamlegt og andlegt ofbeldi frá því að ég var ungabarn.“ segir einnig í samtalinu. Í bókinni er einnig að finna uggvekjandi lýsingar „ ég var kominn svo á brúnina sem barn að ég hugsaði um að drepa mig. Ég fantaseraði um að drepa Guðmund (stundum þig líka en reyndar hataði ég hann meira) í svefni með því að stinga hann til dauða.“ Svar móður Sævars í samskiptunum er einfalt: „ég er sek viðhorf mitt er ekkert flóknara en það.“ Hún gefur einnig í skyn eftirsjá og segist ekki óska sér neins heitar en að hafa gengið út af heimilinu til að hlífa börnunum við ofbeldi af hálfu stjúpföður Sævars. Yfirlýsingu Sævars ásamt samtalinu má nálgast hér. Harmageddon Mest lesið Gísli Marteinn vill opin prófkjör Harmageddon Shades of Reykjavík með nýtt lag og myndband Harmageddon Þættir um sögu rokksins á X977 Harmageddon Arcade Fire á toppi breska breiðskífulistans Harmageddon Sannleikurinn: Björt framtíð heimsótti þá sem eiga sér ekki mikla framtíð Harmageddon Sannleikurinn: Alltof sterkar perur niðri í héraðsdómi Harmageddon Vegakerfi úr sólarsellum er klárlega framtíðin Harmageddon Sannleikurinn: 30 prósent geta ekki lesið sér til gagns Harmageddon Fimm bestu lögin sem stappa í mann stálinu í skammdeginu Harmageddon Óvinir internetsins Harmageddon
Í morgun sendi Sævar frá sér afrit af persónulega samtali sínu við móður sína. Forsögu málsins þekkja margir vegna fréttaflutnings Vísis síðastliðna viku. Sævar birti brot úr fyrirhugaðri bók sinni „Hvernig á að rústa lífi sínu og vera alveg sama“ sem innihélt skuggalegar lýsingar á hrottafengnu ofbeldi úr æsku hans. „Matarlausu dagarnir, sumrin sem ég eyddi lokaður undir stiga, margra klukkustunda ísköld böð, blóðugar barsmíðar, kvikindislegar niðurlægingar fyrir framan vini mína“, sagði meðal annars í brotinu. Í kjölfarið gaf systir hans út harðorða yfirlýsingu þar sem hún sakar bróður sinn um að fara með ósannindi. „Ég veit að 70% af þeim lýsingum sem ég hef lesið í sýnishorni hans, eru ekki sannar. Hann var ekki lokaður undir stiga, hann var ekki barinn til blóðs, hann var ekki í klukkutímalöngum ísköldum böðum og honum var ekki hent út í marga klukkutíma í vetrarnóttina, og móðir mín gekk ekki á eftir honum með blómapott.“ Supriya kallar sýnishornið úr bókinni jafnframt hatursskrif. „Ég samþykki ekki samfélagsmorð, hvorki á móður minni eða á fyrrverandi stjúpa, sérstaklega ekki þegar það er aðeins gert til þess að viðhalda stóru egói sem vill ekki læra kærleika. Ég vona að sem flestir sjái þessi orð mín.“ Í yfirlýsingu Sævars segist hann tilknúinn til að sanna mál sitt. „Þetta snýst ekki um fjölmiðlaleiki, ímynd mína eða bókasölu. Þetta snýst um frásögn af pyntingum á barni í áratug og tilraunir til þöggunar á því.“ Í vefsamtali við móður sína frá árinu 2012 rekur Sævar fyrir móður sinni þau ofbeldisverk sem þegar hafa verið nefnd í fyrrnefndu sýnishorni ásamt fleirum sem hann telur hana seka um gagnvart sér þegar hann var barn. „Ofbeldisverkin, andleg og líkamleg gerðust mörgum sinnum í viku í yfir tíu ár. Það þýðir að atvikin skipti þúsundum.“ „Þú tókst frá mér alla mína barnæsku. Þú beittir mig, stuðlaðir að og studdir, líkamlegt og andlegt ofbeldi frá því að ég var ungabarn.“ segir einnig í samtalinu. Í bókinni er einnig að finna uggvekjandi lýsingar „ ég var kominn svo á brúnina sem barn að ég hugsaði um að drepa mig. Ég fantaseraði um að drepa Guðmund (stundum þig líka en reyndar hataði ég hann meira) í svefni með því að stinga hann til dauða.“ Svar móður Sævars í samskiptunum er einfalt: „ég er sek viðhorf mitt er ekkert flóknara en það.“ Hún gefur einnig í skyn eftirsjá og segist ekki óska sér neins heitar en að hafa gengið út af heimilinu til að hlífa börnunum við ofbeldi af hálfu stjúpföður Sævars. Yfirlýsingu Sævars ásamt samtalinu má nálgast hér.
Harmageddon Mest lesið Gísli Marteinn vill opin prófkjör Harmageddon Shades of Reykjavík með nýtt lag og myndband Harmageddon Þættir um sögu rokksins á X977 Harmageddon Arcade Fire á toppi breska breiðskífulistans Harmageddon Sannleikurinn: Björt framtíð heimsótti þá sem eiga sér ekki mikla framtíð Harmageddon Sannleikurinn: Alltof sterkar perur niðri í héraðsdómi Harmageddon Vegakerfi úr sólarsellum er klárlega framtíðin Harmageddon Sannleikurinn: 30 prósent geta ekki lesið sér til gagns Harmageddon Fimm bestu lögin sem stappa í mann stálinu í skammdeginu Harmageddon Óvinir internetsins Harmageddon