Novak Djokovic, besti tennismaður heims, er orðinn faðir í fyrsta sinn en konan hans eignaðist dreng í gærkvöldi.
„Stefán, litli engillinn okkar er kominn í heiminn," skrifaði Novak Djokovic inn á twitter-síðuna sína.
„Ég er svo stoltur af fallegu konunni minni Jelenu. Takk öll fyrir ást og umhyggju. Við elskum ykkur öll," skrifaði Djokovic.
Serbneska sjónvarpið sagði frá því að Jelena Djokovic hafi eignast strákinn í gær í Nice í Frakklandi sem er skammt frá heimili þeirra í Mónakó.
Novak Djokovic vann tvo risatitla á árinu 2014 en hann hefur alls unnið níu risamót á ferli sínum þar af fimm þeirra síðustu þrjú ár.
Sport