Ólafur Jóh: Aðstoðarþjálfararnir mínir eru ekki bara keiluberar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2014 10:15 Sigurbjörn Örn Hreiðarsson og Ólafur Jóhannesson. Mynd/Heimasíða Vals Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, voru á dögunum ráðnir nýir þjálfarar meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Val og þeir voru teknir saman í gott spjall á heimasíðu Valsmanna. „Ég hef bæði spilað með Val og á móti Val. Valur er náttúrulega eitt af stóru félögunum á Íslandi. Það er því mikið fagnaðarefni að vera kominn hingað," sagði Ólafur Jóhannesson sem lék með Val í efstu deild sumarið 1987 og var þá Íslandsmeistari með liðinu. „Þetta var gott tækifæri að fá að þjálfa jafnstórt lið og Val. Þegar það var orðið ljóst eftir tímabilið að Maggi myndi hætta þá höfðu þeir samband við Óla og svo mig í kjölfarið þegar Óli vildi að ég kæmi með í verkefnið," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson en þeir höfðu unnið saman hjá Haukum. „Þetta er ótrúlega skemmtileg áskorun og frábært að vera mættur á svæðið," sagði Sigurbjörn en hann lék síðast með val sumarið og er langleikjahæsti Valsmaðurinn í efstu deild með 240 leiki. „Ólafur hefur ótrúlega reynslu í þessu enda búinn að þjálfa í 30 ár og í öllum deildum. Hann hefur því lent í öllum aðstæðum í þessum bolta, unnið allt sem hægt er að vinna á Íslandi og hefur auk þess þjálfað landsliðið. Þú færð því ekki reynslumeiri mann enda hefur hann þjálfað þegar markmaðurinn mátti taka hann upp með höndum frá samherja og leikmenn spiluðu legghlífarlausir," sagði Sigurbjörn aðspurður um hvernig þjálfari Ólafur sé en hvað með gallana hjá Ólafi? „Ég veg þá upp," svaraði Sigurbjörn en hvað segir Ólafur um Sigurbjörn. „Bjössi er einstaklega skemmtilegur maður og það er góð nærvera í kringum hann. Svo er hann líka mikill keppnismaður og fínn þjálfari," sagði Ólafur. „Það er ekki vafi um að Sigurbjörn hefur eitthvað í þetta starf að gera. Það hefur verið þannig í gegnum tíðina að þegar ég hef fengið mér aðstoðarþjálfara þá eru það aðstoðarþjálfarar en ekki bara keiluberar. Ég ætlast til þess að þeir vinni og nota þá heilmikið. Það hefur reynst frábærlega," sagði Ólafur en einn af þessum aðstoðarþjálfurum hans er Heimir Guðjónsson sem hefur síðan unnið þrjá meistaratitla með FH-liðið. Það er síðan hægt að sjá allt spjallið við þá félaga hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Magnús Gylfason hættur með Val Magnús Gylfason er hættur sem þjálfari Vals í Pepsí deild karla í fótbolta en greint er frá þessu á vefsíðunni 433.is. 5. október 2014 12:16 Hreinsanir á Hlíðarenda - samningum þriggja leikmanna sagt upp Valsmenn hafa sagt upp samningum við þrjá leikmenn og þar á meðal er hinn uppaldi Bjarni Ólafur Eiríksson sem hefur aldrei spilað fyrir annað íslenskt lið. 8. október 2014 13:06 Donni hættir líka hjá Val Halldór Jón Sigurðsson, þekktastur undir gælunafninu Donni, verður ekki áfram í þjálfarateymi Vals. Donni var aðstoðarþjálfari Magnúsar Gylfasonar. 7. október 2014 13:00 Óli Jóh og Sigurbjörn gerðu þriggja ára samning við Val Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson munu stýra liði Vals í Pepsi-deild karla næstu þrjú árin. 9. október 2014 18:30 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira
Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, voru á dögunum ráðnir nýir þjálfarar meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Val og þeir voru teknir saman í gott spjall á heimasíðu Valsmanna. „Ég hef bæði spilað með Val og á móti Val. Valur er náttúrulega eitt af stóru félögunum á Íslandi. Það er því mikið fagnaðarefni að vera kominn hingað," sagði Ólafur Jóhannesson sem lék með Val í efstu deild sumarið 1987 og var þá Íslandsmeistari með liðinu. „Þetta var gott tækifæri að fá að þjálfa jafnstórt lið og Val. Þegar það var orðið ljóst eftir tímabilið að Maggi myndi hætta þá höfðu þeir samband við Óla og svo mig í kjölfarið þegar Óli vildi að ég kæmi með í verkefnið," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson en þeir höfðu unnið saman hjá Haukum. „Þetta er ótrúlega skemmtileg áskorun og frábært að vera mættur á svæðið," sagði Sigurbjörn en hann lék síðast með val sumarið og er langleikjahæsti Valsmaðurinn í efstu deild með 240 leiki. „Ólafur hefur ótrúlega reynslu í þessu enda búinn að þjálfa í 30 ár og í öllum deildum. Hann hefur því lent í öllum aðstæðum í þessum bolta, unnið allt sem hægt er að vinna á Íslandi og hefur auk þess þjálfað landsliðið. Þú færð því ekki reynslumeiri mann enda hefur hann þjálfað þegar markmaðurinn mátti taka hann upp með höndum frá samherja og leikmenn spiluðu legghlífarlausir," sagði Sigurbjörn aðspurður um hvernig þjálfari Ólafur sé en hvað með gallana hjá Ólafi? „Ég veg þá upp," svaraði Sigurbjörn en hvað segir Ólafur um Sigurbjörn. „Bjössi er einstaklega skemmtilegur maður og það er góð nærvera í kringum hann. Svo er hann líka mikill keppnismaður og fínn þjálfari," sagði Ólafur. „Það er ekki vafi um að Sigurbjörn hefur eitthvað í þetta starf að gera. Það hefur verið þannig í gegnum tíðina að þegar ég hef fengið mér aðstoðarþjálfara þá eru það aðstoðarþjálfarar en ekki bara keiluberar. Ég ætlast til þess að þeir vinni og nota þá heilmikið. Það hefur reynst frábærlega," sagði Ólafur en einn af þessum aðstoðarþjálfurum hans er Heimir Guðjónsson sem hefur síðan unnið þrjá meistaratitla með FH-liðið. Það er síðan hægt að sjá allt spjallið við þá félaga hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Magnús Gylfason hættur með Val Magnús Gylfason er hættur sem þjálfari Vals í Pepsí deild karla í fótbolta en greint er frá þessu á vefsíðunni 433.is. 5. október 2014 12:16 Hreinsanir á Hlíðarenda - samningum þriggja leikmanna sagt upp Valsmenn hafa sagt upp samningum við þrjá leikmenn og þar á meðal er hinn uppaldi Bjarni Ólafur Eiríksson sem hefur aldrei spilað fyrir annað íslenskt lið. 8. október 2014 13:06 Donni hættir líka hjá Val Halldór Jón Sigurðsson, þekktastur undir gælunafninu Donni, verður ekki áfram í þjálfarateymi Vals. Donni var aðstoðarþjálfari Magnúsar Gylfasonar. 7. október 2014 13:00 Óli Jóh og Sigurbjörn gerðu þriggja ára samning við Val Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson munu stýra liði Vals í Pepsi-deild karla næstu þrjú árin. 9. október 2014 18:30 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira
Magnús Gylfason hættur með Val Magnús Gylfason er hættur sem þjálfari Vals í Pepsí deild karla í fótbolta en greint er frá þessu á vefsíðunni 433.is. 5. október 2014 12:16
Hreinsanir á Hlíðarenda - samningum þriggja leikmanna sagt upp Valsmenn hafa sagt upp samningum við þrjá leikmenn og þar á meðal er hinn uppaldi Bjarni Ólafur Eiríksson sem hefur aldrei spilað fyrir annað íslenskt lið. 8. október 2014 13:06
Donni hættir líka hjá Val Halldór Jón Sigurðsson, þekktastur undir gælunafninu Donni, verður ekki áfram í þjálfarateymi Vals. Donni var aðstoðarþjálfari Magnúsar Gylfasonar. 7. október 2014 13:00
Óli Jóh og Sigurbjörn gerðu þriggja ára samning við Val Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson munu stýra liði Vals í Pepsi-deild karla næstu þrjú árin. 9. október 2014 18:30