Lífið

Raknaði úr rotinu lamaður fyrir neðan mitti

Pétur Kristján Guðmundsson
Pétur Kristján Guðmundsson
Í næsta þætti af Sjálfstæðu fólki, sunnudaginn 26. janúar, hittum við Pétur Kristján Guðmundsson ævintýramann, snjóbrettakappa og kvikmyndagerðarmann sem slasaðist úti í Austurríki á nýársnótt árið 2011. 

Hann rann fram af klettum og þegar hann raknaði úr rotinu var hann lamaður fyrir neðan mitti.

Læknar sögðu honum að hann mundi aldrei geta staðið upp.  En Pétur neitaði að gefast upp og var staðráðinn í því að ganga aftur.

Við höfum fylgt þessari hetju í nokkur ár og nú hefur draumurinn ræst, hann er staðinn upp og farinn að ganga.

Hann hefur einnig lagt lokahönd á glæsilega kvikmynd Heild sem hann hefur unnið að í ein 4 ár.  Við höfum fylgt honum eftir við tökur á myndinni þar sem hann ferðast um á sérútbúnum jeppa og glímir við hrjóstuga náttúru Íslands á hjólastól.

Hann er samt ekki hættur í bataferlinu og heimtar meiri framfarir í þágu lamaðra um allan heim.  Hann hefur nú þegar veitt fólki von, sem glímir við sömu vandamál og hann.

Með viljann einan að vopni.  Hetjusaga í Sjálfstæðu fólki á sunnudagskvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.