Uppskrift: Kókosbolludraumur Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. janúar 2014 11:00 Kakan er afar einföld. Mynd/Dröfn Vilhjálmsdóttir Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur og geislafræðingur, heldur úti uppskriftarblogginu eldhussogur.com. Þar kennir ýmissa grasa og býður Dröfn meðal annars upp á uppskrift að ómótstæðilegri köku sem hún kallar kókosbolludraum. „Um daginn gerði ég þessa eftirréttabombu sem er svo ákaflega fljótlegt og auðvelt að útbúa og er ómótstæðilega góð!“ segir Dröfn og deilir uppskriftinni með lesendum Vísis. Kókosbolludraumur Uppskrift fyrir 61 box kókosbollur (4 kókosbollur)1 poki lakkrískurl hjúpað súkkulaði (150 g)1 marengsbotn½ lítri rjómi1 box jarðarber1 box bláber eða önnur ber ef maður vill (til dæmis hindber, rifsber, blæjuber eða vínber)100 g suðusúkkulaði (má sleppa) Kókosbollurnar eru skornar í þrennt og raðað í botninn á eldföstu móti. Því næst er rjóminn þeyttur. Marengsbotninn er mulinn og blandað út í rjómann auk lakkrískurlsins. Þá er rjómanum dreift yfir kókosbollurnar. Að lokum eru berin sett yfir rjómann. Gott er að bræða suðusúkkulaði og dreifa yfir berin skömmu áður en rétturinn er borinn fram. Eftirréttir Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp
Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur og geislafræðingur, heldur úti uppskriftarblogginu eldhussogur.com. Þar kennir ýmissa grasa og býður Dröfn meðal annars upp á uppskrift að ómótstæðilegri köku sem hún kallar kókosbolludraum. „Um daginn gerði ég þessa eftirréttabombu sem er svo ákaflega fljótlegt og auðvelt að útbúa og er ómótstæðilega góð!“ segir Dröfn og deilir uppskriftinni með lesendum Vísis. Kókosbolludraumur Uppskrift fyrir 61 box kókosbollur (4 kókosbollur)1 poki lakkrískurl hjúpað súkkulaði (150 g)1 marengsbotn½ lítri rjómi1 box jarðarber1 box bláber eða önnur ber ef maður vill (til dæmis hindber, rifsber, blæjuber eða vínber)100 g suðusúkkulaði (má sleppa) Kókosbollurnar eru skornar í þrennt og raðað í botninn á eldföstu móti. Því næst er rjóminn þeyttur. Marengsbotninn er mulinn og blandað út í rjómann auk lakkrískurlsins. Þá er rjómanum dreift yfir kókosbollurnar. Að lokum eru berin sett yfir rjómann. Gott er að bræða suðusúkkulaði og dreifa yfir berin skömmu áður en rétturinn er borinn fram.
Eftirréttir Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp