Vilja Latabæ til Kína Ólöf Skaftadóttir skrifar 24. janúar 2014 12:00 Hér stillir hluti af þeim 30 börnum, sem stigu á svið með Latabæ, sér upp með Íþróttaálfinum og Sollu stirðu. Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og kynningarmála hjá Latabæ, staðfestir að áhugi sé fyrir því á annarri stærstu sjónvarpstöð í Kína, Beijing TV, að taka Latabæ til sýninga þar í landi. Ljóst er að áhorfendahópurinn myndi stækka verulega ef af því yrði, en stöðin nær til yfir 300 milljón manna. „Þetta kom allt þannig til að það var starfsmaður frá Beijing TV á Íslandi að kynna sér land og þjóð. Hann kom í heimsókn í Latabæ og leist vel á. Þannig bauð hann okkur að taka þátt í nýárshátíð sem þeir sýna árlega og þaðan fór boltinn að rúlla,“ útskýrir Hallgrímur. „Þeir hafa áhuga á efninu, en það er ekkert í hendi, það þarf oft að laga efnið að kínverskum áhorfendum,“ segir hann og bætir við:Íþróttaálfurinn og Solla á sviðinu í Peking.„Það er hægara sagt en gert að fá svona nokkuð í gegn í Kína, enda þarf allt erlent efni að fá samþykki hjá miðstýrðri ríkisstjórn. Utanríkisráðuneytið hefur verið okkur gífurlega hjálpsamt í þessum efnum.“ Sex manna teymi frá Latabæ fór til Kína fyrr í þessum mánuði í þeim tilgangi að taka upp atriði í nýársþætti kínverska sjónvarpsins. „Þetta er svona nýárshátíð Beijing TV sem er önnur stærsta stöð Kína,“ segir Hallgrímur, sem var með í för. „Það var mikil umfjöllun um Ísland í þessum þætti en hundruð milljóna Kínverja munu ná þessari útsendingu,“ segir Hallgrímur jafnframt. Kínversku áramótin eru haldin hátíðleg í lok janúar. „Í okkar atriði léku Solla stirða og Íþróttaálfurinn, og um það bil þrjátíu börn af svæðinu,“ segir Hallgrímur, og bætir við að það hafi verið mikið af flottum atriðum í þættinum. „Frá Bretlandi kom James Blunt og tók lagið, svo dæmi sé tekið,“ útskýrir hann og segir teymið frá Latabæ ekki hafa fengið sæti í áhorfendasalnum, svo mikið hafi verið af fólki. „Þetta var ótrúlega flott. Allir í salnum tóku þátt í atriðinu og svo kom Ragnar Baldursson diplómat og talaði um Ísland – þetta var gríðarleg landkynning,“ segir Hallgrímur.Tina Lang, Hallgrímur Kristinsson, Chloe Lang, James Royce Edwards, Guðmundur Magnason og Hrefna Björk Sverrisdóttir.Íþróttaálfurinn og Solla stirða með kínverskum túlkum sem fylgdu þeim hvert fótmál. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og kynningarmála hjá Latabæ, staðfestir að áhugi sé fyrir því á annarri stærstu sjónvarpstöð í Kína, Beijing TV, að taka Latabæ til sýninga þar í landi. Ljóst er að áhorfendahópurinn myndi stækka verulega ef af því yrði, en stöðin nær til yfir 300 milljón manna. „Þetta kom allt þannig til að það var starfsmaður frá Beijing TV á Íslandi að kynna sér land og þjóð. Hann kom í heimsókn í Latabæ og leist vel á. Þannig bauð hann okkur að taka þátt í nýárshátíð sem þeir sýna árlega og þaðan fór boltinn að rúlla,“ útskýrir Hallgrímur. „Þeir hafa áhuga á efninu, en það er ekkert í hendi, það þarf oft að laga efnið að kínverskum áhorfendum,“ segir hann og bætir við:Íþróttaálfurinn og Solla á sviðinu í Peking.„Það er hægara sagt en gert að fá svona nokkuð í gegn í Kína, enda þarf allt erlent efni að fá samþykki hjá miðstýrðri ríkisstjórn. Utanríkisráðuneytið hefur verið okkur gífurlega hjálpsamt í þessum efnum.“ Sex manna teymi frá Latabæ fór til Kína fyrr í þessum mánuði í þeim tilgangi að taka upp atriði í nýársþætti kínverska sjónvarpsins. „Þetta er svona nýárshátíð Beijing TV sem er önnur stærsta stöð Kína,“ segir Hallgrímur, sem var með í för. „Það var mikil umfjöllun um Ísland í þessum þætti en hundruð milljóna Kínverja munu ná þessari útsendingu,“ segir Hallgrímur jafnframt. Kínversku áramótin eru haldin hátíðleg í lok janúar. „Í okkar atriði léku Solla stirða og Íþróttaálfurinn, og um það bil þrjátíu börn af svæðinu,“ segir Hallgrímur, og bætir við að það hafi verið mikið af flottum atriðum í þættinum. „Frá Bretlandi kom James Blunt og tók lagið, svo dæmi sé tekið,“ útskýrir hann og segir teymið frá Latabæ ekki hafa fengið sæti í áhorfendasalnum, svo mikið hafi verið af fólki. „Þetta var ótrúlega flott. Allir í salnum tóku þátt í atriðinu og svo kom Ragnar Baldursson diplómat og talaði um Ísland – þetta var gríðarleg landkynning,“ segir Hallgrímur.Tina Lang, Hallgrímur Kristinsson, Chloe Lang, James Royce Edwards, Guðmundur Magnason og Hrefna Björk Sverrisdóttir.Íþróttaálfurinn og Solla stirða með kínverskum túlkum sem fylgdu þeim hvert fótmál.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira