Fimm Grindvíkingar bættu sig mikið í bikarúrslitum milli ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2014 06:00 Þorleifur Ólafsson og Ómar Sævarsson tóku við bikarnum fyrir Grindavík. Vísir/Daníel Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur á ÍR, 89-77, í úrslitaleik í Laugardalshöll og fögnuðu eðlilega vel og innilega. Grindvíkingum var augljóslega létt eftir að hafa loks unnið bikarinn en þeir höfðu tapað þremur bikarúrslitaleikjum á fjórum árum, síðast gegn Stjörnunni í fyrra. ÍR-ingar héngu í Grindvíkingum lengi vel þrátt fyrir vissa yfirburði Íslandsmeistaranna en Breiðhyltingar gáfust aldrei upp. Þeir gulu fóru að sigla fram úr í fjórða leikhluta og unnu á endanum tólf stiga sigur. Sveinbjörn Claessen, leiðtogi ÍR-liðsins, skoraði mest fyrir Breiðhyltinga eða 18 stig.Mikil bæting Lewis Clinch, Bandaríkja-maðurinn í liði Grindavíkur, var mjög góður í leiknum með 20 stig og 9 stoðsendingar. Það var þó mikil bæting fimm leikmanna Grindavíkur: Jóhanns Árna Ólafssonar, Ómars Sævarssonar, Þorleifs Árna Ólafssonar, Ólafs Ólafssonar og Sigurðar Gunnar Þorsteinssonar, sem gerði það helst að verkum að Grindavík vann leikinn. Þeir áttu allir nokkuð dapran dag þegar liðið tapaði fyrir Stjörnunni í úrslitum í fyrra og voru staðráðnir í að bæta fyrir það. Allir fimm skoruðu meira en í úrslitaleiknum í fyrra, skotnýting fimmmenninganna var betri og þá var heildarframlag allra hærra en á síðasta ári. Samtals skoruðu þeir 39 stig í fyrra en 59 stig í ár. Skotnýtingin hækkaði úr 29,7 prósentum í 52,3 prósent og þá hækkaði framlagið hjá þeim fimm samtals úr 39 í 82. Íslands- og bikarmeistararnir fengu framlag úr öllum áttum en Jón Axel Guðmundsson, sonur goðsagnarinnar Guðmundar Bragasonar, spilaði rúmar 16 mínútur og stóð sig frábærlega. Hann skoraði tíu stig og var með 100 prósenta skotnýtingu, þar af tvær þriggja stiga körfur. Eftirminnilegur dagur fyrir hann sem og aðra Grindvíkinga. Bikarinn loksins kominn í Röstina eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir á undanförnum árum.Hér má sjá hvernig strákarnir fimm bættu sig á milli ára.Grafík/Fréttablaðið Íslenski körfuboltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur á ÍR, 89-77, í úrslitaleik í Laugardalshöll og fögnuðu eðlilega vel og innilega. Grindvíkingum var augljóslega létt eftir að hafa loks unnið bikarinn en þeir höfðu tapað þremur bikarúrslitaleikjum á fjórum árum, síðast gegn Stjörnunni í fyrra. ÍR-ingar héngu í Grindvíkingum lengi vel þrátt fyrir vissa yfirburði Íslandsmeistaranna en Breiðhyltingar gáfust aldrei upp. Þeir gulu fóru að sigla fram úr í fjórða leikhluta og unnu á endanum tólf stiga sigur. Sveinbjörn Claessen, leiðtogi ÍR-liðsins, skoraði mest fyrir Breiðhyltinga eða 18 stig.Mikil bæting Lewis Clinch, Bandaríkja-maðurinn í liði Grindavíkur, var mjög góður í leiknum með 20 stig og 9 stoðsendingar. Það var þó mikil bæting fimm leikmanna Grindavíkur: Jóhanns Árna Ólafssonar, Ómars Sævarssonar, Þorleifs Árna Ólafssonar, Ólafs Ólafssonar og Sigurðar Gunnar Þorsteinssonar, sem gerði það helst að verkum að Grindavík vann leikinn. Þeir áttu allir nokkuð dapran dag þegar liðið tapaði fyrir Stjörnunni í úrslitum í fyrra og voru staðráðnir í að bæta fyrir það. Allir fimm skoruðu meira en í úrslitaleiknum í fyrra, skotnýting fimmmenninganna var betri og þá var heildarframlag allra hærra en á síðasta ári. Samtals skoruðu þeir 39 stig í fyrra en 59 stig í ár. Skotnýtingin hækkaði úr 29,7 prósentum í 52,3 prósent og þá hækkaði framlagið hjá þeim fimm samtals úr 39 í 82. Íslands- og bikarmeistararnir fengu framlag úr öllum áttum en Jón Axel Guðmundsson, sonur goðsagnarinnar Guðmundar Bragasonar, spilaði rúmar 16 mínútur og stóð sig frábærlega. Hann skoraði tíu stig og var með 100 prósenta skotnýtingu, þar af tvær þriggja stiga körfur. Eftirminnilegur dagur fyrir hann sem og aðra Grindvíkinga. Bikarinn loksins kominn í Röstina eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir á undanförnum árum.Hér má sjá hvernig strákarnir fimm bættu sig á milli ára.Grafík/Fréttablaðið
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira