Illa farnir vinir fara á ferðalag um Ísland Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 29. nóvember 2014 12:30 Strákarnir verða með vikulegan þátt á Vísi. Fréttablaðið/Ernir „Við Arnar erum með framleiðslufyrirtækið Mint Productions og ég fór í ferðalag í sumar og það varð svona kveikjan að þáttunum. Ég var heillaður af því sem ég sá og það rann upp fyrir mér hvað ég veit í raun lítið um Ísland og það er ekki kúl,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson. Hann, ásamt Arnari Þór Þórssyni og Brynjólfi Löve, verður með vikulega sjónvarpsþætti á Vísi sem heita Illa farnir. „Það er svona tvöföld meining í þessu. Við erum alltaf að fara eitthvert og eftir ferðalögin erum við búnir að sofa lítið og verða kalt, svona pínu illa farnir,“ segir Davíð léttur í bragði um nafn þáttanna. „Við fórum í ferð um Suðurlandið og út úr því kom skemmtilegt myndband. Þegar við vorum búnir að klippa myndbandið spratt fram þessi hugmynd, að ferðast um allt Ísland. Svo fórum við bara af stað.“ Félagarnir stefna á að heimsækja alla landshluta í þáttunum. „Sumt er skipulagt og annað handahófskennt, við höfum allir gaman af því að detta inn á eitthvað algjörlega „random“," segir Davíð. „Seinustu helgi fórum við að Mývatni. Við rötuðum eiginlega ekki neitt, þannig séð. Við vorum að leita að Grjótagjá, leynistað sem er algjör náttúruperla. Fengum leiðbeiningar frá heimamanni en við misskildum þær og löbbuðum um í klukkutíma í kolniðamyrkri,“ segir Davíð en félagarnir komust þó á leiðarenda. „Við fundum þetta á endanum. Rifnar gallabuxur, hvít úlpa orðin brún af mold, vélin að verða batteríslaus og svona en við höfðum bara gaman af því.“ Davíð segir þá leggja áherslu á að hafa gaman af hlutunum. „Við gerum bara það sem okkur dettur í hug, búum til ævintýri. Við reynum að fara á staði sem fólk hefur kannski ekki farið á áður og setjum svona okkar krydd á þetta.“ Illa farnir verða sýndir á Vísi og er fyrsti þátturinn væntanlegur í næstu viku. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr þættinum Illa farnir: Illa farnir Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira
„Við Arnar erum með framleiðslufyrirtækið Mint Productions og ég fór í ferðalag í sumar og það varð svona kveikjan að þáttunum. Ég var heillaður af því sem ég sá og það rann upp fyrir mér hvað ég veit í raun lítið um Ísland og það er ekki kúl,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson. Hann, ásamt Arnari Þór Þórssyni og Brynjólfi Löve, verður með vikulega sjónvarpsþætti á Vísi sem heita Illa farnir. „Það er svona tvöföld meining í þessu. Við erum alltaf að fara eitthvert og eftir ferðalögin erum við búnir að sofa lítið og verða kalt, svona pínu illa farnir,“ segir Davíð léttur í bragði um nafn þáttanna. „Við fórum í ferð um Suðurlandið og út úr því kom skemmtilegt myndband. Þegar við vorum búnir að klippa myndbandið spratt fram þessi hugmynd, að ferðast um allt Ísland. Svo fórum við bara af stað.“ Félagarnir stefna á að heimsækja alla landshluta í þáttunum. „Sumt er skipulagt og annað handahófskennt, við höfum allir gaman af því að detta inn á eitthvað algjörlega „random“," segir Davíð. „Seinustu helgi fórum við að Mývatni. Við rötuðum eiginlega ekki neitt, þannig séð. Við vorum að leita að Grjótagjá, leynistað sem er algjör náttúruperla. Fengum leiðbeiningar frá heimamanni en við misskildum þær og löbbuðum um í klukkutíma í kolniðamyrkri,“ segir Davíð en félagarnir komust þó á leiðarenda. „Við fundum þetta á endanum. Rifnar gallabuxur, hvít úlpa orðin brún af mold, vélin að verða batteríslaus og svona en við höfðum bara gaman af því.“ Davíð segir þá leggja áherslu á að hafa gaman af hlutunum. „Við gerum bara það sem okkur dettur í hug, búum til ævintýri. Við reynum að fara á staði sem fólk hefur kannski ekki farið á áður og setjum svona okkar krydd á þetta.“ Illa farnir verða sýndir á Vísi og er fyrsti þátturinn væntanlegur í næstu viku. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr þættinum Illa farnir:
Illa farnir Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Fleiri fréttir „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Sjá meira