Haukadalsá til SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 8. desember 2014 09:42 Lítið hefur verið að frétta af útboðsmálum í haust miðað við árið á undan en nokkrar ár hafa þó skipt um leigutaka. Álftá fór í útboð nýlega og kom á óvart að sjá að hæsta tilboðið var tvöfalt hærra en það næsta á eftir. Haukadalsá er einnig að skipta um leigutaka félögum SVFR til mikillar ánægju en félagið var lengi með Laxá í Dölum á leigu en hún fór til Hreggnasa fyrir liðið sumar svo félagið var án stórra ársvæða í dölunum þangað til núna þegar það tekur við Haukunni. Áin er feykilega skemmtileg og því mikill fengur fyrir félagið að fá hana í sitt úrval veiðisvæða fyrir næsta sumar. Hér er tilkynning frá SVFR: "Stangaveiðifélag Reykjavíkur og Veiðifélag Haukadalsár skrifuðu í dag undir samning um leigu á veiðirétti í Haukadalsá í Dölum. Áin er frábær viðbót við laxveiðiflóru félagsins. Veitt er á fimm stangir og hentar áin einstaklega vel fyrir góða og samstillta hópa. Haukadalsá er falleg og gjöful á. Veiðisvæði árinnar er um 8 km en merktir veiðistaðir eru 40 talsins. Veiði síðastliðið ár var 183 laxar en 25 ára meðalveiði er 735 laxar. Formenn félaganna, Árni Friðleifsson og Þórarinn Gunnarsson, skrifuðu undir samninginn í veiðihúsinu við Haukadalsá. Húsið er notalegt og vel búið, með 6 tveggja manna herbergjum sem hvert hefur sér baðherbergi með sturtuaðstöðu. Til viðbótar er auka sturta, sauna-klefi og heitur pottur. Fimm svæði eru í ánni og er veitt á einni stöng á hverju þeirra. Fjögur svæðanna eru í göngufæri frá veiðihúsinu og því gerist veiðin ekki þægilegri. Félagsmenn SVFR munu því geta sótt um veiðileyfi í Haukadalsá í almennri úthlutun veiðileyfa fyrir sumarið 2015 sem er að hefjast. Söluskrá félagsins er í lokafrágangi en frestur til að sækja um veiðileyfi hjá SVFR rennur út fimmtudaginn 8. janúar. Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa félagsins. Haukadalsá hentar einstaklega vel til fluguveiða. Veiðistaðir eru aðgengilegir og fjölbreyttir. Á svæðinu eru langar stórgrýttar breiður með jöfnu rennsli, hægrennandi breiður þar sem ómissandi er að strippa smáar flugur hratt í vatnsyfirborðinu, auk styttri og staumharðari hylja þar sem kjörið er að beita gáruaðferðinni. Áin er eftirlæti margra veiðimanna og það er sönn ánægja að bjóða félagsmönnum SVFR upp á þetta nýja veiðisvæði. Kvóti er einn lax á vakt og skal öllum laxi 70 sm og stærri sleppt. Enginn kvóti er á silungsveiði". Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Lítið hefur verið að frétta af útboðsmálum í haust miðað við árið á undan en nokkrar ár hafa þó skipt um leigutaka. Álftá fór í útboð nýlega og kom á óvart að sjá að hæsta tilboðið var tvöfalt hærra en það næsta á eftir. Haukadalsá er einnig að skipta um leigutaka félögum SVFR til mikillar ánægju en félagið var lengi með Laxá í Dölum á leigu en hún fór til Hreggnasa fyrir liðið sumar svo félagið var án stórra ársvæða í dölunum þangað til núna þegar það tekur við Haukunni. Áin er feykilega skemmtileg og því mikill fengur fyrir félagið að fá hana í sitt úrval veiðisvæða fyrir næsta sumar. Hér er tilkynning frá SVFR: "Stangaveiðifélag Reykjavíkur og Veiðifélag Haukadalsár skrifuðu í dag undir samning um leigu á veiðirétti í Haukadalsá í Dölum. Áin er frábær viðbót við laxveiðiflóru félagsins. Veitt er á fimm stangir og hentar áin einstaklega vel fyrir góða og samstillta hópa. Haukadalsá er falleg og gjöful á. Veiðisvæði árinnar er um 8 km en merktir veiðistaðir eru 40 talsins. Veiði síðastliðið ár var 183 laxar en 25 ára meðalveiði er 735 laxar. Formenn félaganna, Árni Friðleifsson og Þórarinn Gunnarsson, skrifuðu undir samninginn í veiðihúsinu við Haukadalsá. Húsið er notalegt og vel búið, með 6 tveggja manna herbergjum sem hvert hefur sér baðherbergi með sturtuaðstöðu. Til viðbótar er auka sturta, sauna-klefi og heitur pottur. Fimm svæði eru í ánni og er veitt á einni stöng á hverju þeirra. Fjögur svæðanna eru í göngufæri frá veiðihúsinu og því gerist veiðin ekki þægilegri. Félagsmenn SVFR munu því geta sótt um veiðileyfi í Haukadalsá í almennri úthlutun veiðileyfa fyrir sumarið 2015 sem er að hefjast. Söluskrá félagsins er í lokafrágangi en frestur til að sækja um veiðileyfi hjá SVFR rennur út fimmtudaginn 8. janúar. Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa félagsins. Haukadalsá hentar einstaklega vel til fluguveiða. Veiðistaðir eru aðgengilegir og fjölbreyttir. Á svæðinu eru langar stórgrýttar breiður með jöfnu rennsli, hægrennandi breiður þar sem ómissandi er að strippa smáar flugur hratt í vatnsyfirborðinu, auk styttri og staumharðari hylja þar sem kjörið er að beita gáruaðferðinni. Áin er eftirlæti margra veiðimanna og það er sönn ánægja að bjóða félagsmönnum SVFR upp á þetta nýja veiðisvæði. Kvóti er einn lax á vakt og skal öllum laxi 70 sm og stærri sleppt. Enginn kvóti er á silungsveiði".
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði