Volvo endurnýjar allan bílaflotann á næstu 4 árum Finnur Thorlacius skrifar 2. september 2014 09:33 Nýr Volvo XC90 og söluhæsta bílgerð Volvo, jepplingurinn XC60. Það hefur sannarlega ekki verið mikil endurnýjun bíla hjá Volvo á undanförnum árum. Eina bílgerðin, utan XC90 jeppans sem Volvo kynnti í síðustu viku, eftir að kínverska fyrirtækið Geeley keypti Volvo af Ford er V40 bíllinn. Á næstu fjórum árum verður aldeilis breyting á þessu, þar sem Volvo ætlar að endurnýja allar bílgerðir sínar. Þessum bílgerðum er hægt að skipta í 3 flokka, þ.e. S40, V40 og XC40, S60, V60 og XC60 og S90, V90 og XC90, sem þegar er kominn fram. S90 bíllinn á að taka við af núverandi S80 bíl og V90 tekur við af núverandi V70 bíl. Þá er XC40 glæný gerð og bætist í flokk smárra jepplinga, sem svo vinsælir eru nú um heim allan.Bera eingöngu tölurnar 40, 60 og 90 Þessi lína bíla frá Volvo er því ansi skýr og einföld en samanstendur aðeins af bílum sem bera stafina 40, 60 og 90. Því hverfur talan 70 úr bílalínu Volvo og með henni XC70 bíllinn sem XC60 mun leysa af hólmi. Volvo mun áfram framleiða R-Design útgáfur af bílum sínum og einnig kraftaútgáfur sumra af bílum sínum sem bera nafnið Polestar. Ekki er ljóst nú hve margar af þessum 9 bílgeðum fá þá meðhöndlun. Polestar útgáfur bílanna eiga að keppa við BMW M bílana, AMG bíla Mercedes Benz og RS bíla Audi. Ekki fer neinum sögum af cuope- eða blæjubílum af ofannefndum bílgerðum Volvo. Einnig fer engum sögum af framtíð Concept Coupe tilraunabíls Volvo, en margir bíða spenntir eftir framleiðslu hans, enda þykir hann einkar spennandi bíll í útliti.Metnarfullar söluáætlanir Volvo seldi innan við 400.000 bíla á síðasta ári en allt stefnir í 450.000 bíla sölu í ár. Á næsta ári ætlar Volvo að selja 500.000 bíla en stefnan á allra næstu árum er að framleiða 800.000 bíla á hverju ári. Það er brött áætlun en viðtökur undanfarið, sannfærandi áætlun Volvo og hrifning á nýjum bílum Volvo gæti gert þessa áætlun að veruleika. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent
Það hefur sannarlega ekki verið mikil endurnýjun bíla hjá Volvo á undanförnum árum. Eina bílgerðin, utan XC90 jeppans sem Volvo kynnti í síðustu viku, eftir að kínverska fyrirtækið Geeley keypti Volvo af Ford er V40 bíllinn. Á næstu fjórum árum verður aldeilis breyting á þessu, þar sem Volvo ætlar að endurnýja allar bílgerðir sínar. Þessum bílgerðum er hægt að skipta í 3 flokka, þ.e. S40, V40 og XC40, S60, V60 og XC60 og S90, V90 og XC90, sem þegar er kominn fram. S90 bíllinn á að taka við af núverandi S80 bíl og V90 tekur við af núverandi V70 bíl. Þá er XC40 glæný gerð og bætist í flokk smárra jepplinga, sem svo vinsælir eru nú um heim allan.Bera eingöngu tölurnar 40, 60 og 90 Þessi lína bíla frá Volvo er því ansi skýr og einföld en samanstendur aðeins af bílum sem bera stafina 40, 60 og 90. Því hverfur talan 70 úr bílalínu Volvo og með henni XC70 bíllinn sem XC60 mun leysa af hólmi. Volvo mun áfram framleiða R-Design útgáfur af bílum sínum og einnig kraftaútgáfur sumra af bílum sínum sem bera nafnið Polestar. Ekki er ljóst nú hve margar af þessum 9 bílgeðum fá þá meðhöndlun. Polestar útgáfur bílanna eiga að keppa við BMW M bílana, AMG bíla Mercedes Benz og RS bíla Audi. Ekki fer neinum sögum af cuope- eða blæjubílum af ofannefndum bílgerðum Volvo. Einnig fer engum sögum af framtíð Concept Coupe tilraunabíls Volvo, en margir bíða spenntir eftir framleiðslu hans, enda þykir hann einkar spennandi bíll í útliti.Metnarfullar söluáætlanir Volvo seldi innan við 400.000 bíla á síðasta ári en allt stefnir í 450.000 bíla sölu í ár. Á næsta ári ætlar Volvo að selja 500.000 bíla en stefnan á allra næstu árum er að framleiða 800.000 bíla á hverju ári. Það er brött áætlun en viðtökur undanfarið, sannfærandi áætlun Volvo og hrifning á nýjum bílum Volvo gæti gert þessa áætlun að veruleika.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent