Akur kaupir 30% hlut í Fáfni Offshore Haraldur Guðmundsson skrifar 8. desember 2014 07:00 Fyrsta skip Fáfnis Offshore, Polarsyssel, kostaði sjö milljarða króna og er dýrasta skip Íslandssögunnar. Mynd/Hayvard Framtakssjóðurinn Akur hefur keypt 30 prósenta hlut í Fáfni Offshore og er nú stærsti einstaki hluthafi fyrirtækisins. Með því er hlutafé aukið um 1.260 milljónir króna hjá Fáfni sem sérhæfir sig í þjónustu við olíu- og gasborpalla auk annarra verkefna á norðlægum slóðum. „Þessi hlutafjáraukning er ekki eyrnamerkt neinu ákveðnu verkefni heldur fer hún í að efla frekari sókn félagsins,“ segir Jóhannes Hauksson, framkvæmdastjóri framtakssjóðsins.Jóhannes HaukssonAkur er í eigu þrettán lífeyrissjóða, Íslandsbanka og VÍS. Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti eigandi Akurs með 19,9 prósenta hlut. Þar á eftir kemur Gildi – lífeyrissjóður með 15 prósent. Íslandsbanki á 14 prósenta hlut en aðrir hluthafar tíu prósent eða minna. „Þetta er mjög jákvætt og hluti af frekari framþróun og uppbyggingu félagsins en það er búið að fjárfesta í tveimur skipum,“ segir Hermann Már Þórisson, stjórnarformaður Fáfnis Offshore. Fyrsta skip fyrirtækisins, Polarsyssel sem var sjósett í Tyrklandi í mars síðastliðnum, er sérútbúið til að þjónusta olíuiðnaðinn og kostaði rúma sjö milljarða króna. Um mánuði síðar undirritaði Fáfnir tíu ára þjónustusamning við norska ríkið vegna verkefna við Svalbarða sem er metinn á um sex milljarða. Fyrirtækið hefur einnig keypt annað og stærra skip, sem nú er í smíðum, og gerði nýverið samning við Gazprom um að þjónusta olíuborpall rússneska fyrirtækisins í Pechora-hafi. Framtakssjóðurinn Akur var stofnaður í september í fyrra en fjárfestingargeta sjóðsins er upp á 7,3 milljarða króna. Hugmyndin um að fjárfesta í Fáfni kom að sögn Jóhannesar fyrst upp í febrúar síðastliðnum. „Við tókum endanlega ákvörðun í ágúst, með ákveðnum fyrirvörum, en kaupin gengu í gegn í lok nóvember. Við erum því nýkomnir um borð en okkur þykir þetta spennandi verkefni því Fáfnir starfar í bransa sem er þróaður á alþjóðavísu en er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar hér á Íslandi,“ segir Jóhannes. Tengdar fréttir Dýrasta skip Íslandssögunnar sjósett í gær Skipið er sérútbúið til að þjónusta olíuiðnaðinn í norðurhöfum, ekki síst til birgðaflutninga til og frá olíuborpöllum, er með þyrlupall og 850 fermetra þilfar. 2. mars 2014 15:51 Polarsyssel í stað Týs við Svalbarða Skip Fáfnis Offshore, Polarsyssel, hefur nú leyst af varðskipið Tý í eftirlits- og björgunarstörfum við Svalbarða. 23. september 2014 11:45 Fáfnir Offshore hefur samið við Gazprom Fáfnir Offshore hefur gengið frá samningi við Gazprom, stærsta fyrirtæki Rússlands og stærsta jarðgasvinnslufyrirtæki heims. 22. nóvember 2014 07:00 Kaupir stórskip knúið rafhlöðum Fáfnir Offshore hefur undirritað smíðasamning um smíði þjónustuskips fyrir olíuiðnaðinn, en skipið er annað í röð skipa félagsins. Fjárfestingin er þegar 14 milljarðar en viljayfirlýsing er um smíði þriðja skipsins. Skipin eru tækniundur og knúin til jafns af olíu og rafmagni. 23. apríl 2014 14:33 Fáfnir með sex milljarða samning á Svalbarða Varðskipið Týr er komið til Svalbarða til eftirlits- og björgunarstarfa við eyjarnar. Tíu ára þjónustusamningur Fáfnis Offshore við sýslumann Svalbarða skilar sex milljarða króna gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. 19. maí 2014 19:15 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Framtakssjóðurinn Akur hefur keypt 30 prósenta hlut í Fáfni Offshore og er nú stærsti einstaki hluthafi fyrirtækisins. Með því er hlutafé aukið um 1.260 milljónir króna hjá Fáfni sem sérhæfir sig í þjónustu við olíu- og gasborpalla auk annarra verkefna á norðlægum slóðum. „Þessi hlutafjáraukning er ekki eyrnamerkt neinu ákveðnu verkefni heldur fer hún í að efla frekari sókn félagsins,“ segir Jóhannes Hauksson, framkvæmdastjóri framtakssjóðsins.Jóhannes HaukssonAkur er í eigu þrettán lífeyrissjóða, Íslandsbanka og VÍS. Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti eigandi Akurs með 19,9 prósenta hlut. Þar á eftir kemur Gildi – lífeyrissjóður með 15 prósent. Íslandsbanki á 14 prósenta hlut en aðrir hluthafar tíu prósent eða minna. „Þetta er mjög jákvætt og hluti af frekari framþróun og uppbyggingu félagsins en það er búið að fjárfesta í tveimur skipum,“ segir Hermann Már Þórisson, stjórnarformaður Fáfnis Offshore. Fyrsta skip fyrirtækisins, Polarsyssel sem var sjósett í Tyrklandi í mars síðastliðnum, er sérútbúið til að þjónusta olíuiðnaðinn og kostaði rúma sjö milljarða króna. Um mánuði síðar undirritaði Fáfnir tíu ára þjónustusamning við norska ríkið vegna verkefna við Svalbarða sem er metinn á um sex milljarða. Fyrirtækið hefur einnig keypt annað og stærra skip, sem nú er í smíðum, og gerði nýverið samning við Gazprom um að þjónusta olíuborpall rússneska fyrirtækisins í Pechora-hafi. Framtakssjóðurinn Akur var stofnaður í september í fyrra en fjárfestingargeta sjóðsins er upp á 7,3 milljarða króna. Hugmyndin um að fjárfesta í Fáfni kom að sögn Jóhannesar fyrst upp í febrúar síðastliðnum. „Við tókum endanlega ákvörðun í ágúst, með ákveðnum fyrirvörum, en kaupin gengu í gegn í lok nóvember. Við erum því nýkomnir um borð en okkur þykir þetta spennandi verkefni því Fáfnir starfar í bransa sem er þróaður á alþjóðavísu en er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar hér á Íslandi,“ segir Jóhannes.
Tengdar fréttir Dýrasta skip Íslandssögunnar sjósett í gær Skipið er sérútbúið til að þjónusta olíuiðnaðinn í norðurhöfum, ekki síst til birgðaflutninga til og frá olíuborpöllum, er með þyrlupall og 850 fermetra þilfar. 2. mars 2014 15:51 Polarsyssel í stað Týs við Svalbarða Skip Fáfnis Offshore, Polarsyssel, hefur nú leyst af varðskipið Tý í eftirlits- og björgunarstörfum við Svalbarða. 23. september 2014 11:45 Fáfnir Offshore hefur samið við Gazprom Fáfnir Offshore hefur gengið frá samningi við Gazprom, stærsta fyrirtæki Rússlands og stærsta jarðgasvinnslufyrirtæki heims. 22. nóvember 2014 07:00 Kaupir stórskip knúið rafhlöðum Fáfnir Offshore hefur undirritað smíðasamning um smíði þjónustuskips fyrir olíuiðnaðinn, en skipið er annað í röð skipa félagsins. Fjárfestingin er þegar 14 milljarðar en viljayfirlýsing er um smíði þriðja skipsins. Skipin eru tækniundur og knúin til jafns af olíu og rafmagni. 23. apríl 2014 14:33 Fáfnir með sex milljarða samning á Svalbarða Varðskipið Týr er komið til Svalbarða til eftirlits- og björgunarstarfa við eyjarnar. Tíu ára þjónustusamningur Fáfnis Offshore við sýslumann Svalbarða skilar sex milljarða króna gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. 19. maí 2014 19:15 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Dýrasta skip Íslandssögunnar sjósett í gær Skipið er sérútbúið til að þjónusta olíuiðnaðinn í norðurhöfum, ekki síst til birgðaflutninga til og frá olíuborpöllum, er með þyrlupall og 850 fermetra þilfar. 2. mars 2014 15:51
Polarsyssel í stað Týs við Svalbarða Skip Fáfnis Offshore, Polarsyssel, hefur nú leyst af varðskipið Tý í eftirlits- og björgunarstörfum við Svalbarða. 23. september 2014 11:45
Fáfnir Offshore hefur samið við Gazprom Fáfnir Offshore hefur gengið frá samningi við Gazprom, stærsta fyrirtæki Rússlands og stærsta jarðgasvinnslufyrirtæki heims. 22. nóvember 2014 07:00
Kaupir stórskip knúið rafhlöðum Fáfnir Offshore hefur undirritað smíðasamning um smíði þjónustuskips fyrir olíuiðnaðinn, en skipið er annað í röð skipa félagsins. Fjárfestingin er þegar 14 milljarðar en viljayfirlýsing er um smíði þriðja skipsins. Skipin eru tækniundur og knúin til jafns af olíu og rafmagni. 23. apríl 2014 14:33
Fáfnir með sex milljarða samning á Svalbarða Varðskipið Týr er komið til Svalbarða til eftirlits- og björgunarstarfa við eyjarnar. Tíu ára þjónustusamningur Fáfnis Offshore við sýslumann Svalbarða skilar sex milljarða króna gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. 19. maí 2014 19:15