Lífið

52 ára móðir sló í gegn í uppistandinu

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Anna Þóra Björnsdóttir valdi uppistandið fram yfir bútasaumsnámskeið.
Anna Þóra Björnsdóttir valdi uppistandið fram yfir bútasaumsnámskeið. vísir/gva
„Það héldu allir að það hefði blætt inn á hausinn á mér þegar ég sagðist vera að fara á uppistandsnámskeið,“ segir Anna Þóra Björnsdóttir, 52 ára þriggja barna móðir og eigandi gleraugnaverslunarinnar Sjáðu.

Hún skellti sér á uppistandsnámskeið hjá Þorsteini Guðmundssyni og sló í gegn á lokakvöldinu sem var á fimmtudagskvöld. „Flestar konur á mínum aldri fara á námskeið í postulínsmálun eða að gera bútasaumsteppi. Ég hef bara engan áhuga á því,“ segir Anna og hlær.

Hún segir námskeiðið hafa verið alveg frábært og finnst mjög sorglegt að því sé lokið. Aðspurð hvort hún mæli með því að konur á hennar aldri fari á uppistandsnámskeið neitar hún því.

„Nei, ég mæli ekkert sérstaklega með þessu fyrir eldri konur, ekki frekar en þegar mælt var með því að ég færi á námskeið að læra að hekla eldhúsgardínur. Ef þú sérð hins vegar spaugilegu hliðarnar á lífinu þá mæli ég með þessu. Við eigum ekki að vera svona niðurnjörvaðar og staðlaðar. Maður má alveg fara í gylltar gallabuxur, fara upp á svið og segja brandara þótt maður sé 52 ára.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.