Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2025 10:31 Orri Árnason arkitekt og Magni Kristjánsson verkstjóri á stað eru stoltir af glænýju hóteli og íbúðarhúsi á Vatnsstíg, sem eru svo gott sem tilbúin. Arkitekt og verkstjóri á Vatnsstíg, þar sem nýtt hótel og íbúðarhús hafa gjörbreytt ásýnd götunnar, segja verkið eitt það allra erfiðasta sem þeir hafa ráðist í á ferlinum. Skipulag á reitnum hafi reynst afar flókið - og ekki má heldur gleyma mannlega þættinum. Skyggnst var inn í hótelið og íbúðarhúsið á Vatnsstíg í Íslandi í dag á Stöð 2 nú í vikunni. Innlitið má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Til viðtals voru Orri Árnason arkitekt og Magni Kristjánsson verkstjóri á stað, sem lýstu því báðir að þeir væru ósköp fegnir að nú sjái fyrir endann á framkvæmdunum. Verkefnið spannar nú heil sjö ár og hefur ekki alltaf verið dans á rósum, eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 sumarið 2022. „Jú, mjög fegnir og þetta hefur verið mjög erfitt verkefni,“ segir Magni. „Mjög flókið og svo er maður náttúrulega að reyna að halda öllum góðum. En það var ekki hægt, þegar maður var að fleyga var einhver óánægður og þegar ekki var verið að fleyga var annar íbúi óánægður. Mjög erfitt að halda öllum góðum en ég held að það sé sátt núna.“ „Þetta er búið að vera þungur baggi, mjög erfitt. Eitthvað erfiðasta verkefnið sem við höfum tekið okkur á hendur,“ segir Orri. „Langerfiðasta,“ skýtur Magni inn í. „Tengja saman ólíkar byggingar, á ólíkum hæðum og það þarf að tengja þetta allt þannig að þetta gangi upp. Þetta er búið að vera mjög snúið,“ segir Orri og bætir því við að byggingarstjóri verksins, sem hafði einnig yfirumsjón með byggingu Hörpu, hafi haft á orði að Vatnsstígsframkvæmdin væri mun flóknara verkefni. Heimsóknina á Vatnsstíg í Íslandi í dag má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Þáttinn má einnig nálgast á Stöð 2+, streymisveitu Stöðvar 2. Reykjavík Hótel á Íslandi Skipulag Tíska og hönnun Ísland í dag Arkitektúr Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Sjá meira
Skyggnst var inn í hótelið og íbúðarhúsið á Vatnsstíg í Íslandi í dag á Stöð 2 nú í vikunni. Innlitið má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Til viðtals voru Orri Árnason arkitekt og Magni Kristjánsson verkstjóri á stað, sem lýstu því báðir að þeir væru ósköp fegnir að nú sjái fyrir endann á framkvæmdunum. Verkefnið spannar nú heil sjö ár og hefur ekki alltaf verið dans á rósum, eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 sumarið 2022. „Jú, mjög fegnir og þetta hefur verið mjög erfitt verkefni,“ segir Magni. „Mjög flókið og svo er maður náttúrulega að reyna að halda öllum góðum. En það var ekki hægt, þegar maður var að fleyga var einhver óánægður og þegar ekki var verið að fleyga var annar íbúi óánægður. Mjög erfitt að halda öllum góðum en ég held að það sé sátt núna.“ „Þetta er búið að vera þungur baggi, mjög erfitt. Eitthvað erfiðasta verkefnið sem við höfum tekið okkur á hendur,“ segir Orri. „Langerfiðasta,“ skýtur Magni inn í. „Tengja saman ólíkar byggingar, á ólíkum hæðum og það þarf að tengja þetta allt þannig að þetta gangi upp. Þetta er búið að vera mjög snúið,“ segir Orri og bætir því við að byggingarstjóri verksins, sem hafði einnig yfirumsjón með byggingu Hörpu, hafi haft á orði að Vatnsstígsframkvæmdin væri mun flóknara verkefni. Heimsóknina á Vatnsstíg í Íslandi í dag má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Þáttinn má einnig nálgast á Stöð 2+, streymisveitu Stöðvar 2.
Reykjavík Hótel á Íslandi Skipulag Tíska og hönnun Ísland í dag Arkitektúr Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Sjá meira