Lífið

Drottning samfélagsmiðlanna

The Amanda Palmer Blog



Söngkonan Amanda Palmer er helmingur tvíeykisins Dresden Dolls en hefur einnig átt mikilli velgengni að fagna á sólóferli sínum.

Hún er þekkt fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum, en einnig fyrir að vera einstaklega útsmogin þegar kemur að notkun hennar á samfélagsmiðlum.

Hún á metið í að safna hæstu upphæð sem safnað hefur verið á Kickstarter fyrir útgáfu nýjustu plötu sinnar, 1,2 milljónum Bandaríkjadala, sem samsvarar tæpum 140 milljónum íslenskra króna.

Palmer er opinská og oft skemmtileg, stundum dónaleg á blogginu, auk þess sem hún getur kennt okkur hinum hvernig á að ganga um á samfélagsmiðlum – hún virðist allavega kunna að fanga athygli fólks þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.