Lífið

Fataskápurinn: Alexander Wang í uppáhaldi

Inga Gotta
Inga Gotta
Inga Kristrún Gottskálksdóttir, eða Inga Gotta, eins og hún er oftast kölluð, á verslunina Gottu á Laugavegi 7.

Lífið fékk að kíkja í fataskápinn hjá Ingu, þar sem Alexander Wang er í miklu uppáhaldi.

Alexander Wang-kjóll

Ég elska svona kasjúal kjóla sem eru flottir við strigaskó.

Ég verð alltaf að eiga einn svona í skápnum.



Alexander Wang Rocco-taskan

Þessi taska er uppáhaldsfylgihluturinn minn.

Mér finnst hún svo rokkuð og töff.

Alexander Wang-bolur 

Ég er með æði fyrir röndóttum bolum. 

Bolirnir frá Wang eru ómissandi og efnin eru svo skemmtileg.

Alexander Wang-hælaskór

Flottir skór sem ganga með öllum litum.

Góðir til að poppa upp beisikk dress.

Iphone-hulstrið

Þetta hulstur er algjör snilld.

Ég væri búin að rústa símanum ef ég væri ekki með það.

Svo skemmir ekki fyrir hvað það er flott.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.