Úkraínski stjörnufíkillinn sem kýldi Brad Pitt Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 31. maí 2014 11:30 Lögregluþjónar fjarlægja Vitalii af frumsýningu Maleficent. Vísir/Getty Úkraínski blaðamaðurinn Vitalii Sediuk er 25 ára og komst fyrst í kastljósið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið 2011 þegar hann rétti söngkonunni Madonnu vönd af brunahana þó að hann vissi fullvel að henni mislíkaði sú blómategund. Vakti það litla lukku hjá söngkonunni heimsfrægu. Síðan þá hefur hann gert í því að angra fræga fólkið á galaviðburðum, nú síðast í Los Angeles þann 28. maí þegar hann kýldi stórleikarann Brad Pitt á frumsýningu kvikmyndarinnar Maleficent. Vitalii vann fyrir úkraínsku sjónvarpsstöðina 1+1 en var rekinn fyrir nokkrum vikum síðan.Vitalii svindlaði sér upp á svið á Grammy-verðlaununum.Vitalii var dæmur í sex mánaða fangelsi þegar hann kom sér uppá svið á Grammy-verðlaununum í fyrra þegar söngkonan Adele tók við verðlaunum sínum sem besti sólólistamaðurinn. Náði Vitalii að tjá ást sína á söngkonunni í hljóðnemann í beinni útsendingu öllum að óvörum. Hann náði að forðast fangelsisvist með því að segjast ætla að haga sér í þrjú ár og stíga aldrei fæti inn í L.A. Live, hús sem hýsir Staples Center og Nokia Theatre - loforð sem hann hefur ekki staðið við. „Það eru aðeins tveir stórir viðburðir í L.A. Live á ári: Emmy- og Grammy-verðlaunin. Ég held að ég lifi af að sækja ekki þessa viðburði. Það er svo mikið að gerast í Los Angeles,“ sagði Vitalii í viðtali við Hollywood Reporter rétt eftir að hann slapp við fangelsisvistina.Úkraínski sprelligosinn gróf andlit sitt í kjöltu leikarans Leonardo DiCaprio á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Santa Barbara í febrúar á þessu ári.„Tilgangur minn er að skemmta fólki og sýna aðra hlið á fræga fólkinu. Ég er ekki geðveikur. Ég hugsa bara öðruvísi,“ bætti hann við. Stuttu eftir Grammy-verðlaunin reyndi hann að komast inn á Óskarsverðlaunahátíð í svanakjól í anda Bjarkar okkar Guðmundsdóttur en var handtekinn af lögregluþjónum áður en hann komst á rauða dregilinn. Fjölmiðlar víðs vegar um heiminn eru lítt hrifnir af Vitalii. Vulture hefur líst honum sem Borat án gáfna og gríns en Uproxx hefur gengið svo langt og kallað hann viðrini. Þá hefur The Wire kallað hann mennskt rusl. Breska ritið Daily Mail lítur á hann sem plágu á rauða dreglinum.Vitalii reyndi að komast inn á MET-ballið í New York í maí á þessu ári í Borat-búning.Eftir athæfi hans á frumsýningu Maleficent var Vitalii handtekinn og settur í gæsluvarðhald. Þá fékk Brad Pitt einnig lögbann á Vitalii en lögfræðingur hans, Anthony Willoughby segir í samtali við AP-fréttastofuna að Vitalii sé ekki hættulegur. „Hann er ekki ofbeldisfullur. Hann er afslappaður, ungur maður.“ Blaðafulltrúinn Christa Sherck vann með Vitalii síðustu tvö ár en hefur nú slitið öllum tengslum við hann. „Þetta er meira en stríðni. Þetta hefur ekki lengur skemmtanagildi,“ segir hún í viðtali við AP-fréttastofuna. Það er því spurning hvort Vitalii þurfi nú að afplána fangelsisdóm, bæði fyrir líkamsárás á Brad Pitt og fyrir að svíkja fyrrnefnt loforð eftir Grammy-verðlaunin. Hér hangir hann á fæti leikarans Bradley Cooper á Screen Actors Guild-verðlaunahátíðinni. Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Sjá meira
Úkraínski blaðamaðurinn Vitalii Sediuk er 25 ára og komst fyrst í kastljósið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið 2011 þegar hann rétti söngkonunni Madonnu vönd af brunahana þó að hann vissi fullvel að henni mislíkaði sú blómategund. Vakti það litla lukku hjá söngkonunni heimsfrægu. Síðan þá hefur hann gert í því að angra fræga fólkið á galaviðburðum, nú síðast í Los Angeles þann 28. maí þegar hann kýldi stórleikarann Brad Pitt á frumsýningu kvikmyndarinnar Maleficent. Vitalii vann fyrir úkraínsku sjónvarpsstöðina 1+1 en var rekinn fyrir nokkrum vikum síðan.Vitalii svindlaði sér upp á svið á Grammy-verðlaununum.Vitalii var dæmur í sex mánaða fangelsi þegar hann kom sér uppá svið á Grammy-verðlaununum í fyrra þegar söngkonan Adele tók við verðlaunum sínum sem besti sólólistamaðurinn. Náði Vitalii að tjá ást sína á söngkonunni í hljóðnemann í beinni útsendingu öllum að óvörum. Hann náði að forðast fangelsisvist með því að segjast ætla að haga sér í þrjú ár og stíga aldrei fæti inn í L.A. Live, hús sem hýsir Staples Center og Nokia Theatre - loforð sem hann hefur ekki staðið við. „Það eru aðeins tveir stórir viðburðir í L.A. Live á ári: Emmy- og Grammy-verðlaunin. Ég held að ég lifi af að sækja ekki þessa viðburði. Það er svo mikið að gerast í Los Angeles,“ sagði Vitalii í viðtali við Hollywood Reporter rétt eftir að hann slapp við fangelsisvistina.Úkraínski sprelligosinn gróf andlit sitt í kjöltu leikarans Leonardo DiCaprio á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Santa Barbara í febrúar á þessu ári.„Tilgangur minn er að skemmta fólki og sýna aðra hlið á fræga fólkinu. Ég er ekki geðveikur. Ég hugsa bara öðruvísi,“ bætti hann við. Stuttu eftir Grammy-verðlaunin reyndi hann að komast inn á Óskarsverðlaunahátíð í svanakjól í anda Bjarkar okkar Guðmundsdóttur en var handtekinn af lögregluþjónum áður en hann komst á rauða dregilinn. Fjölmiðlar víðs vegar um heiminn eru lítt hrifnir af Vitalii. Vulture hefur líst honum sem Borat án gáfna og gríns en Uproxx hefur gengið svo langt og kallað hann viðrini. Þá hefur The Wire kallað hann mennskt rusl. Breska ritið Daily Mail lítur á hann sem plágu á rauða dreglinum.Vitalii reyndi að komast inn á MET-ballið í New York í maí á þessu ári í Borat-búning.Eftir athæfi hans á frumsýningu Maleficent var Vitalii handtekinn og settur í gæsluvarðhald. Þá fékk Brad Pitt einnig lögbann á Vitalii en lögfræðingur hans, Anthony Willoughby segir í samtali við AP-fréttastofuna að Vitalii sé ekki hættulegur. „Hann er ekki ofbeldisfullur. Hann er afslappaður, ungur maður.“ Blaðafulltrúinn Christa Sherck vann með Vitalii síðustu tvö ár en hefur nú slitið öllum tengslum við hann. „Þetta er meira en stríðni. Þetta hefur ekki lengur skemmtanagildi,“ segir hún í viðtali við AP-fréttastofuna. Það er því spurning hvort Vitalii þurfi nú að afplána fangelsisdóm, bæði fyrir líkamsárás á Brad Pitt og fyrir að svíkja fyrrnefnt loforð eftir Grammy-verðlaunin. Hér hangir hann á fæti leikarans Bradley Cooper á Screen Actors Guild-verðlaunahátíðinni.
Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Sjá meira