Íslensk stúlka leitar ömmu sinnar í Túnis Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 4. febrúar 2014 20:30 Þórdís ber Túnis vel söguna en getur þó ekki hugsað sér að búa þar. vísir/getty/facebook Þórdís Nadia Semichat, magadanskennari og nemandi við Listaháskóla Íslands, er stödd í Túnis þar sem hún er í starfsnámi fram á vor. Föðuramma hennar býr í Túnisborg og segir Þórdís frá því á bloggsíðu sinni þegar hún reyndi að hafa uppi á henni. „Þetta er stór og mikilvæg ákvörðun sem ég þurfti að taka,“ skrifar Þórdís. „Sérstaklega í ljósi þess að ég hef aldrei hitt ömmu mína áður eða talað við hana. Saga föðurfjölskyldu minnar er mjög flókin og að mörgu leyti dularfull fyrir mér.“ Vísir spjallaði við Þórdísi síðdegis í gær en hún gerði fyrstu tilraun til að hitta ömmu sína á mánudag. Degi áður hafði Þórdís ásamt vini sínum reynt að fá far með leigubíl til hverfisins sem amma hennar býr í. Leigubílstjórinn neitaði þar sem farið var að dimma og hann vildi ekki leggja sjálfan sig og farþegana í hættu. „Hún býr í fátæka hluta hverfisins og það er ekki mælt með því að maður fari þangað að kvöldi til,“ segir Þórdís í samtali við Vísi. Því reyndi hún aftur í gær. „Við vorum vör um okkur þar sem það er rosalega mikil fátækt hérna og mikið af fólki. Ef það sér að við erum ríkari en þau gætu þau reynt að gera eitthvað.“ Förin gekk þó áfallalaust fyrir sig og eftir nokkra leit komust Þórdís og vinur hennar að því hvar hús ömmu hennar væri. „Hver einasta eldri kona sem gekk framhjá mér skoðaði ég gaumgæfulega til að sjá hvort að hún líktist mér á einhvern hátt,“ skrifar Þórdís á bloggsíðu sína, en þegar nær dró heimili ömmu hennar fór hún að finna fyrir stressi. „Það rann upp fyrir mér að ég væri í alvörunni að fara að hitta ömmu mína sem ég hafði ekki einu sinni séð áður.“Útsýni yfir Túnisborg.mynd/þórdís nadiaIllt í hjartanu eftir að hún leit inn um gluggann Þórdís spurði afgreiðslumann í sjoppu hvort hann kannaðist við nafn ömmu sinnar og fékk leiðbeiningar að húsi hennar. En amma Þórdísar var ekki heima. „Nágrannakona hennar sagði að hún væri nánast alltaf heima en færi stundum í göngutúra,“ segir Þórdís í samtali við Vísi. Hún segir glugga hússins hafa verið opinn og að vel hafi sést inn í íbúðina. „Ég sá bara hvernig hún lifir og það tók á að sjá að hún býr bara ein og hefur engan að. Hún er greinilega mjög fátæk og á engin húsgögn eða neitt,“ segir Þórdís og bætir því við að hún hafi ekki hugmynd um hvernig manneskja hún sé. „Því lengur sem ég horfði inn um íbúðina því skýrara sá ég fyrir mér hvernig líf hennar er,“ skrifar Þórdís. Hún ætlar að reyna aftur að heimsækja ömmu sína á föstudaginn en segir að sér hafi verið illt í hjartanu eftir að hún leit inn um gluggann. „Við ákváðum að bíða eftir henni. Meðan ég beið velti ég því fyrir mér hvort að hún vissi að ég væri til og hvort að hún viti hvað ég heiti. Kannski veit hún það og hefur beðið eftir þessum degi í áraraðir, kannski er henni alveg sama,“ skrifar Þórdís, en hún beið eftir ömmu sinni í um það bil 40 mínútur áður en hún ákvað að ganga til baka. „Við sáum hana ekki og fórum upp í bílinn. Þegar bíllinn keyrði af stað fann ég fyrir óbærilegri sorg og sektarkennd. Ég horfði á eftir hverfinu meðan tárin streymdu niður.“Margar óskrifaðar reglur Þórdís ber Túnis vel söguna en hún hefur komið þangað tvisvar sinnum áður. Þetta er þó í fyrsta sinn sem hún dvelur utan ferðamannastaða. „Það er mjög gott að vera hérna en það er mikið af óskrifuðum reglum sem maður þarf að fylgja,“ segir Þórdís við fréttamann. Hún segir fólkið sem hún umgengst mest vera mjög frjálslynt en sums staðar sé viðmótið annað. „Það er til dæmis allt í lagi fyrir konur að reykja á kaffihúsum en það er horft á mig með fyrirlitningu ef ég kveiki mér í sígarettu úti á götu. Það er ekkert mál þegar karlmenn gera það en ef kona gerir það þá er eitthvað að henni. Þetta eru svona litlir hlutir. Til dæmis er ég eiginlega alltaf í fylgd með karlmanni og það er aldrei talað beint við mig heldur í gegn um hann.“ Aðspurð hvort hún gæti hugsað sér að búa í Túnis segir Þórdís halda ekki. „Nei ég held að ég myndi ekki vilja búa hérna. Það er of mikið óréttlæti gagnvart öllum.“ Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Þórdís Nadia Semichat, magadanskennari og nemandi við Listaháskóla Íslands, er stödd í Túnis þar sem hún er í starfsnámi fram á vor. Föðuramma hennar býr í Túnisborg og segir Þórdís frá því á bloggsíðu sinni þegar hún reyndi að hafa uppi á henni. „Þetta er stór og mikilvæg ákvörðun sem ég þurfti að taka,“ skrifar Þórdís. „Sérstaklega í ljósi þess að ég hef aldrei hitt ömmu mína áður eða talað við hana. Saga föðurfjölskyldu minnar er mjög flókin og að mörgu leyti dularfull fyrir mér.“ Vísir spjallaði við Þórdísi síðdegis í gær en hún gerði fyrstu tilraun til að hitta ömmu sína á mánudag. Degi áður hafði Þórdís ásamt vini sínum reynt að fá far með leigubíl til hverfisins sem amma hennar býr í. Leigubílstjórinn neitaði þar sem farið var að dimma og hann vildi ekki leggja sjálfan sig og farþegana í hættu. „Hún býr í fátæka hluta hverfisins og það er ekki mælt með því að maður fari þangað að kvöldi til,“ segir Þórdís í samtali við Vísi. Því reyndi hún aftur í gær. „Við vorum vör um okkur þar sem það er rosalega mikil fátækt hérna og mikið af fólki. Ef það sér að við erum ríkari en þau gætu þau reynt að gera eitthvað.“ Förin gekk þó áfallalaust fyrir sig og eftir nokkra leit komust Þórdís og vinur hennar að því hvar hús ömmu hennar væri. „Hver einasta eldri kona sem gekk framhjá mér skoðaði ég gaumgæfulega til að sjá hvort að hún líktist mér á einhvern hátt,“ skrifar Þórdís á bloggsíðu sína, en þegar nær dró heimili ömmu hennar fór hún að finna fyrir stressi. „Það rann upp fyrir mér að ég væri í alvörunni að fara að hitta ömmu mína sem ég hafði ekki einu sinni séð áður.“Útsýni yfir Túnisborg.mynd/þórdís nadiaIllt í hjartanu eftir að hún leit inn um gluggann Þórdís spurði afgreiðslumann í sjoppu hvort hann kannaðist við nafn ömmu sinnar og fékk leiðbeiningar að húsi hennar. En amma Þórdísar var ekki heima. „Nágrannakona hennar sagði að hún væri nánast alltaf heima en færi stundum í göngutúra,“ segir Þórdís í samtali við Vísi. Hún segir glugga hússins hafa verið opinn og að vel hafi sést inn í íbúðina. „Ég sá bara hvernig hún lifir og það tók á að sjá að hún býr bara ein og hefur engan að. Hún er greinilega mjög fátæk og á engin húsgögn eða neitt,“ segir Þórdís og bætir því við að hún hafi ekki hugmynd um hvernig manneskja hún sé. „Því lengur sem ég horfði inn um íbúðina því skýrara sá ég fyrir mér hvernig líf hennar er,“ skrifar Þórdís. Hún ætlar að reyna aftur að heimsækja ömmu sína á föstudaginn en segir að sér hafi verið illt í hjartanu eftir að hún leit inn um gluggann. „Við ákváðum að bíða eftir henni. Meðan ég beið velti ég því fyrir mér hvort að hún vissi að ég væri til og hvort að hún viti hvað ég heiti. Kannski veit hún það og hefur beðið eftir þessum degi í áraraðir, kannski er henni alveg sama,“ skrifar Þórdís, en hún beið eftir ömmu sinni í um það bil 40 mínútur áður en hún ákvað að ganga til baka. „Við sáum hana ekki og fórum upp í bílinn. Þegar bíllinn keyrði af stað fann ég fyrir óbærilegri sorg og sektarkennd. Ég horfði á eftir hverfinu meðan tárin streymdu niður.“Margar óskrifaðar reglur Þórdís ber Túnis vel söguna en hún hefur komið þangað tvisvar sinnum áður. Þetta er þó í fyrsta sinn sem hún dvelur utan ferðamannastaða. „Það er mjög gott að vera hérna en það er mikið af óskrifuðum reglum sem maður þarf að fylgja,“ segir Þórdís við fréttamann. Hún segir fólkið sem hún umgengst mest vera mjög frjálslynt en sums staðar sé viðmótið annað. „Það er til dæmis allt í lagi fyrir konur að reykja á kaffihúsum en það er horft á mig með fyrirlitningu ef ég kveiki mér í sígarettu úti á götu. Það er ekkert mál þegar karlmenn gera það en ef kona gerir það þá er eitthvað að henni. Þetta eru svona litlir hlutir. Til dæmis er ég eiginlega alltaf í fylgd með karlmanni og það er aldrei talað beint við mig heldur í gegn um hann.“ Aðspurð hvort hún gæti hugsað sér að búa í Túnis segir Þórdís halda ekki. „Nei ég held að ég myndi ekki vilja búa hérna. Það er of mikið óréttlæti gagnvart öllum.“
Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira