Land Rover á beltum í miðbænum Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2014 15:39 Tekur sig vel út í miðbænum. Vilhelm Eins og greint var frá hér í gær eru margir Land Rover jeppar staddir hér á landi vegna blaðamannakynningar á nýjum jeppa frá Land Rover. Ekki eru það eingöngu jeppar af þeirri nýju gerð sem kynnt er, Land Rover Discovery Sport, heldur einnig aðrar gerðir Land Rover og Range Rover bíla. Einn þeirra er þessi óvenjulegi Land Rover Defender á beltum, sem sést hér á ferð í miðbænum í dag. Leiða má getum að því að ekki hafi viðrað í dag fyrir fjallaferðir með þá blaðamenn sem nú eru staddir hér á landi og því hafi verið brugðið á það ráð að skreppa bara í bæinn og viðra bílana aðeins í leiðinni. Vafalaust hefur þá verið skemmtilegast að aka honum þessum, þó svo hann sé vanur erfiðari færð. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent
Eins og greint var frá hér í gær eru margir Land Rover jeppar staddir hér á landi vegna blaðamannakynningar á nýjum jeppa frá Land Rover. Ekki eru það eingöngu jeppar af þeirri nýju gerð sem kynnt er, Land Rover Discovery Sport, heldur einnig aðrar gerðir Land Rover og Range Rover bíla. Einn þeirra er þessi óvenjulegi Land Rover Defender á beltum, sem sést hér á ferð í miðbænum í dag. Leiða má getum að því að ekki hafi viðrað í dag fyrir fjallaferðir með þá blaðamenn sem nú eru staddir hér á landi og því hafi verið brugðið á það ráð að skreppa bara í bæinn og viðra bílana aðeins í leiðinni. Vafalaust hefur þá verið skemmtilegast að aka honum þessum, þó svo hann sé vanur erfiðari færð.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent