Sex mánaða bið eftir BMW i3 Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2014 10:42 BMW i3 tvinnbíllinn. Svo mikil eftirspurn er eftir tvinnbílnum i3 frá BMW að kaupendur hans þurfa að bíða í 6 mánuði eftir því að fá bílinn í hendur. Nú þegar eru 11.000 pantanir komnar í bílinn, en ekki er hafin sala á honum í Asíu og mun svo ekki verða fyrr en í sumar. BMW hóf að taka við pöntunum í BMW i3 í nóvember og er eftirspurnin miklu meiri en BMW menn þorðu að vona. Um 80% þeirra sem pantað hafa bílinn áttu ekki BMW bíl áður. Bíllinn er framleiddur í Leipzig í Þýskalandi og svo gæti farið að BMW verði að auka framleiðsluna, en verksmiðjan þar ræður nú ekki við að framleiða meira en 10.000 bíla á ári. Næsti tvinnbíll sem væntanlegur er frá BMW er i8 sportbílinn og hefst sala á honum í vor. Er hann miklu dýrari bíll svo ekki er að vænta jafn margra áhugasamra kaupenda hans þó áhuginn sé greinilega mikill. BMW áformar ekki framleiðslu fleiri svona bíla, þ.e. ekki fyrr en fyrirtækið hefur áttað sig á viðvarandi eftirspurn á þessum tveimur bílum. Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent
Svo mikil eftirspurn er eftir tvinnbílnum i3 frá BMW að kaupendur hans þurfa að bíða í 6 mánuði eftir því að fá bílinn í hendur. Nú þegar eru 11.000 pantanir komnar í bílinn, en ekki er hafin sala á honum í Asíu og mun svo ekki verða fyrr en í sumar. BMW hóf að taka við pöntunum í BMW i3 í nóvember og er eftirspurnin miklu meiri en BMW menn þorðu að vona. Um 80% þeirra sem pantað hafa bílinn áttu ekki BMW bíl áður. Bíllinn er framleiddur í Leipzig í Þýskalandi og svo gæti farið að BMW verði að auka framleiðsluna, en verksmiðjan þar ræður nú ekki við að framleiða meira en 10.000 bíla á ári. Næsti tvinnbíll sem væntanlegur er frá BMW er i8 sportbílinn og hefst sala á honum í vor. Er hann miklu dýrari bíll svo ekki er að vænta jafn margra áhugasamra kaupenda hans þó áhuginn sé greinilega mikill. BMW áformar ekki framleiðslu fleiri svona bíla, þ.e. ekki fyrr en fyrirtækið hefur áttað sig á viðvarandi eftirspurn á þessum tveimur bílum.
Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent