Vonandi hafa börnin þolinmæði fyrir flakkinu Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. september 2014 13:00 Elísabet Ronaldsdóttir. Vísir/Stefán Elísabet Ronaldsdóttir hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri fyrir vinnu sína sem klippari. Hún hefur meðal annars klippt myndir á borð við Contraband, Mýrina og svo mætti lengi telja, en hún hefur verið einn nánasti samstarfsmaður Baltasars Kormáks undanfarin ár. Elísabet er tiltölulega nýlent frá Los Angeles, þar sem hún hefur dvalið síðastliðna tíu mánuði við eftirvinnslu á kvikmyndinni John Wick, með Keanu Reeves í aðalhlutverki. Elísabet hefur nóg á sinni könnu, en auk þess að vera eftirsótt í starfi sínu rekur hún sjö manna heimili, hund, kött og fiska. Þannig koma vel launuð verkefni í Hollywood sér vel. „Þetta tók meiri tíma en ég hafði hugsað, af því að ég skildi börnin bara ein eftir heima,“ segir Elísabet og grettir sig. „Nei, ég segi svona. Ég gerði það auðvitað í góðu samráði við þau. Ég ætlaði að koma aftur heim í apríl, en það varð ekki fyrr en í ágúst,“ heldur hún áfram. „En það kom líka upp pattstaða í bandaríska þinginu vegna fjárlaga og enga þjónustu hægt að fá hjá opinberum stofnunum. Ég var með atvinnuleyfi í passanum mínum frá HBO, eftir að hafa unnið fyrir þá sumarið áður, og komst út á því, en vegna þess að allt var í lamasessi fékkst atvinnuleyfið mitt fyrir John Wick ekki afgreitt. Það varð ekki eingöngu til þess að ég var kyrrsett og gat ekki ferðast úr landinu, heldur var ekki hægt að borga mér laun eða dagpeninga fyrr en búið að var að koma öllum löggiltum pappírum til skila“ rifjar Elísabet upp. „Ég átti ekki krónu. Þannig að ég var alltaf í vinnunni því þar var matur og drykkur, en það var, eftir á að hyggja, alveg brjálæðislega fyndið að vera með tvo aðstoðarmenn en eiga ekki fyrir bolla á kaffihúsi. Þetta er svosem ekki í fyrsta sinn sem ég hef verið blönk, en ég hef aldrei verið jafn dugleg að fylgjast með amerískri pólítík,“ segir Elísabet, létt í bragði.Hvað er ég að gera hérna? Elísabet hefur ferðast víða undanfarin misseri vegna vinnu sinnar og hefur þegar skapað sér nafn í Hollywood. Ásamt því að hafa átt í nánu samstarfi við Baltasar Kormák, er Elísabet á mála hjá stórri umboðsskrifstofu sem hefur höfuðstöðvar sínar í LA, William Morris Endeavor. „Þegar við vorum að vinna Contraband, og stödd í Los Angeles, hitti ég Dody Dorn sem er ein af mínum uppáhaldsklippurum og klippti meðal annars Memento. Við spjölluðum saman yfir kvöldmat, og án minnar vitundar hringir hún í umboðsskrifstofuna sína og segir þeim frá mér. Nokkru síðar er ég stödd í London og fæ símtal frá þessari skrifstofu og er boðuð á fund. Það vildi þannig til að ég var á leiðinni til LA og var bókuð á hóteli sem reyndist vera við hliðina á umboðsskrifstofunni. Þannig að ég skoppa yfir en vissi svo sem ekkert um hvað fundurinn átti að snúast. Ég þekkti ekkert þennan umboðsmannakúltúr. Ég mætti bara og sat á biðstofu sem var stærri en íbúð meðalstórrar fjölskyldu í Reykjavík. Það var ekkert þarna inni nema sófi, glerborð og marmari. Og ég hugsaði með mér: Hvað er ég að gera hérna?“ segir Elísabet og hlær.Kunni ekki leikreglurnar „Svo fer ég inn og spjalla við þessa umboðsmenn. Ég vissi ekkert hvort ég átti að biðja þá um eitthvað eða þeir mig. Ég kunni ekki leikreglurnar. En svo endaði þetta þannig að við horfðum hvert á annað og þeir sögðu: Ef þú vilt vera með, þá ertu með.“ Elísabet segir allt verða auðveldara með svona stóra umboðsskrifstofu á bak við sig. „Til dæmis hafði hún burði til að taka atvinnuleyfið mitt á sig þannig að nú er einfaldara fyrir mig að fara út og vinna þar sem leyfið er ekki lengur bundið ákveðnum verkefnum. Það dregur auðvitað úr tækifærum mínum hvað það er dýrt að fá mig út – fyrir utan flugið og uppihaldið, þá kostar atvinnuleyfið hátt í milljón og jafnvel í Hollywood-mynd er það kostnaður sem horft er í. WME gera líka stundum einhvers konar „pakkadíla“ – þannig að ég gæti fylgt með í kaupunum á einhverjum leikstjóra, eða tökumanni sem er líka á mála hjá þeim, en auðvitað er maður aldrei ráðinn nema að leikstjóri og framleiðendur hafi trú á að maður valdi verkinu,“ segir Elísabet, „þá er metið hvað maður getur lagt huglægt til verksins út frá sýn leikstjóra. Það eru nefnilega engar Eddur eða Óskarar veittar fyrir lipurð á takkaborð þó margir vilji misskilja framlag klippara sem tæknivinnu.“Auðvitað viss nördaháttur „Ég hef gaman af hasarmyndum þó mér finnist alltaf jafn mikilvægt að sögur séu karakterdrifnar. Það sem mér finnst þó mest spennandi er þegar ólíkir straumar í kvikmyndagerð mætast. Mér þætti gaman að fá að klippa evrópskt þunglyndisdrama með sömu áherslum og má finna í kung fu-myndum. Kvikmyndafusion,“ segir Elísabet og hlær. John Wick, sem er svona hefðbundin hasarmynd, nálgaðist ég sem blöndu af fornsögunum og dansmynd,“ útskýrir hún. „Og það er það sem við leikstjóri kvikmyndarinnar John Wick vorum svo sammála um, að nálgast hana tilfinningalega í klippinu og þyngja kjölinn. Og talandi um dans, ef við tökum Brúðgumann eða Mýrina, eru þar senur sem ég klippti eins og stuttar dansmyndir,“ segir Elísabet. „En svo tekur kannski enginn eftir því, eða finnst það eitthvað sérstaklega merkilegt. Þetta er auðvitað viss nördaháttur.“Ekki flókið reikningsdæmi En verkefnin eru jafn mismunandi og þau eru mörg og það er margt ólíkt við það að vinna sem klippari í Hollywood og sem kvikmyndagerðarmaður á Íslandi. „Ég nýt þess til dæmis að vinna með Baltasar því í vinnu sem byggist á áralöngu samstarfi getur maður farið að teygja sig lengra og ýtt sér auðveldlegar út fyrir ramma. Það er það sem ég brenn fyrir. Auðvitað langar mig að fara út og gera fleiri myndir og ástæðan fyrir því er ekki sú að ég njóti þess ekki að gera íslenskar bíómyndir. Það er alveg jafn spennandi að vinna þær sögur, en þetta er eins og að fara út í nám. Þú ert að kynnast fólki sem hefur svo ótrúlega reynslu og þekkingu í faginu að það eru svo mikil verðmæti að sækja. Fyrir mér er það góður skóli, því ég vil heldur ekki staðna. Um leið og ég held að ég sé búin að læra allt, þá get ég farið og fundið mér eitthvað annað að gera. En málið er heldur ekkert flóknara en það að ég er með sjö manna heimili, hund, kött og þrjá fiska. Að fá laun fyrir stóra erlenda bíómynd versus litla, íslenska, dásamlega bíómynd er ekki flókið reikningsdæmi fyrir mig. Þessi börn þurfa að borða og ég get ekki fætt þau á því að það sé svo mikilvægt að hlúa að íslenskri kvikmyndagerð. Það væri auðvitað lúxus að þurfa ekki að horfa í peninginn. Því íslensk kvikmyndagerð stendur mér nærri og þaðan er ég sprottin. Ég væri ekki að fá þau tækifæri sem ég er að fá núna nema vegna þess hvað ég hef lært hérna heima,“ útskýrir Elísabet. En svo getur maður farið fyrir horn og allt í einu er allt er breytt. Vonandi fæ ég áfram að klippa kvikmyndir og vonandi hafa börnin áfram þolinmæði fyrir þessu flakki. Auðvitað leita sumir að æðri tilgangi í lífinu og öll viljum við setja tilveru okkar í samhengi og vera ábyrgðarfull, en stundum, til að halda góðu geði, verður maður að hleypa sínum eigin Forrest Gump að og skokka þetta áfram, ligeglad, nartandi í konfektið,“ segir Elísabet að lokum. Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Elísabet Ronaldsdóttir hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri fyrir vinnu sína sem klippari. Hún hefur meðal annars klippt myndir á borð við Contraband, Mýrina og svo mætti lengi telja, en hún hefur verið einn nánasti samstarfsmaður Baltasars Kormáks undanfarin ár. Elísabet er tiltölulega nýlent frá Los Angeles, þar sem hún hefur dvalið síðastliðna tíu mánuði við eftirvinnslu á kvikmyndinni John Wick, með Keanu Reeves í aðalhlutverki. Elísabet hefur nóg á sinni könnu, en auk þess að vera eftirsótt í starfi sínu rekur hún sjö manna heimili, hund, kött og fiska. Þannig koma vel launuð verkefni í Hollywood sér vel. „Þetta tók meiri tíma en ég hafði hugsað, af því að ég skildi börnin bara ein eftir heima,“ segir Elísabet og grettir sig. „Nei, ég segi svona. Ég gerði það auðvitað í góðu samráði við þau. Ég ætlaði að koma aftur heim í apríl, en það varð ekki fyrr en í ágúst,“ heldur hún áfram. „En það kom líka upp pattstaða í bandaríska þinginu vegna fjárlaga og enga þjónustu hægt að fá hjá opinberum stofnunum. Ég var með atvinnuleyfi í passanum mínum frá HBO, eftir að hafa unnið fyrir þá sumarið áður, og komst út á því, en vegna þess að allt var í lamasessi fékkst atvinnuleyfið mitt fyrir John Wick ekki afgreitt. Það varð ekki eingöngu til þess að ég var kyrrsett og gat ekki ferðast úr landinu, heldur var ekki hægt að borga mér laun eða dagpeninga fyrr en búið að var að koma öllum löggiltum pappírum til skila“ rifjar Elísabet upp. „Ég átti ekki krónu. Þannig að ég var alltaf í vinnunni því þar var matur og drykkur, en það var, eftir á að hyggja, alveg brjálæðislega fyndið að vera með tvo aðstoðarmenn en eiga ekki fyrir bolla á kaffihúsi. Þetta er svosem ekki í fyrsta sinn sem ég hef verið blönk, en ég hef aldrei verið jafn dugleg að fylgjast með amerískri pólítík,“ segir Elísabet, létt í bragði.Hvað er ég að gera hérna? Elísabet hefur ferðast víða undanfarin misseri vegna vinnu sinnar og hefur þegar skapað sér nafn í Hollywood. Ásamt því að hafa átt í nánu samstarfi við Baltasar Kormák, er Elísabet á mála hjá stórri umboðsskrifstofu sem hefur höfuðstöðvar sínar í LA, William Morris Endeavor. „Þegar við vorum að vinna Contraband, og stödd í Los Angeles, hitti ég Dody Dorn sem er ein af mínum uppáhaldsklippurum og klippti meðal annars Memento. Við spjölluðum saman yfir kvöldmat, og án minnar vitundar hringir hún í umboðsskrifstofuna sína og segir þeim frá mér. Nokkru síðar er ég stödd í London og fæ símtal frá þessari skrifstofu og er boðuð á fund. Það vildi þannig til að ég var á leiðinni til LA og var bókuð á hóteli sem reyndist vera við hliðina á umboðsskrifstofunni. Þannig að ég skoppa yfir en vissi svo sem ekkert um hvað fundurinn átti að snúast. Ég þekkti ekkert þennan umboðsmannakúltúr. Ég mætti bara og sat á biðstofu sem var stærri en íbúð meðalstórrar fjölskyldu í Reykjavík. Það var ekkert þarna inni nema sófi, glerborð og marmari. Og ég hugsaði með mér: Hvað er ég að gera hérna?“ segir Elísabet og hlær.Kunni ekki leikreglurnar „Svo fer ég inn og spjalla við þessa umboðsmenn. Ég vissi ekkert hvort ég átti að biðja þá um eitthvað eða þeir mig. Ég kunni ekki leikreglurnar. En svo endaði þetta þannig að við horfðum hvert á annað og þeir sögðu: Ef þú vilt vera með, þá ertu með.“ Elísabet segir allt verða auðveldara með svona stóra umboðsskrifstofu á bak við sig. „Til dæmis hafði hún burði til að taka atvinnuleyfið mitt á sig þannig að nú er einfaldara fyrir mig að fara út og vinna þar sem leyfið er ekki lengur bundið ákveðnum verkefnum. Það dregur auðvitað úr tækifærum mínum hvað það er dýrt að fá mig út – fyrir utan flugið og uppihaldið, þá kostar atvinnuleyfið hátt í milljón og jafnvel í Hollywood-mynd er það kostnaður sem horft er í. WME gera líka stundum einhvers konar „pakkadíla“ – þannig að ég gæti fylgt með í kaupunum á einhverjum leikstjóra, eða tökumanni sem er líka á mála hjá þeim, en auðvitað er maður aldrei ráðinn nema að leikstjóri og framleiðendur hafi trú á að maður valdi verkinu,“ segir Elísabet, „þá er metið hvað maður getur lagt huglægt til verksins út frá sýn leikstjóra. Það eru nefnilega engar Eddur eða Óskarar veittar fyrir lipurð á takkaborð þó margir vilji misskilja framlag klippara sem tæknivinnu.“Auðvitað viss nördaháttur „Ég hef gaman af hasarmyndum þó mér finnist alltaf jafn mikilvægt að sögur séu karakterdrifnar. Það sem mér finnst þó mest spennandi er þegar ólíkir straumar í kvikmyndagerð mætast. Mér þætti gaman að fá að klippa evrópskt þunglyndisdrama með sömu áherslum og má finna í kung fu-myndum. Kvikmyndafusion,“ segir Elísabet og hlær. John Wick, sem er svona hefðbundin hasarmynd, nálgaðist ég sem blöndu af fornsögunum og dansmynd,“ útskýrir hún. „Og það er það sem við leikstjóri kvikmyndarinnar John Wick vorum svo sammála um, að nálgast hana tilfinningalega í klippinu og þyngja kjölinn. Og talandi um dans, ef við tökum Brúðgumann eða Mýrina, eru þar senur sem ég klippti eins og stuttar dansmyndir,“ segir Elísabet. „En svo tekur kannski enginn eftir því, eða finnst það eitthvað sérstaklega merkilegt. Þetta er auðvitað viss nördaháttur.“Ekki flókið reikningsdæmi En verkefnin eru jafn mismunandi og þau eru mörg og það er margt ólíkt við það að vinna sem klippari í Hollywood og sem kvikmyndagerðarmaður á Íslandi. „Ég nýt þess til dæmis að vinna með Baltasar því í vinnu sem byggist á áralöngu samstarfi getur maður farið að teygja sig lengra og ýtt sér auðveldlegar út fyrir ramma. Það er það sem ég brenn fyrir. Auðvitað langar mig að fara út og gera fleiri myndir og ástæðan fyrir því er ekki sú að ég njóti þess ekki að gera íslenskar bíómyndir. Það er alveg jafn spennandi að vinna þær sögur, en þetta er eins og að fara út í nám. Þú ert að kynnast fólki sem hefur svo ótrúlega reynslu og þekkingu í faginu að það eru svo mikil verðmæti að sækja. Fyrir mér er það góður skóli, því ég vil heldur ekki staðna. Um leið og ég held að ég sé búin að læra allt, þá get ég farið og fundið mér eitthvað annað að gera. En málið er heldur ekkert flóknara en það að ég er með sjö manna heimili, hund, kött og þrjá fiska. Að fá laun fyrir stóra erlenda bíómynd versus litla, íslenska, dásamlega bíómynd er ekki flókið reikningsdæmi fyrir mig. Þessi börn þurfa að borða og ég get ekki fætt þau á því að það sé svo mikilvægt að hlúa að íslenskri kvikmyndagerð. Það væri auðvitað lúxus að þurfa ekki að horfa í peninginn. Því íslensk kvikmyndagerð stendur mér nærri og þaðan er ég sprottin. Ég væri ekki að fá þau tækifæri sem ég er að fá núna nema vegna þess hvað ég hef lært hérna heima,“ útskýrir Elísabet. En svo getur maður farið fyrir horn og allt í einu er allt er breytt. Vonandi fæ ég áfram að klippa kvikmyndir og vonandi hafa börnin áfram þolinmæði fyrir þessu flakki. Auðvitað leita sumir að æðri tilgangi í lífinu og öll viljum við setja tilveru okkar í samhengi og vera ábyrgðarfull, en stundum, til að halda góðu geði, verður maður að hleypa sínum eigin Forrest Gump að og skokka þetta áfram, ligeglad, nartandi í konfektið,“ segir Elísabet að lokum.
Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira