Baðhúsið lokar: Linda Pé gefst upp á rekstrinum Stefán Árni Pálsson skrifar 10. desember 2014 13:16 Linda Pétursdóttir hættir með Baðhúsið. Baðhúsið sem Linda Pétursdóttir hefur rekið um árabil hætti rekstri á hádegi í dag en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að rekja megi erfileikana til þess að húsnæði Baðhússins í Smáralind hafi veirð afhent mun síðar en upphaflega var áætlað og var og er enn í ófullnægjandi ástandi. Linda sendi jafnframt vinum sínum á Facebook yfirlýsingu þar sem hún segir að það sé með mikilli sorg í hjarta sem hún greini frá þessu og ástæðan er einföld, eins og hún segir í tilkynningunni; „ófullnægjandi húsnæði sem afhent var of seint og á alltof löngum tíma og sífelldar truflanir af hálfu iðnaðarmanna með hamra, borvélar og stórvirkar vinnuvélar sem skapa alls ekki andrúmsloft afslöppunar og dekurdaga sem eiga að einkenna stað eins og Baðhúsið. Þetta og margt fleira gerði það að verkum að rekstur Baðhússins gekk ekki upp á nýjum stað í Smáralind. Ég reyndi samningaleið fram á síðustu stundu en í morgun varð mér ljóst að Baðhúsið var komið á endastöð.“ Og Linda heldur áfram: „Ég get sagt ykkur frá dýpstu hjartarótum að ég er eyðilögð yfir þessum málalokum, enda hefur Baðhúsið verið mér hjartans mál frá stofnun þess. Eitt það síðasta sem ég gerði áður en ég lokaði dyrunum, var að semja við Sporthúsið um að allir viðskiptavinir Baðhússins sem eiga kort í líkamsrækt geta nýtt kortin sín þar út gildistímann.“ Og Linda lýkur kveðju sinni á Æðruleysisbæninni sem AA-samtökin styðjast við: Guð - gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli.Tilkynning Lindu„Því miður hefur þetta verið sorgarsaga í Smáralind frá upphafi til enda í um eitt ár. Við lokuðum húsnæðinu í Brautarholti í desember í fyrra með loforð frá Reginn upp á vasann um að við gætum opnað fyrir jólin 2013. Það gekk ekki eftir, en loforð kom í staðinn um opnun um áramót, sem stóðst ekki heldur. Við misstum því strax í byrjun af mikilli jólasölu og raunar af öllum viðskiptum í janúar að auki og eins og allir sem stunda líkamsrækt vita, skiptir janúar höfuðmáli í þessum rekstri en þá fer bróðurpartur allrar sölu næsta árs fram,“ segir Linda Pétursdóttir, eigandi Baðhússins, sem segir að þegar loksins hafi tekist að opna um miðjan janúar hafi húsnæðið verið allt annað en tilbúið og aðeins afhent í hlutum langt fram á vor.„Hingað komu viðskiptavinir okkar í hálfklárað húsnæði með iðnaðarmenn andandi ofan í hálsmálið á þeim og við þurftum í raun að hefja reksturinn á sífelldum afsökunum, afsláttar- og endurgreiðslum og uppsögnum kvenna sem skiljanlega voru ekki sáttar við stöðu mála. Rekstrargrundvellinum var því kippt undan okkur strax í byrjun og ekkert sem ég gat gert.“Linda segir að ástandið hafi lítið skánað eftir því sem leið á árið.„Hér var allt hálfklárað og konur sem komu í jógatíma, í lúxus dekurmeðferðir eða einfaldlega til afslöppunar, þurftu að vera hér undir dynjandi hamarshöggum, hávaða í höggborvélum og vinnuvélum, nokkuð sem fær ekki nokkurn mann til að slaka á. Um þverbak keyrði svo þegar vinna hófst við byggingu turnsins við Smáralind sem þýddi gríðarlegar truflanir vegna byggingarframkvæmda og konur hafa hrökklast héðan nánast daglega auk þess sem varla hefur verið hægt fyrir starfsfólk að sinna sínu hlutverki vegna hávaða og áreitis. Við þessar aðstæður er ekki hægt að reka Baðhúsið,“ segir Linda.Hún segir að leigusali hafi ekki viljað taka tillit til þess tjóns sem ítrekaðar seinkanir á afhendingu, ófullnægjandi ástand húsnæðis og mikill hávaði vegna framkvæmda hafi valdið rekstrinum.„Ég er miður mín yfir að þurfa að taka þessa ákvörðun en ég hef nú þegar lagt allt mitt í fyrirtækið í þeirri trú að húsnæðið myndi komast í fullnægjandi ástand tímanlega þannig að hér væri hægt að reka heilsulind fyrir konur. Þetta eru sorgleg tímamót og mér líður eins og ég hafi verið plötuð og fengin hingað á fölskum forsendum. Mér þykir þetta ákaflega miður einkum vegna frábærs starfsfólks Baðhússins og viðskiptavina minna til margra ára. Ég reyndi fram á síðustu stundu að ná samningum sem hefðu getað leyst málið en nú í morgun varð mér ljóst að það yrði ekki og þá tók ég þá afar erfiðu ákvörðun að loka dyrunum að Baðhúsinu.“Allir viðskiptavinir Baðhússins sem eiga kort í líkamsrækt munu geta nýtt kortin út gildistímann hjá Sporthúsinu sem er í næsta nágrenni Baðhússins. Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Sjá meira
Baðhúsið sem Linda Pétursdóttir hefur rekið um árabil hætti rekstri á hádegi í dag en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að rekja megi erfileikana til þess að húsnæði Baðhússins í Smáralind hafi veirð afhent mun síðar en upphaflega var áætlað og var og er enn í ófullnægjandi ástandi. Linda sendi jafnframt vinum sínum á Facebook yfirlýsingu þar sem hún segir að það sé með mikilli sorg í hjarta sem hún greini frá þessu og ástæðan er einföld, eins og hún segir í tilkynningunni; „ófullnægjandi húsnæði sem afhent var of seint og á alltof löngum tíma og sífelldar truflanir af hálfu iðnaðarmanna með hamra, borvélar og stórvirkar vinnuvélar sem skapa alls ekki andrúmsloft afslöppunar og dekurdaga sem eiga að einkenna stað eins og Baðhúsið. Þetta og margt fleira gerði það að verkum að rekstur Baðhússins gekk ekki upp á nýjum stað í Smáralind. Ég reyndi samningaleið fram á síðustu stundu en í morgun varð mér ljóst að Baðhúsið var komið á endastöð.“ Og Linda heldur áfram: „Ég get sagt ykkur frá dýpstu hjartarótum að ég er eyðilögð yfir þessum málalokum, enda hefur Baðhúsið verið mér hjartans mál frá stofnun þess. Eitt það síðasta sem ég gerði áður en ég lokaði dyrunum, var að semja við Sporthúsið um að allir viðskiptavinir Baðhússins sem eiga kort í líkamsrækt geta nýtt kortin sín þar út gildistímann.“ Og Linda lýkur kveðju sinni á Æðruleysisbæninni sem AA-samtökin styðjast við: Guð - gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli.Tilkynning Lindu„Því miður hefur þetta verið sorgarsaga í Smáralind frá upphafi til enda í um eitt ár. Við lokuðum húsnæðinu í Brautarholti í desember í fyrra með loforð frá Reginn upp á vasann um að við gætum opnað fyrir jólin 2013. Það gekk ekki eftir, en loforð kom í staðinn um opnun um áramót, sem stóðst ekki heldur. Við misstum því strax í byrjun af mikilli jólasölu og raunar af öllum viðskiptum í janúar að auki og eins og allir sem stunda líkamsrækt vita, skiptir janúar höfuðmáli í þessum rekstri en þá fer bróðurpartur allrar sölu næsta árs fram,“ segir Linda Pétursdóttir, eigandi Baðhússins, sem segir að þegar loksins hafi tekist að opna um miðjan janúar hafi húsnæðið verið allt annað en tilbúið og aðeins afhent í hlutum langt fram á vor.„Hingað komu viðskiptavinir okkar í hálfklárað húsnæði með iðnaðarmenn andandi ofan í hálsmálið á þeim og við þurftum í raun að hefja reksturinn á sífelldum afsökunum, afsláttar- og endurgreiðslum og uppsögnum kvenna sem skiljanlega voru ekki sáttar við stöðu mála. Rekstrargrundvellinum var því kippt undan okkur strax í byrjun og ekkert sem ég gat gert.“Linda segir að ástandið hafi lítið skánað eftir því sem leið á árið.„Hér var allt hálfklárað og konur sem komu í jógatíma, í lúxus dekurmeðferðir eða einfaldlega til afslöppunar, þurftu að vera hér undir dynjandi hamarshöggum, hávaða í höggborvélum og vinnuvélum, nokkuð sem fær ekki nokkurn mann til að slaka á. Um þverbak keyrði svo þegar vinna hófst við byggingu turnsins við Smáralind sem þýddi gríðarlegar truflanir vegna byggingarframkvæmda og konur hafa hrökklast héðan nánast daglega auk þess sem varla hefur verið hægt fyrir starfsfólk að sinna sínu hlutverki vegna hávaða og áreitis. Við þessar aðstæður er ekki hægt að reka Baðhúsið,“ segir Linda.Hún segir að leigusali hafi ekki viljað taka tillit til þess tjóns sem ítrekaðar seinkanir á afhendingu, ófullnægjandi ástand húsnæðis og mikill hávaði vegna framkvæmda hafi valdið rekstrinum.„Ég er miður mín yfir að þurfa að taka þessa ákvörðun en ég hef nú þegar lagt allt mitt í fyrirtækið í þeirri trú að húsnæðið myndi komast í fullnægjandi ástand tímanlega þannig að hér væri hægt að reka heilsulind fyrir konur. Þetta eru sorgleg tímamót og mér líður eins og ég hafi verið plötuð og fengin hingað á fölskum forsendum. Mér þykir þetta ákaflega miður einkum vegna frábærs starfsfólks Baðhússins og viðskiptavina minna til margra ára. Ég reyndi fram á síðustu stundu að ná samningum sem hefðu getað leyst málið en nú í morgun varð mér ljóst að það yrði ekki og þá tók ég þá afar erfiðu ákvörðun að loka dyrunum að Baðhúsinu.“Allir viðskiptavinir Baðhússins sem eiga kort í líkamsrækt munu geta nýtt kortin út gildistímann hjá Sporthúsinu sem er í næsta nágrenni Baðhússins.
Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Sjá meira