Bíó og sjónvarp

Síðasta myndin sem Brittany Murphy lék í sýnd í apríl

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Síðasta myndin sem leikkonan Brittany Murphy lék í áður en hún lést, Something Wicked, verður frumsýnd 4. apríl í Oregon í Bandaríkjunum.

Brittany lést fyrir rúmlega fjórum árum síðan. Dauði hennar var sagður vera slys og var meðal annars sagt að Brittany hefði þjáðst af lungnabólgu. Faðir hennar vildi hins vegar að málið væri tekið upp aftur í desember í fyrra því hann taldi að eitrað hefði verið fyrir dóttur sinni því rottueitur fannst í hári hennar. Málið er enn í vinnslu.

Something Wicked fjallar um nýgift hjón sem eiga geðsjúkan vin sem reynir að spilla sambandinu. Meðal annarra leikara í myndinni eru Shantel VanSanten, John Robinson, James Patrick Stuart og Julian Morris.

Brittany skaust upp á stjörnuhimininn árið 1995 þegar hún lék í kvikmyndinni Clueless og lék einnig í myndum á borð við 8 Mile og Sin City.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.