Minnsta áhorf á Masters mótið í 10 ár Arnar Ottesen skrifar 15. apríl 2014 10:08 Getty Images Áhorfið á Masters mótið sem lauk á sunnudaginn með sigri Bubba Watson fékk minnsta sjónvarpsáhorf í Bandaríkjunum í 10 ár. Meðaltals áhorf var 7,8% sem þýðir að 7,8% heimila í Bandaríkjunum horfðu á beina útsendingu frá mótinu. Í fyrra horfðu 10,2% heimila á spennandi mót sem endaði í bráðabana þar sem Adam Scott vann eftirminnilega. Árið 2004 þá var sjónvarpsáhorf á Masters mótið 7,3%. Þá var lokadagur mótsins páskadagur. En það skýrir samt ekki lítið áhorf það ár því lokadagur hefur líka verið á Masters árin 2007, 2009 og 2012. Það eru nokkrir þættir sem gætu skýrt þetta litla áhorf í ár. Tiger Woods var ekki með vegna meiðsla, hann hefur mikið að segja með áhorf á öll golfmót. Phil Mickelson náði ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo daga. Bubba Watson var með þægilega tveggja högga forystu þegar hann kom á seinni níu holurnar og það var engin sem veitti honum samkeppni á seinni níu. Mótið náði aldrei að verða eins spennandi og undanfarin ár. Mesta áhorf á lokadag Masters mótsins er 15,8% áhorf árið 1997. Það met kom þegar Tiger vann eftirminnilegan sigur með 12 högga mun. Tiger var 18 höggum undir pari á meðan næsti kylfingur Tom Kite var á 6 höggum undir pari. Það er mesti munur á Masters mótinu frá upphafi. Golf Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Áhorfið á Masters mótið sem lauk á sunnudaginn með sigri Bubba Watson fékk minnsta sjónvarpsáhorf í Bandaríkjunum í 10 ár. Meðaltals áhorf var 7,8% sem þýðir að 7,8% heimila í Bandaríkjunum horfðu á beina útsendingu frá mótinu. Í fyrra horfðu 10,2% heimila á spennandi mót sem endaði í bráðabana þar sem Adam Scott vann eftirminnilega. Árið 2004 þá var sjónvarpsáhorf á Masters mótið 7,3%. Þá var lokadagur mótsins páskadagur. En það skýrir samt ekki lítið áhorf það ár því lokadagur hefur líka verið á Masters árin 2007, 2009 og 2012. Það eru nokkrir þættir sem gætu skýrt þetta litla áhorf í ár. Tiger Woods var ekki með vegna meiðsla, hann hefur mikið að segja með áhorf á öll golfmót. Phil Mickelson náði ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo daga. Bubba Watson var með þægilega tveggja högga forystu þegar hann kom á seinni níu holurnar og það var engin sem veitti honum samkeppni á seinni níu. Mótið náði aldrei að verða eins spennandi og undanfarin ár. Mesta áhorf á lokadag Masters mótsins er 15,8% áhorf árið 1997. Það met kom þegar Tiger vann eftirminnilegan sigur með 12 högga mun. Tiger var 18 höggum undir pari á meðan næsti kylfingur Tom Kite var á 6 höggum undir pari. Það er mesti munur á Masters mótinu frá upphafi.
Golf Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira