Tónlist

Frumsýnt á Vísi: Hjaltalín - Letter To [...]

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Magnús Leifsson
Magnús Leifsson Vísir/Baldur Kristjánsson
„Okkur Steinþóri Helga, sem er umboðsmaður hljómsveitarinnar, hefur svo lengi langað að nýta gömul dansatriði úr Á tali með Hemma Gunn, og við létum loksins verða að því,“ segir Magnús Leifsson, leikstjóri nýjasta myndbands hljómsveitarinnar Hjaltalín við lagið Letter To [...], en myndbandið byggir að mestu leyti á téðum atriðum sem fléttaðar eru saman við reykvískan samtíma.

Um kvikmyndatöku sá Árni Filippusson, en GuðlaugurAndri og SigurðurEyþórssynir sáu um að klippa.

Magnús leikstýrði áður myndbandi fyrir Hjaltalín við lagið Myself.

Myndbandið er hið fimmta í röðinni af plötu Hjaltalín, Enter 4, sem kom út í lok árs 2012.

Að sögn Steinþórs Helga mun sveitin líklegast láta staðar numið í myndbandagerð við plötuna, enda hefur Hjaltalín hafist handa við upptökur á nýju efni.

Sveitin mun kynna þetta nýja efni á tónleikum sem fram fara í Eldborgarsal Hörpu annað kvöld.

„ Það er uppselt á tónleikana en með þeim verður Hjaltalín fyrsta hljómsveitin af yngri kynslóðinni til að halda sína eigin tónleika í Eldborg.“

Hér að neðan má sjá nýjasta myndband sveitarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×