Lífið

Euro­vision 2025 verður haldið í Basel eða Genf

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
FotoJet - 2024-08-19T214636.728

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, verður haldin annað hvort í Basel eða Genf á næsta ári. Lokaákvörðun verður tekin í lok þessa mánaðar.

Í tilkynningu frá svissneska ríkisútvarpinu segir að áhugasamar borgir hafi haft til loka júlímánaðar til að skila inn umsókn til félagsins um að hýsa keppnina og að ákvörðunin sé byggð á ítarlegum lista skilyrða.

Þeirra á meðal eru tónleikahöll, almenningssamgöngur, sjálbærnisáætlun, nægilega mörg gistipláss, öryggismál og úrgangsmál.

Að sögn ríkisútvarpsins svissneska voru umsóknir Basel, Genfar, Zürich og Bern teknar til sérstakrar skoðunar af teymi á vegum stjórnar söngvakeppninnar á síðustu vikum. Í gær var svo ákveðið að valið stæði á milli Genfar og Basel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×