Uppblásanlegur barnabílstóll frá Volvo Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2014 13:04 Fyrir 50 árum kynnti Volvo fyrsta barnabílstólinn sem sneri aftur og tryggði öryggi barna í bílum mun betur en áður þekktist. Nú hefur Volvo hannað uppblásanlegan barnabílstól sem pakka má saman í bakpoka. Stóllinn er afar léttur og vegur aðeins 5 kíló. Volvo telur að þeir barnabílstólar sem nú bjóðast séu alltof fyrirferðamiklir, þungir og erfiðir í flutningi og notkun. Engu er fórnað varðandi öryggi barna í þessum nýja stól Volvo, nema síður sé. Stólinn má blása upp á 40 sekúndum og hann er gerður úr afar sterku efni sem þolir háan þrýsting þess lofts sem í honum er uppblásnum. Aðal kosturinn við þennan barnabílstól er hversu meðfærilegur hann er og auðvelt að flytja með sér, til dæmis meðferðis í leigubíla eða aðra bíla en heimilisins, en títt sé að foreldrar noti ekki barnabílstóla fyrir börn sín nema í eigin bílum vegna þess hve ómeðfærilegir og þungir flestir stólarnir eru. Ekki er komið að fjöldaframleiðslu þessa stóls, enda tilraunaframleiðsla. Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent
Fyrir 50 árum kynnti Volvo fyrsta barnabílstólinn sem sneri aftur og tryggði öryggi barna í bílum mun betur en áður þekktist. Nú hefur Volvo hannað uppblásanlegan barnabílstól sem pakka má saman í bakpoka. Stóllinn er afar léttur og vegur aðeins 5 kíló. Volvo telur að þeir barnabílstólar sem nú bjóðast séu alltof fyrirferðamiklir, þungir og erfiðir í flutningi og notkun. Engu er fórnað varðandi öryggi barna í þessum nýja stól Volvo, nema síður sé. Stólinn má blása upp á 40 sekúndum og hann er gerður úr afar sterku efni sem þolir háan þrýsting þess lofts sem í honum er uppblásnum. Aðal kosturinn við þennan barnabílstól er hversu meðfærilegur hann er og auðvelt að flytja með sér, til dæmis meðferðis í leigubíla eða aðra bíla en heimilisins, en títt sé að foreldrar noti ekki barnabílstóla fyrir börn sín nema í eigin bílum vegna þess hve ómeðfærilegir og þungir flestir stólarnir eru. Ekki er komið að fjöldaframleiðslu þessa stóls, enda tilraunaframleiðsla.
Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent