Vilborg birti mynd af fagnaðarfundunum, eins og hún kallar þá, á Facebook-síðu sinni.
„Vildi að Saga gæti verið með okkur alla daga,“ skrifar Vilborg við myndina.
Everest er síðasti tindurinn af tindunum sjö, hæstu tindunum í hverri heimsálfu, sem Vilborg klífur á einu ári. Grunnbúðirnar eru í um 5.300 metra hæð og ætlar Vilborg að dvelja þar í sex vikur ef marka má ferðadagbók á vefsíðunni hennar.
Með Sögu og Vilborgu á myndinni er Ingólfur Ragnar Axelsson sem er einnig á leiðinni á topp Everest. Fylgjast má með ferðum hans hér.