Skarpari fákeppni Pawel Bartoszek skrifar 1. ágúst 2014 07:00 Þegar takmarka á atvinnufrelsi er best að láta sem það sé alls ekki verið að gera það. „Nei, nei, við erum ekki að banna neitt. Við erum bara að skerpa og skýra. Viljum við ekki öll að lög séu skýr?“ Tökum eitt dæmi úr frétt sem birtist á vef Ríkisútvarpsins nýlega: „Samgöngustofa í samvinnu við innanríkisráðuneytið hefur unnið að frumvarpi til laga um farþegaflutninga. Lögunum er ætlað að skerpa á ákvæðum laga um leigubifreiðar og taka á óleyfilegum akstri gegn gjaldi.“ Síðan er minnst á að menn hafi stofnað fyrirtæki sem skutlar drukknu fólk heim á eigin bílum og haft eftir opinberum starfsmönnum að þjónustan falli utan við lögin (sem er vitanlega alveg bagalegt). Svo er bætt við að það séu margs konar aðrar skutlþjónustur í boði á netinu og Samgöngustofa hafi ekki nægilega sterk refsiúrræði til að stöðva rekstur þeirra. Því þurfi að „skerpa á lögunum.“Gæðavottunarrökin Ég hef ekki heyrt góð rök fyrir því að takmarka leigubílafjölda. En ég get fallist á að það megi vera einhvers konar regluverk í kringum þá. Rökin væru þá einhvern veginn svona: Ímyndum okkur mann sem labbar eftir myrkur í ókunnugri borg. Hann er þreyttur og langar að komast heim á hótelið. Hann sér bíl með logandi TAXI-skilti á þakinu. Hann treystir því að sá sem keyrir bílinn verði alla vega ekki hissa á því að sjá hann. Hann treystir því að bílstjórinn hafi hlotið einhverja lágmarksvottun stjórnvalda og að hann megi keyra hann heim. Hann treystir því að það verði einhvers konar mælir í bílnum sem sýnir honum hvað ferðin kostar. Söguhetjan okkar vill ekki þurfa að fara á TripAdvisor til að kynna sér umsagnir um ólíka valkosti í fólksflutningum. Hann vill geta treyst því að bílarnir með TAXI-skiltinu taki við farþegum af götunni og keyri þá heim. Gott og vel. Þetta er þá einhvers konar gæðavottun. En ef við föllumst á að um gæðavottun sé að ræða fyrir þá sem vilja taka inn farþega af götunni þá er alls ekki sjálfsagt að allir aðrir sem keyri farþega á milli staða við einhverjar aðrar aðstæður eigi að þurfa þessa sömu vottun.Vonda nýsköpunin Það er bara fínt að það séu til fyrirtæki sem skutli drukknu fólki heim á þeirra eigin bílum. Það er alls ekki nauðsynlegt að „skerpa á lögum“ til að útrýma þeirri starfsemi eða setja henni mjög þröngar skorður, til dæmis með því að krefjast þess að allir bílstjórarnir hafi leigubílaréttindi. Sama gildir um aðra þjónustu þar sem fólk skutlar fólki á milli staða, þegar pantað er með fyrirvara. Sama gildir um síður þar sem fólk getur deilt kostnaði við lengri bílferðir. Það er engin ástæða til að banna þetta, þvert á móti. Þetta eflir samkeppni. Neytendur græða. Auðvitað má gera kröfur um að fólk hafi eðlileg lágmarksréttindi, að tryggingar séu í lagi og að skattarnir skili sér en að öðru leyti á markaðurinn að ráða. Ekki stjórnmálamenn eða hagsmunaaðilar.Hugsum um neytendur, einu sinni Með auknum fjölda ferðamanna skapast möguleiki á því að hafa raunverulega samkeppni í samgöngum á Íslandi. Nú eru til dæmis komin tvö fyrirtæki sem flytja fólk til og frá Leifsstöð. Því ber að fagna en auðvitað voru ekki allir sem fögnuðu því heldur vildu sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum til dæmis leggja niður samkeppni á þessari leið. Þau voru ekki þau einu. Víða um land eru sveitarfélög að kæra fyrirtæki sem voga sér að flytja túrista milli staða í rútum. Þvert á sérleyfin heilögu. Því miður er frumvarpsdrögin sem Samgöngustofa samdi fyrir ríkið, væntanlega með dyggri aðstoð hagsmunaaðila, ekki að finna á heimasíðu stofnunarinnar. En miðað við fréttaflutninginn má búast við hinu sama og alltaf. Í stað þess að fagna því að markaðurinn leiti nýrra leiða til að sporna við ölvunarakstri og nýta bílaflotann betur mun hið opinbera herða reglur í þágu þeirra hagsmunaaðila sem háværastir eru. Skítt með nýsköpun. Skítt með neytendur. Skítt með samkeppni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun
Þegar takmarka á atvinnufrelsi er best að láta sem það sé alls ekki verið að gera það. „Nei, nei, við erum ekki að banna neitt. Við erum bara að skerpa og skýra. Viljum við ekki öll að lög séu skýr?“ Tökum eitt dæmi úr frétt sem birtist á vef Ríkisútvarpsins nýlega: „Samgöngustofa í samvinnu við innanríkisráðuneytið hefur unnið að frumvarpi til laga um farþegaflutninga. Lögunum er ætlað að skerpa á ákvæðum laga um leigubifreiðar og taka á óleyfilegum akstri gegn gjaldi.“ Síðan er minnst á að menn hafi stofnað fyrirtæki sem skutlar drukknu fólk heim á eigin bílum og haft eftir opinberum starfsmönnum að þjónustan falli utan við lögin (sem er vitanlega alveg bagalegt). Svo er bætt við að það séu margs konar aðrar skutlþjónustur í boði á netinu og Samgöngustofa hafi ekki nægilega sterk refsiúrræði til að stöðva rekstur þeirra. Því þurfi að „skerpa á lögunum.“Gæðavottunarrökin Ég hef ekki heyrt góð rök fyrir því að takmarka leigubílafjölda. En ég get fallist á að það megi vera einhvers konar regluverk í kringum þá. Rökin væru þá einhvern veginn svona: Ímyndum okkur mann sem labbar eftir myrkur í ókunnugri borg. Hann er þreyttur og langar að komast heim á hótelið. Hann sér bíl með logandi TAXI-skilti á þakinu. Hann treystir því að sá sem keyrir bílinn verði alla vega ekki hissa á því að sjá hann. Hann treystir því að bílstjórinn hafi hlotið einhverja lágmarksvottun stjórnvalda og að hann megi keyra hann heim. Hann treystir því að það verði einhvers konar mælir í bílnum sem sýnir honum hvað ferðin kostar. Söguhetjan okkar vill ekki þurfa að fara á TripAdvisor til að kynna sér umsagnir um ólíka valkosti í fólksflutningum. Hann vill geta treyst því að bílarnir með TAXI-skiltinu taki við farþegum af götunni og keyri þá heim. Gott og vel. Þetta er þá einhvers konar gæðavottun. En ef við föllumst á að um gæðavottun sé að ræða fyrir þá sem vilja taka inn farþega af götunni þá er alls ekki sjálfsagt að allir aðrir sem keyri farþega á milli staða við einhverjar aðrar aðstæður eigi að þurfa þessa sömu vottun.Vonda nýsköpunin Það er bara fínt að það séu til fyrirtæki sem skutli drukknu fólki heim á þeirra eigin bílum. Það er alls ekki nauðsynlegt að „skerpa á lögum“ til að útrýma þeirri starfsemi eða setja henni mjög þröngar skorður, til dæmis með því að krefjast þess að allir bílstjórarnir hafi leigubílaréttindi. Sama gildir um aðra þjónustu þar sem fólk skutlar fólki á milli staða, þegar pantað er með fyrirvara. Sama gildir um síður þar sem fólk getur deilt kostnaði við lengri bílferðir. Það er engin ástæða til að banna þetta, þvert á móti. Þetta eflir samkeppni. Neytendur græða. Auðvitað má gera kröfur um að fólk hafi eðlileg lágmarksréttindi, að tryggingar séu í lagi og að skattarnir skili sér en að öðru leyti á markaðurinn að ráða. Ekki stjórnmálamenn eða hagsmunaaðilar.Hugsum um neytendur, einu sinni Með auknum fjölda ferðamanna skapast möguleiki á því að hafa raunverulega samkeppni í samgöngum á Íslandi. Nú eru til dæmis komin tvö fyrirtæki sem flytja fólk til og frá Leifsstöð. Því ber að fagna en auðvitað voru ekki allir sem fögnuðu því heldur vildu sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum til dæmis leggja niður samkeppni á þessari leið. Þau voru ekki þau einu. Víða um land eru sveitarfélög að kæra fyrirtæki sem voga sér að flytja túrista milli staða í rútum. Þvert á sérleyfin heilögu. Því miður er frumvarpsdrögin sem Samgöngustofa samdi fyrir ríkið, væntanlega með dyggri aðstoð hagsmunaaðila, ekki að finna á heimasíðu stofnunarinnar. En miðað við fréttaflutninginn má búast við hinu sama og alltaf. Í stað þess að fagna því að markaðurinn leiti nýrra leiða til að sporna við ölvunarakstri og nýta bílaflotann betur mun hið opinbera herða reglur í þágu þeirra hagsmunaaðila sem háværastir eru. Skítt með nýsköpun. Skítt með neytendur. Skítt með samkeppni.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun