Segir dreifingu Auroracoin vel heppnaða Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2014 11:06 Mynd/Auroracoin.org „Nærri því tíu prósent þjóðarinnar hafa sótt myntirnar sínar. Ég tel það vera góðan árangur," segir Baldur Friggjar Óðinsson. Nú hafa 9,84 prósent Íslendinga náð í sinn skammt af Auroracoin, nýrri rafmynt sem fór í dreifingu til allra Íslendinga þann 25. mars síðastliðinn. Verð gjaldmiðilsins hefur hríðfallið í verði síðan en höfundur myntarinnar, sem gengur undir dulnefninu Baldur Friggjar Óðinsson, segir að verð Auroracoin fyrir dreifinguna hafi verið of hátt. „Ég get skilið að fólk heldur að Auroracoin gangi ekki vel,“ segir Baldur við International Buisness Times. Hann bendir þó á að verðið fyrir dreifinguna hafi verið orðið allt of hátt og hann hafi reynt að vara fólk við því á sínum tíma. „Þetta háa verð var líklega það versta sem gat gerst, því það byggði upp of mikla eftirvæntingu og hafði þær afleiðingar að margir Íslendingar skiptu út Auroracoin fyrir fíat gjaldmiðil." Þá segir Baldur að hann hafi áhyggjur af því að ef hann notaðist ekki við dulnefni gæti hann lent í vandræðum. „Mér hefur verið hótað lögsókn, af fólki eins og Frosta Sigurjónssyni, þingmanni Framsóknarflokksins. Ég tel þetta vera innihaldslausar hótanir, án lagalegs grunns, en ég vil ekki taka áhættuna.“ Í greininni er bent á frétt á vef Dogeconomist þar sem segir að margir hafi sótt Aur með öðrum kennitölum en sínum eigin. Baldur segir það hinsvegar ekki vera rétt. „Ég skil ekki hvers vegna svona greinar eru skrifaðar án almennilegra rannsókna. Það eina sem höfundurinn hefur fyrir sér, eru sínar eigin getgátur. Ég sé hver sækir skammtinn, hvaðan og hvenær.“ Hann viðurkennir þó að eitthvað hafi verið um svindl, vegna Facebook síða sem hafi verið tilbúnar.Verð Auroracoin hefur lækkað mikið síðustu 30 daga.Mynd/coinmarketcap.comÞrátt fyrir vandræði segir Baldur að móttökur Auroracoin hér á landi hafi verið jákvæðar. Mögulegt sé að notast við rafmyntina til að kaupa allt frá tölvuþjónustu, lögfræðiþjónustu, skartgripi, einkaþjálfun og hvalskoðunarferðir með Aur. Hann bendir á að einn einstaklingur hafi jafnvel keypt sér bíl með Auroracoin. „Hægt og örugglega mun samfélagið á Íslandi byggja upp nauðsynleg innviði svo Auroracoin geti blómstrað,“ segir Baldur, Tengdar fréttir Bílar, snjallsímar og hægindastólar fyrir Auroracoin Rúmlega sextán þúsund manns hafa sótt sér rafmyntina Auroracoin síðan dreifing hennar hófst á miðnætti á mánudag. 27. mars 2014 10:58 Seðlabankinn varar við sýndarfé Fellur út fyrir lagaramma um gjaldmiðla hér á landi og sveiflast mjög í verði. 19. mars 2014 16:36 Nýr rafeyrir að nafni Auroracoin er öllum Íslendingum fáanlegur frá miðnætti Vefsíðan lá niðri á miðnætti vegna mikillar umferðar. 24. mars 2014 00:01 Auroracoin hríðfellur í verði Heildar markaðsvirði Auroracoin er nú rétt rúmlega þrír milljarðar og þrjú hundruð milljónir króna en það var sex milljarðar króna í gær. 29. mars 2014 13:25 Íslensk rafmynt hækkar hratt í verði Virði hinnar nýju rafmyntar, Auroracoin, hefur rokið upp á síðustu dögum og hefur hækkað um tæp 120 prósent síðasta sólarhring. 3. mars 2014 15:48 Segir Ísland þurfa á rafmynt að halda Kanadamaðurinn Christopher Carmichael, vinur Vine-stjörnunnar Jerome Jarr, telur að Íslandi geti bjargað heiminum með notkun rafmyntar eins og Auroracoin. 29. mars 2014 07:00 2.600 Íslendingar hafa sótt sér AUR Dreifingin hófst á miðnætti í nótt. 25. mars 2014 10:47 Baldur Friggjar Óðinsson: Afgangur fer í góðgerðarmál Þegar þetta er skrifað hafa Íslendingar sótt tæp 8% af þeim 10,5 milljón AURum sem huldumaðurinn Baldur Friggjar Óðinsson ákvað að gefa fólki búsettu á Íslandi. 31. mars 2014 16:24 "Alltaf gott að gera tilraunir, þannig lærum við“ Huldumaðurinn sem fer fyrir Auroracoin verkefninu segir að það muni taka tíma fyrir fólk að læra á kerfið, rétt eins og raunin var með internetið á sínum tíma. Frumkvöðull í upplýsingatækni segir verkefnið fyrst og fremst áhugaverða tilraun en efast um framtíð þess. 29. mars 2014 19:40 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
„Nærri því tíu prósent þjóðarinnar hafa sótt myntirnar sínar. Ég tel það vera góðan árangur," segir Baldur Friggjar Óðinsson. Nú hafa 9,84 prósent Íslendinga náð í sinn skammt af Auroracoin, nýrri rafmynt sem fór í dreifingu til allra Íslendinga þann 25. mars síðastliðinn. Verð gjaldmiðilsins hefur hríðfallið í verði síðan en höfundur myntarinnar, sem gengur undir dulnefninu Baldur Friggjar Óðinsson, segir að verð Auroracoin fyrir dreifinguna hafi verið of hátt. „Ég get skilið að fólk heldur að Auroracoin gangi ekki vel,“ segir Baldur við International Buisness Times. Hann bendir þó á að verðið fyrir dreifinguna hafi verið orðið allt of hátt og hann hafi reynt að vara fólk við því á sínum tíma. „Þetta háa verð var líklega það versta sem gat gerst, því það byggði upp of mikla eftirvæntingu og hafði þær afleiðingar að margir Íslendingar skiptu út Auroracoin fyrir fíat gjaldmiðil." Þá segir Baldur að hann hafi áhyggjur af því að ef hann notaðist ekki við dulnefni gæti hann lent í vandræðum. „Mér hefur verið hótað lögsókn, af fólki eins og Frosta Sigurjónssyni, þingmanni Framsóknarflokksins. Ég tel þetta vera innihaldslausar hótanir, án lagalegs grunns, en ég vil ekki taka áhættuna.“ Í greininni er bent á frétt á vef Dogeconomist þar sem segir að margir hafi sótt Aur með öðrum kennitölum en sínum eigin. Baldur segir það hinsvegar ekki vera rétt. „Ég skil ekki hvers vegna svona greinar eru skrifaðar án almennilegra rannsókna. Það eina sem höfundurinn hefur fyrir sér, eru sínar eigin getgátur. Ég sé hver sækir skammtinn, hvaðan og hvenær.“ Hann viðurkennir þó að eitthvað hafi verið um svindl, vegna Facebook síða sem hafi verið tilbúnar.Verð Auroracoin hefur lækkað mikið síðustu 30 daga.Mynd/coinmarketcap.comÞrátt fyrir vandræði segir Baldur að móttökur Auroracoin hér á landi hafi verið jákvæðar. Mögulegt sé að notast við rafmyntina til að kaupa allt frá tölvuþjónustu, lögfræðiþjónustu, skartgripi, einkaþjálfun og hvalskoðunarferðir með Aur. Hann bendir á að einn einstaklingur hafi jafnvel keypt sér bíl með Auroracoin. „Hægt og örugglega mun samfélagið á Íslandi byggja upp nauðsynleg innviði svo Auroracoin geti blómstrað,“ segir Baldur,
Tengdar fréttir Bílar, snjallsímar og hægindastólar fyrir Auroracoin Rúmlega sextán þúsund manns hafa sótt sér rafmyntina Auroracoin síðan dreifing hennar hófst á miðnætti á mánudag. 27. mars 2014 10:58 Seðlabankinn varar við sýndarfé Fellur út fyrir lagaramma um gjaldmiðla hér á landi og sveiflast mjög í verði. 19. mars 2014 16:36 Nýr rafeyrir að nafni Auroracoin er öllum Íslendingum fáanlegur frá miðnætti Vefsíðan lá niðri á miðnætti vegna mikillar umferðar. 24. mars 2014 00:01 Auroracoin hríðfellur í verði Heildar markaðsvirði Auroracoin er nú rétt rúmlega þrír milljarðar og þrjú hundruð milljónir króna en það var sex milljarðar króna í gær. 29. mars 2014 13:25 Íslensk rafmynt hækkar hratt í verði Virði hinnar nýju rafmyntar, Auroracoin, hefur rokið upp á síðustu dögum og hefur hækkað um tæp 120 prósent síðasta sólarhring. 3. mars 2014 15:48 Segir Ísland þurfa á rafmynt að halda Kanadamaðurinn Christopher Carmichael, vinur Vine-stjörnunnar Jerome Jarr, telur að Íslandi geti bjargað heiminum með notkun rafmyntar eins og Auroracoin. 29. mars 2014 07:00 2.600 Íslendingar hafa sótt sér AUR Dreifingin hófst á miðnætti í nótt. 25. mars 2014 10:47 Baldur Friggjar Óðinsson: Afgangur fer í góðgerðarmál Þegar þetta er skrifað hafa Íslendingar sótt tæp 8% af þeim 10,5 milljón AURum sem huldumaðurinn Baldur Friggjar Óðinsson ákvað að gefa fólki búsettu á Íslandi. 31. mars 2014 16:24 "Alltaf gott að gera tilraunir, þannig lærum við“ Huldumaðurinn sem fer fyrir Auroracoin verkefninu segir að það muni taka tíma fyrir fólk að læra á kerfið, rétt eins og raunin var með internetið á sínum tíma. Frumkvöðull í upplýsingatækni segir verkefnið fyrst og fremst áhugaverða tilraun en efast um framtíð þess. 29. mars 2014 19:40 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Bílar, snjallsímar og hægindastólar fyrir Auroracoin Rúmlega sextán þúsund manns hafa sótt sér rafmyntina Auroracoin síðan dreifing hennar hófst á miðnætti á mánudag. 27. mars 2014 10:58
Seðlabankinn varar við sýndarfé Fellur út fyrir lagaramma um gjaldmiðla hér á landi og sveiflast mjög í verði. 19. mars 2014 16:36
Nýr rafeyrir að nafni Auroracoin er öllum Íslendingum fáanlegur frá miðnætti Vefsíðan lá niðri á miðnætti vegna mikillar umferðar. 24. mars 2014 00:01
Auroracoin hríðfellur í verði Heildar markaðsvirði Auroracoin er nú rétt rúmlega þrír milljarðar og þrjú hundruð milljónir króna en það var sex milljarðar króna í gær. 29. mars 2014 13:25
Íslensk rafmynt hækkar hratt í verði Virði hinnar nýju rafmyntar, Auroracoin, hefur rokið upp á síðustu dögum og hefur hækkað um tæp 120 prósent síðasta sólarhring. 3. mars 2014 15:48
Segir Ísland þurfa á rafmynt að halda Kanadamaðurinn Christopher Carmichael, vinur Vine-stjörnunnar Jerome Jarr, telur að Íslandi geti bjargað heiminum með notkun rafmyntar eins og Auroracoin. 29. mars 2014 07:00
Baldur Friggjar Óðinsson: Afgangur fer í góðgerðarmál Þegar þetta er skrifað hafa Íslendingar sótt tæp 8% af þeim 10,5 milljón AURum sem huldumaðurinn Baldur Friggjar Óðinsson ákvað að gefa fólki búsettu á Íslandi. 31. mars 2014 16:24
"Alltaf gott að gera tilraunir, þannig lærum við“ Huldumaðurinn sem fer fyrir Auroracoin verkefninu segir að það muni taka tíma fyrir fólk að læra á kerfið, rétt eins og raunin var með internetið á sínum tíma. Frumkvöðull í upplýsingatækni segir verkefnið fyrst og fremst áhugaverða tilraun en efast um framtíð þess. 29. mars 2014 19:40