Bíó og sjónvarp

Tina Fey og talíbanar

Tina Fey kemur til með að framleiða og leika í kvikmyndaaðlögun á bók blaðamannsins Kim Barker um tíma sinn sem blaðamaður í Miðausturlöndum.

Bókin er á léttum nótum og það verður myndin einnig.

Bókin var gefin út árið 2011, og hlaut lof gagnrýnenda. 

Gagnrýnandi New York Times, Michiko Kakutani sagði að höfundi tækist að vera bæði bráðfyndinn og lýsa átakanlegum aðstæðum, að vera hnyttinn ásamt því að fræða lesendann um ástandið. Í þessari sömu gagnrýni segir Kakutani að Baker lýsi sjálfri sér sem einskonar „Tinu Fey karakter“ sem varpar ljósi á fáránleika og, um leið, alvarleika stríðs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.