Körfubolti

Damon með rifinn liðþófa - frá í 4-6 vikur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Damon Johnson.
Damon Johnson. Mynd/Davíð Þór
Damon Johnson verður ekkert meira með Keflavíkurliðinu í Dominos-deild karla í körfubolta á árinu 2014 þar sem að kappinn er með rifin liðþófa í hné.

Damon fer væntanlega í aðgerð á föstudagsmorguninn og þarf fjórar til sex vikur til þess að jafna sig. Þetta staðfestir eigkona hans, Emisha Tejeda Johnson, á fésbókarsíðu sinni í kvöld.

Damon Johnson er fertugur síðan í mars og hefur spilað mjög vel með Keflavíkurliðinu í vetur. Hann er með 17,5 stig og 7,3 fráköst að meðaltali í leik.

Keflvíkingar spila fimm leiki fram að áramótum og þann fyrsta á móti Tindastól á Króknum annað kvöld.

Áföllin dynja á karlaliði Keflvíkinga þessa dagana því þjálfari liðsins, Helgi Jónas Guðfinnsson, glímir við veikindi og óvíst er um framhaldið hjá honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×