Volkswagen hefur ekki undan í Kína Finnur Thorlacius skrifar 19. nóvember 2014 15:22 Mikilvægast markaður Volkswagen er í Kína. Mikilvægasti markaður nær allra bílaframleiðenda heimsins er Kína og vöxtur þeirra flestra byggir í gríðarmikilli aukinni sölu bíla þar. Það er þó erfitt að vaxa of hratt og það hefur Volkswagen rekist á. Sala Volkswagen bíla hefur vaxið um 10% á þessu ári en hún jókst um 16% á síðasta ári. Það hefði vafalaust tekist líka í ár ef Volkswagen hefði undan að framleiða nógu marga bíla í Kína. Volkswagen ætlar að fjárfesta fyrir 2.850 milljarða króna í nýjum verksmiðjum í Kína fram til ársins 2018 og tryggja að þar verði hægt að framleiða að minnsta kosti 4 milljónir bíla, en sumir bílar Volkswagen fjölskyldunnar sem seldir eru í Kína eru innfluttir. Ef teknar eru saman allar bílgerðir sem heyra undir Volkswagen, þar á meðal Skoda, Audi og Porsche þá stefnir salan í ár í um 3,6 milljónir bíla, eða ríflega þriðjung sölu allrar Volkswagen bílafjölskyldunnar í ár. Volkswagen stefnir á að ná General Motors í fjölda seldra bíla í Kína og hefur dregið á að undanförnu. Volkswagen framleiðir hræódýran bíl sérstaklega ætlaðan fyrir Kínamarkað en er einnig langt komið með að þróa algjöran lúxusbíl fyrir Kína, aðallega til að hefja ímynd Volkswagen upp, svo halda megi uppi verði þeirra. Ennfremur ætlar Volkswagen að bjóða meira en 20 gerðir rafmagns- eða Plug-In-Hybrid bíla í Kína árið 2018. Búist er við því að heildarbílasölumarkaðurinn í Kína vaxi hægar á næstu árum en á þeim síðustu og fari undir 10% vöxt á ári. Engu að síður eru tækifærin ærin, en í fáum löndum vex markaðurinn samt eins hratt. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent
Mikilvægasti markaður nær allra bílaframleiðenda heimsins er Kína og vöxtur þeirra flestra byggir í gríðarmikilli aukinni sölu bíla þar. Það er þó erfitt að vaxa of hratt og það hefur Volkswagen rekist á. Sala Volkswagen bíla hefur vaxið um 10% á þessu ári en hún jókst um 16% á síðasta ári. Það hefði vafalaust tekist líka í ár ef Volkswagen hefði undan að framleiða nógu marga bíla í Kína. Volkswagen ætlar að fjárfesta fyrir 2.850 milljarða króna í nýjum verksmiðjum í Kína fram til ársins 2018 og tryggja að þar verði hægt að framleiða að minnsta kosti 4 milljónir bíla, en sumir bílar Volkswagen fjölskyldunnar sem seldir eru í Kína eru innfluttir. Ef teknar eru saman allar bílgerðir sem heyra undir Volkswagen, þar á meðal Skoda, Audi og Porsche þá stefnir salan í ár í um 3,6 milljónir bíla, eða ríflega þriðjung sölu allrar Volkswagen bílafjölskyldunnar í ár. Volkswagen stefnir á að ná General Motors í fjölda seldra bíla í Kína og hefur dregið á að undanförnu. Volkswagen framleiðir hræódýran bíl sérstaklega ætlaðan fyrir Kínamarkað en er einnig langt komið með að þróa algjöran lúxusbíl fyrir Kína, aðallega til að hefja ímynd Volkswagen upp, svo halda megi uppi verði þeirra. Ennfremur ætlar Volkswagen að bjóða meira en 20 gerðir rafmagns- eða Plug-In-Hybrid bíla í Kína árið 2018. Búist er við því að heildarbílasölumarkaðurinn í Kína vaxi hægar á næstu árum en á þeim síðustu og fari undir 10% vöxt á ári. Engu að síður eru tækifærin ærin, en í fáum löndum vex markaðurinn samt eins hratt.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent