Lífið

Þetta er kynþokkafyllsti maður í heimi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Chris þykir kynþokkafullur.
Chris þykir kynþokkafullur. vísir/getty
Ástralski leikarinn Chris Hemsworth er kynþokkafyllsti maður heims að mati tímaritsins People. Tímaritið velur kynþokkafyllsta manninn ár hvert en í fyrra var það tónlistarmaðurinn Adam Levine sem hlaut nafnbótina.

Chris, 31 árs, segir í samtali við People að honum hafi þótt fyndið þegar hann fékk að vita að hann væri kynþokkafyllstur. Eiginkonu hans, fyrirsætunni Elsu Pataky, 38 ára, fannst það einnig spaugilegt.

„Ég held að nú megi ég monta mig í nokkrar vikur heima. Ég get bara sagt við hana: Mundu að þetta er það sem fólki finnst þannig að ég þarf ekki að vaska upp lengur. Ég þarf ekki að skipta um bleyjur. Það er fyrir neðan mína virðingu. Nú er ég búinn að meika það," segir Chris í viðtali við People.

Chris og Elsa gengu í það heilaga árið 2010 og eiga þrjú börn saman, dótturina Indiu, tveggja ára, og tvíburadrengina Sasha og Tristan, átta mánaða. Fjölskyldan býr í Ástralíu. Hann segir í viðtalinu að hann sé hamingjusamastur í heimalandinu með fjölskyldunni.

Chris æfir mikið til að halda sér í formi en leyfir sér líka svindl á sérstökum dögum.

„Þá eru það pítsur, hamborgarar, bjór, sykursætir hlutir. Allt sem ég má ekki fá!" segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.