Toyota og Land Rover bestir í endursölu Finnur Thorlacius skrifar 19. nóvember 2014 10:02 Enn eina ferðina er Toyota verðlaunað fyrir gott endursöluverð. Á bílasýningunni í Los Angeles sem er að hefjast verða veitt svokölluð Residual Value Awards til handa þeim bílaframleiðendum sem framleiða bíla er halda verði sínu best. Í þetta skiptið verða það framleiðendurnir Toyota og Land Rover sem verðlaunuð verða, Toyota í flokki hefðbundinna bíla og Land Rover í flokki lúxusbíla. Af einstaka bílgerðum hljóta einnig verðlaun bílarnir Mazda3 fyrir smábíla, Subaru Legacy fyrir millistærðarbíla, Dodge Charger fyrir stóra fólksbíla, Subaru WRX fyrir sportbíla og Toyota Tundra í flokki pallbíla. Þessi verðlaun þykja mikilvæg fyrir framleiðendur þar sem þau gefa kaupendum til kynna hvar fjárfestingar þeirra í bílum séu skynsamlegastar. Það skiptir ekki bara máli hvað bílar kosta í upphafi, heldur miklu fremur hversu vel þeir halda virði sínu í áframhaldinu. Toyota fékk flest Residual Value Awards verðlaun, eða samtals 6 af 26. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent
Á bílasýningunni í Los Angeles sem er að hefjast verða veitt svokölluð Residual Value Awards til handa þeim bílaframleiðendum sem framleiða bíla er halda verði sínu best. Í þetta skiptið verða það framleiðendurnir Toyota og Land Rover sem verðlaunuð verða, Toyota í flokki hefðbundinna bíla og Land Rover í flokki lúxusbíla. Af einstaka bílgerðum hljóta einnig verðlaun bílarnir Mazda3 fyrir smábíla, Subaru Legacy fyrir millistærðarbíla, Dodge Charger fyrir stóra fólksbíla, Subaru WRX fyrir sportbíla og Toyota Tundra í flokki pallbíla. Þessi verðlaun þykja mikilvæg fyrir framleiðendur þar sem þau gefa kaupendum til kynna hvar fjárfestingar þeirra í bílum séu skynsamlegastar. Það skiptir ekki bara máli hvað bílar kosta í upphafi, heldur miklu fremur hversu vel þeir halda virði sínu í áframhaldinu. Toyota fékk flest Residual Value Awards verðlaun, eða samtals 6 af 26.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent