Lífið

Prufusýnir óklárað draumaverk

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Leifur Þór Þorvaldsson
Leifur Þór Þorvaldsson Vísir/valli
„Ég er búinn að vinna að þessu verki í og með í fjögur ár,“ segir Leifur Þór Þorvaldsson listamaður, sem í kvöld verður með prufusýningu á verki sínu Draumfarir. Í verkinu vinnur hann með hugmyndir og rannsóknir sínar á draumum og hvað myndi gerast ef maður gæti stjórnað því hvað mann dreymir.

„Ég hef haft áhuga á draumum lengi og hugmyndin að þessu spratt út frá draumi sem mig dreymdi um að ég væri að skoða stjörnuhimininn með sjónauka,“ segir Leifur. Sýningin, sem verður opnuð á næsta ári, fjallar mikið um sköpunarferlið sjálft og hvernig draumur fléttast saman við raunveruleikann og hvernig væri ef maður færi að skoða stjörnuhimininn í draumi og hvort það sé hægt að kortleggja undirmeðvitundina.

„Ég er að vinna mikið með hugmyndir sem eru óþekkt stærð, eitthvað sem ég er bara að gera tilraunir með. Þess vegna finnst mér gott að sýna fólki verkið í miðri vinnslu, það gefur mér mögulega nýja sýn. Ég vinn aðallega með textann og viðfangsefnið núna, mun vinna meira með sjónræna hlutann og tónlistina í framhaldinu,“ segir hann.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandskynningu á verkinu.

Sýningin hefst klukkan átta í Tjarnarbíói, ókeypis er inn og allir velkomnir. Á fimmtudag verður svo önnur sýning á sama tíma. 

Draumfarir Tailer from SUBLIMI on Vimeo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×