Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Afturelding 20-26 | Markmennirnir í stuði í sigri Aftureldingar Anton Ingi Leifsson í Strandgötu skrifar 27. desember 2014 00:01 Björgvin Hólmgeirsson, skytta ÍR. vísir/stefán Afturelding vann ÍR í fjörugum leik í Flugfélag Íslands bikarnum og tryggði sér þar af leiðandi sæti í úrslitum bikarsins þar sem liðið mætir Val. Leikurinn var jafn og spennandi, en Afturelding leiddi í hálfleik 13-10. Þeir sigldu svo sigrinum heim eftir hraðan og fjörugan síðari hálfleik. Lokatölur 26-20. Liðin héldust í hendur í upphafi leiks, en þrjú mörk í röð frá ÍR breyttu stöðunni úr 3-3 í 6-3. Þá var sóknarleikur Aftureldingar dálítið stirður og Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar brá á það ráð að taka leikhlé. Eftir það varð sóknarleikurinn betri og boltinn flaut betur milli manna. Þeir komust hægt og rólega nær ÍR-ingum og náðu svo forustunni eftir tuttugu mínútna leik þegar Ágúst Birgisson kom þeim í 9-8. ÍR-ingar urðu heldur betur fyrir áfalli þegar níu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik þegar Björgvin Hólmgeirsson hneig niður um leið og hann var að fara undirbúa sig undir skot. Hann var síðan studdur af velli. Afturelding náði svo þriggja marka forskoti undir lok fyrri hálfleiks og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 13-10. Í síðari hálfleik var þetta svo erfitt fyrir ÍR, en liðið var eins og fyrr segir án Björgvins og svo stýrði Bjarni Fritzon liðinu af hliðarlínunni, en hann glímir einnig við meiðsli. Leikmenn Aftureldingar gáfu aldrei forystuna frá sér og í síðari hálfleik leiddu þeir alltaf. ÍR-ingar reyndu allt hvað þeir gátu, en sóknarleikur þeirra var oft nokkuð einhæfur. Brynjar Valgeir Steinarsson var sá eini sem var að taka almennilega á skarið og ungu strákarnir, sem fengu dýrmætan spiltíma, náðu ekki að leysa varnarleik Aftureldingar. Lokatölur urðu svo 26-20. Davíð Hlíðdal Svansson var algjörlega magnaður í markinu og var með um 50% markvörslu. Hinu megin voru þeir Arnór Freyr Stefánsson og Svavar Már Ólafsson ekkert síðri. Þeir Kristinn Bjarkason, Jóhann Jóhannsson, Árni Bragi Eyjólfsson og Birkir Benediktsson voru allir markahæstir hjá Aftureldingu með fjögur. Brynjar Valgeir var markahæstur úr Breiðholtinu með sex mörk.Davíð: Hamborgarahryggur í mönnum „Þetta er bara gaman. Við fáum að taka þátt hérna í skemmtilegu hraðmóti milli jóla og nýárs og við ætlum að hafa gaman að því," sagði Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, í leikslok, en hann varði og varði í marki Aftureldingar. „Ég held að það hafi bara verið meiri leikgleði hjá okkur, eigum við ekki að segja það? Þetta var nátturlega ekki fallegur handbolti á löngum köflum, en svona leikur er bara til þess að hafa gaman að þessu." „Ætli það sé ekki smá hamborgarahryggur í skrokknum á mönnum sem er að fara með menn. Það vantaði líka mikið af mönnum í bæði lið og það eru nýjir menn að fá tækifæri." „Það myndast mikill hávaði hérna í Strandgötunni og það er ótrúlega gaman að spila í þessu húsi. Það myndast mikil læti, þrátt fyrir að það sé lítið af fólki. Þetta er stressandi fyrir menn sem eru að stíga sín fyrstu skref." „Menn voru að næra sig virkilega vel. Rétt áður en ég kom var ég að klár aog er svo á leiðinni aftur núna. Það er búið að borða vel og það verður borðað vel þangað til jólin eru búin." „Okkur langar auðvitað í titil. Þetta getur verið fyrsti titill sem Afturelding fær í handbolta síðan 1999, þannig titill er titill. Við myndum taka fagnandi við honum," sagði Davíð í leikslok. Íslenski handboltinn Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira
Afturelding vann ÍR í fjörugum leik í Flugfélag Íslands bikarnum og tryggði sér þar af leiðandi sæti í úrslitum bikarsins þar sem liðið mætir Val. Leikurinn var jafn og spennandi, en Afturelding leiddi í hálfleik 13-10. Þeir sigldu svo sigrinum heim eftir hraðan og fjörugan síðari hálfleik. Lokatölur 26-20. Liðin héldust í hendur í upphafi leiks, en þrjú mörk í röð frá ÍR breyttu stöðunni úr 3-3 í 6-3. Þá var sóknarleikur Aftureldingar dálítið stirður og Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar brá á það ráð að taka leikhlé. Eftir það varð sóknarleikurinn betri og boltinn flaut betur milli manna. Þeir komust hægt og rólega nær ÍR-ingum og náðu svo forustunni eftir tuttugu mínútna leik þegar Ágúst Birgisson kom þeim í 9-8. ÍR-ingar urðu heldur betur fyrir áfalli þegar níu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik þegar Björgvin Hólmgeirsson hneig niður um leið og hann var að fara undirbúa sig undir skot. Hann var síðan studdur af velli. Afturelding náði svo þriggja marka forskoti undir lok fyrri hálfleiks og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 13-10. Í síðari hálfleik var þetta svo erfitt fyrir ÍR, en liðið var eins og fyrr segir án Björgvins og svo stýrði Bjarni Fritzon liðinu af hliðarlínunni, en hann glímir einnig við meiðsli. Leikmenn Aftureldingar gáfu aldrei forystuna frá sér og í síðari hálfleik leiddu þeir alltaf. ÍR-ingar reyndu allt hvað þeir gátu, en sóknarleikur þeirra var oft nokkuð einhæfur. Brynjar Valgeir Steinarsson var sá eini sem var að taka almennilega á skarið og ungu strákarnir, sem fengu dýrmætan spiltíma, náðu ekki að leysa varnarleik Aftureldingar. Lokatölur urðu svo 26-20. Davíð Hlíðdal Svansson var algjörlega magnaður í markinu og var með um 50% markvörslu. Hinu megin voru þeir Arnór Freyr Stefánsson og Svavar Már Ólafsson ekkert síðri. Þeir Kristinn Bjarkason, Jóhann Jóhannsson, Árni Bragi Eyjólfsson og Birkir Benediktsson voru allir markahæstir hjá Aftureldingu með fjögur. Brynjar Valgeir var markahæstur úr Breiðholtinu með sex mörk.Davíð: Hamborgarahryggur í mönnum „Þetta er bara gaman. Við fáum að taka þátt hérna í skemmtilegu hraðmóti milli jóla og nýárs og við ætlum að hafa gaman að því," sagði Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, í leikslok, en hann varði og varði í marki Aftureldingar. „Ég held að það hafi bara verið meiri leikgleði hjá okkur, eigum við ekki að segja það? Þetta var nátturlega ekki fallegur handbolti á löngum köflum, en svona leikur er bara til þess að hafa gaman að þessu." „Ætli það sé ekki smá hamborgarahryggur í skrokknum á mönnum sem er að fara með menn. Það vantaði líka mikið af mönnum í bæði lið og það eru nýjir menn að fá tækifæri." „Það myndast mikill hávaði hérna í Strandgötunni og það er ótrúlega gaman að spila í þessu húsi. Það myndast mikil læti, þrátt fyrir að það sé lítið af fólki. Þetta er stressandi fyrir menn sem eru að stíga sín fyrstu skref." „Menn voru að næra sig virkilega vel. Rétt áður en ég kom var ég að klár aog er svo á leiðinni aftur núna. Það er búið að borða vel og það verður borðað vel þangað til jólin eru búin." „Okkur langar auðvitað í titil. Þetta getur verið fyrsti titill sem Afturelding fær í handbolta síðan 1999, þannig titill er titill. Við myndum taka fagnandi við honum," sagði Davíð í leikslok.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira