Íslenski boltinn

Pálmi Rafn gerir þriggja ára samning við KR

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Pálmi Rafn hefur spilað síðustu þrjú ár með Lilleström.
Pálmi Rafn hefur spilað síðustu þrjú ár með Lilleström. mynd/lsk.no
Knattspyrnumaðurinn Pálmi Rafn Pálmsson hefur samþykkt að gera þriggja ára samning við KR í Pepsi-deild karla, samkvæmt heimildum Vísis, en hann verður kynntur til leiks á blaðamannafundi í Vesturbænum síðar í dag.

Pálmi Rafn hefur spilað með Lilleström undanfarin þrjú ár og Stabæk í þrjú og hálft á undan því, en hann fór í atvinnumennsku frá Val sumarið 2008.

Hann náði ekki samningum við Lilleström og ákvað að halda heim, en hann hefur verið eftirsóttur af KR, FH, Val og 1. deildar liði KA.

Þessi þrítugi Húsvíkingur ræddi við öll fjögur félögin en ákvað á endanum að semja við bikarmeistara KR sem höfnuðu í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð.

Þetta eru góð tíðindi fyrir Vesturbæjarfélagið, en KR-ingum sárvantar öflugan miðjumann eftir að fyrirliðinn Baldur Sigurðsson ákvað að fara aftur út í atvinnumennsku í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×