Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fylkir 0-2 | Fyrsti sigur Fylkis á Vodafone-vellinum Anton Ingi Leifsson skrifar 24. júní 2014 16:23 Úr leiknum í kvöld. Vísir/Daníel Nýliðar Fylkis unnu frekar óvæntan sigur á Valsstúlkum í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Lucy Gildein og Hulda Hrund Arnarsdóttir sáu um markaskorun gestana og lokatölur 2-0. Enn og aftur halda Fylkisstúlkur hreinu. Fylkisstúlkur voru mun beinskeyttari en heimastúlkur og unnu fyllilega verðskuldaðan sigur. Þær lágu til baka, beittu flottum skyndisóknum og það var hreinlega eins og heimastúlkur hafi lítið nennt að spila þennan leik. Valsstúlkur gerðu tvær breytingar frá afhroðinu gegn Stjörnunni í síðasta leik, en þær töpuðu 7-2 á Samsung-vellinum í Garðarbæ. Gígja Valgerður Harðardóttir og Rakel Logadóttir komu inn í liðið, en Pála Marie Einarsdóttir var ekki með og Katrín Gylfadóttir sast á bekkinn. Hjá Fylki var ein breyting, en Ruth Þórðar Þórðardóttir kom inn í liðið í stað Rakelar Ýr Einarsdóttur sem fékk sér sæti á bekknum. Leikurinn byrjaði rólega en í hann átti eftir að færast meira fjör. Valsstúlkur byrjuðu ívíð betur og áttu nokkur skot fyrir utan teiginn sem höfnuðu þó flest öll beint í höndunum á Írisi í marki Fylkis. Það voru hins vegar gestirnir úr Árbænum sem komust yfir eftir 24. mínútna leik, eftir darraðadans í vítateig Valsmanna og Lucy Gildein kom boltanum yfir línuna. Fyrri hálfleikurinn fór að mestu leyti fram á vallarhelming gestanna, en þræ lágu vel til baka og voru skipalagðar og agaðar. Þær beittu svo hröðum skyndisóknum og ein svoleiðis skilaði marki og önnur dauðafæri. Heimastúlkur náðu ekki að skapa sér nein galopin færi í fyrri hálfleik og leiddu því gestirnir, 0-1, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var varla farinn af stað þegar Hulda Hrund Arnarsdóttir tvöfaldaði forystu Fylkisstúlkna og nú voru góð ráð dýr fyrir heimastúlkur sem voru komnar með bakið upp við vegg. Sóknarleikur Valsstúlkna var hugmyndasnauður og gestirnir gáfu fá færi á sér. Lokatölur urðu svo 2-0. Leikur Valsliðsins í síðari hálfleik var ekki uppá marga fiska. Ragna Lóa, þjálfari Fylkis, kortlagði leikinn hárrétt og taktískur sigur Rögnu Lóu staðreynd. Um var að ræða fyrsta sigur Fylkis á Val síðan árið 2010 og fyrsti sigur liðsins á Vodafone-vellinum síðan hann kom fram á sjónvarsviðið. Leikurinn var sjötti leikur tímabilsins hjá Fylki og hafa þær einungis fengið á sig mark í einum leik og var það gegn Stjörnunni. Í hinum fimm leikjunum hefur liðið haldið hreinu. Magnað. Fylkisstúlkur fara með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar, með jafn mörg stig og Þór/KA sem er í sætinu fyrir ofan. Valur er hins vegar í því fimmta með einungis tíu stig eftir sex leiki sem er langt því frá að vera ásættanlegur árangur á Hlíðarenda. Dóra María, miðjumaður Vals: Ekki ásættanlegt fyrir lið eins og Val ,,Við fengum á okkur tvö mörk og náum ekki að skora. Það var mjög margt sem var að klikka hjá okkur," sagði Dóra María við Vísi í leikslok. ,,Mér fannst við fá ósanngjarnt á okkur fyrsta markið. Mér fannst brotið á okkar leikmanni í aðdraganda marksins og þær fá gefins mark. Auðvitað eigum við samt að vera meira lið og geta brugðist við slíku mótlæti." ,,Við náðum ekki að skapa okkur nægilega mörg opin færi. Við sköpuðum tvö til þrjú góð færi, ef það náði þeim fjölda. Ég hrósa Fylki bara fyrir þétta vörn og við vorum kannski ekki að sækja á nógu mörgum mönnum," og aðspurð út í uppskeruna; tíu stig eftir sex leiki svaraði Dóra. ,,Það er ekki ásættanlegt fyrir lið eins og Val." ,,Við ætlum að reyna í þau stig sem við getum og sjá hvað það skilar okkar. Þetta er ekki í okkar höndum og öll lið geta unnið alla. Þetta er opin deild," sagði Dóra María í leikslok. Ragna Lóa, þjálfari Fylkis: Mér er skítsama ,,Þetta var bara stórkostlegt. Við vorum búnar að leggja á okkur óhemju vinnu við að undirbúa þennan leik," sagði Ragna Lóa, þjálfari Fylkis, í leikslok. ,,Við vissum alveg hvað við ætluðum að gera. Við ætluðum að sækja hratt á þær og það gekk upp í dag. Við erum hæstánægðar. Það er ekkert létt að fara á Hlíðarenda og ná í þrjú stig," sem var misánægð með dómgæsluna í leiknum. ,,Mér fannst leikmaður Vals eiga vera rekinn útaf, en mér er skítsama. Við náðum í þessi stig og um það snýst þetta. Ég nenni ekki að láta dómarana meira heyra það, þetta gekk upp og ég er sátt." ,,Ég vil meina að þessi vörn sé ein af bestu vörnunum í efstu deild. Við erum búnar að leggja mikla áherslu á hana og ef þú heldur hreinu þá taparu ekki." ,,Ef það er stemning í liðinu og góð orka og eilíf hamingja - þá vil ég meina að það skil árangri." ,,Ég stefni bara á toppinn," sagði Ragna Lóa í leikslok kampakát. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Nýliðar Fylkis unnu frekar óvæntan sigur á Valsstúlkum í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Lucy Gildein og Hulda Hrund Arnarsdóttir sáu um markaskorun gestana og lokatölur 2-0. Enn og aftur halda Fylkisstúlkur hreinu. Fylkisstúlkur voru mun beinskeyttari en heimastúlkur og unnu fyllilega verðskuldaðan sigur. Þær lágu til baka, beittu flottum skyndisóknum og það var hreinlega eins og heimastúlkur hafi lítið nennt að spila þennan leik. Valsstúlkur gerðu tvær breytingar frá afhroðinu gegn Stjörnunni í síðasta leik, en þær töpuðu 7-2 á Samsung-vellinum í Garðarbæ. Gígja Valgerður Harðardóttir og Rakel Logadóttir komu inn í liðið, en Pála Marie Einarsdóttir var ekki með og Katrín Gylfadóttir sast á bekkinn. Hjá Fylki var ein breyting, en Ruth Þórðar Þórðardóttir kom inn í liðið í stað Rakelar Ýr Einarsdóttur sem fékk sér sæti á bekknum. Leikurinn byrjaði rólega en í hann átti eftir að færast meira fjör. Valsstúlkur byrjuðu ívíð betur og áttu nokkur skot fyrir utan teiginn sem höfnuðu þó flest öll beint í höndunum á Írisi í marki Fylkis. Það voru hins vegar gestirnir úr Árbænum sem komust yfir eftir 24. mínútna leik, eftir darraðadans í vítateig Valsmanna og Lucy Gildein kom boltanum yfir línuna. Fyrri hálfleikurinn fór að mestu leyti fram á vallarhelming gestanna, en þræ lágu vel til baka og voru skipalagðar og agaðar. Þær beittu svo hröðum skyndisóknum og ein svoleiðis skilaði marki og önnur dauðafæri. Heimastúlkur náðu ekki að skapa sér nein galopin færi í fyrri hálfleik og leiddu því gestirnir, 0-1, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var varla farinn af stað þegar Hulda Hrund Arnarsdóttir tvöfaldaði forystu Fylkisstúlkna og nú voru góð ráð dýr fyrir heimastúlkur sem voru komnar með bakið upp við vegg. Sóknarleikur Valsstúlkna var hugmyndasnauður og gestirnir gáfu fá færi á sér. Lokatölur urðu svo 2-0. Leikur Valsliðsins í síðari hálfleik var ekki uppá marga fiska. Ragna Lóa, þjálfari Fylkis, kortlagði leikinn hárrétt og taktískur sigur Rögnu Lóu staðreynd. Um var að ræða fyrsta sigur Fylkis á Val síðan árið 2010 og fyrsti sigur liðsins á Vodafone-vellinum síðan hann kom fram á sjónvarsviðið. Leikurinn var sjötti leikur tímabilsins hjá Fylki og hafa þær einungis fengið á sig mark í einum leik og var það gegn Stjörnunni. Í hinum fimm leikjunum hefur liðið haldið hreinu. Magnað. Fylkisstúlkur fara með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar, með jafn mörg stig og Þór/KA sem er í sætinu fyrir ofan. Valur er hins vegar í því fimmta með einungis tíu stig eftir sex leiki sem er langt því frá að vera ásættanlegur árangur á Hlíðarenda. Dóra María, miðjumaður Vals: Ekki ásættanlegt fyrir lið eins og Val ,,Við fengum á okkur tvö mörk og náum ekki að skora. Það var mjög margt sem var að klikka hjá okkur," sagði Dóra María við Vísi í leikslok. ,,Mér fannst við fá ósanngjarnt á okkur fyrsta markið. Mér fannst brotið á okkar leikmanni í aðdraganda marksins og þær fá gefins mark. Auðvitað eigum við samt að vera meira lið og geta brugðist við slíku mótlæti." ,,Við náðum ekki að skapa okkur nægilega mörg opin færi. Við sköpuðum tvö til þrjú góð færi, ef það náði þeim fjölda. Ég hrósa Fylki bara fyrir þétta vörn og við vorum kannski ekki að sækja á nógu mörgum mönnum," og aðspurð út í uppskeruna; tíu stig eftir sex leiki svaraði Dóra. ,,Það er ekki ásættanlegt fyrir lið eins og Val." ,,Við ætlum að reyna í þau stig sem við getum og sjá hvað það skilar okkar. Þetta er ekki í okkar höndum og öll lið geta unnið alla. Þetta er opin deild," sagði Dóra María í leikslok. Ragna Lóa, þjálfari Fylkis: Mér er skítsama ,,Þetta var bara stórkostlegt. Við vorum búnar að leggja á okkur óhemju vinnu við að undirbúa þennan leik," sagði Ragna Lóa, þjálfari Fylkis, í leikslok. ,,Við vissum alveg hvað við ætluðum að gera. Við ætluðum að sækja hratt á þær og það gekk upp í dag. Við erum hæstánægðar. Það er ekkert létt að fara á Hlíðarenda og ná í þrjú stig," sem var misánægð með dómgæsluna í leiknum. ,,Mér fannst leikmaður Vals eiga vera rekinn útaf, en mér er skítsama. Við náðum í þessi stig og um það snýst þetta. Ég nenni ekki að láta dómarana meira heyra það, þetta gekk upp og ég er sátt." ,,Ég vil meina að þessi vörn sé ein af bestu vörnunum í efstu deild. Við erum búnar að leggja mikla áherslu á hana og ef þú heldur hreinu þá taparu ekki." ,,Ef það er stemning í liðinu og góð orka og eilíf hamingja - þá vil ég meina að það skil árangri." ,,Ég stefni bara á toppinn," sagði Ragna Lóa í leikslok kampakát.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira