Íslenski boltinn

Stjarnan skoraði fimm og skaust á toppinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss.
Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss. Vísir/stefán
Harpa Þorsteinsdóttir, markadrottning Pepsi-deild kvenna í fyrra, skoraði fjögur mörk fyrir Stjörnuna sem vann Selfoss, 5-3, á Selfossi í kvöld

Með sigrinum skaust Selfoss á topp deildarinnar með 15 stig því Þór/KA tapaði fyrir Breiðabliki, 0-1, á heimavelli fyrr í kvöld.

Afturelding vann sinn fyrsta sigur í deildinni í sumar þegar liðið lagði ÍA, 4-1, í sex stiga fallslag. Ingunn Dögg Eiríksdóttir, leikmaður Skagans, fékk rautt spjald í leiknum.

Afturelding er nú með þrjú stig í deildinni en Skaginn er á botninum án stiga.

Selfoss - Stjarnan 3-5

1-0 Dagný Brynjarsdóttir (7.), 1-1 Harpa Þorsteinsdóttir (16), 1-2 Harpa Þorsteinsdóttir (19, víti), 1-3 Harpa Þorsteinsdóttir (28.), 1-4 Marta Carissimi (36.), 2-4 Arna Ómarsdóttir (44), 2-5 Harpa Þorsteinsdóttir (54.), 3-5 Arna Ómarsdóttir (65.).

Afturelding - ÍA 4-1

1-0 (6.), 2-0 Amy Michelle Marron (25.), 3-0 Helen Lynskey (37.), 3-1 Guðrún Karítas Sigurðardóttir (53.), 4-1 Stefanía Valdimarsdóttir (90.+4).

Rautt spjald: Ingunn Dögg Eiríksdóttir, ÍA (57.).

Þór/KA - Breiðablik 0-1

0-1 Guðrún Arnardóttir (70.).

Valur - Fylkir 0-2

0-1 Lucy Gildein (24.), 0-2 Hulda Hrund Arnarsdóttir (47.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×