Skógá að vakna aftur til lífsins Karl Lúðvíksson skrifar 24. júní 2014 09:59 Skógá undir Eyjafjöllum fór mjög illa út úr gosinu í Eyjafjallajökli en áin fylltist af ösku og talið var að hún myndi aldrei jafna sig eftir hamfarirnar. Annað hefur þó komið á daginn og veiðin í fyrra skilaði samtals 150 löxum á land þrátt fyrir að áin væri lítið stunduð. Mesta veiðin í ánni var 2008 þegar 1537 laxar komu á land og um 500 bleikjur. Nú hefur verið unnið mikið í ánni, þar á meðal var ósinn lagaður svo nú er vel fiskgengt í ánna en eftir gos var engin möguleiki fyrir lax að ganga og það sumar lónaði göngufiskur í sjónum fyrir neðan langt fram eftir hausti en hann hélt sig líka þar vegna framburðar í ánni. Í fyrra var sleppt 30.000 seiðum og 36.000 árið 2012 svo það má reikna með að áin komist aftur til fyrri frægðar þegar þessi seiði snúa aftur sem eins og tveggja ára laxar. Leyfi í ánna eru nú aftur komin í sölu hjá www.veida.is. Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði
Skógá undir Eyjafjöllum fór mjög illa út úr gosinu í Eyjafjallajökli en áin fylltist af ösku og talið var að hún myndi aldrei jafna sig eftir hamfarirnar. Annað hefur þó komið á daginn og veiðin í fyrra skilaði samtals 150 löxum á land þrátt fyrir að áin væri lítið stunduð. Mesta veiðin í ánni var 2008 þegar 1537 laxar komu á land og um 500 bleikjur. Nú hefur verið unnið mikið í ánni, þar á meðal var ósinn lagaður svo nú er vel fiskgengt í ánna en eftir gos var engin möguleiki fyrir lax að ganga og það sumar lónaði göngufiskur í sjónum fyrir neðan langt fram eftir hausti en hann hélt sig líka þar vegna framburðar í ánni. Í fyrra var sleppt 30.000 seiðum og 36.000 árið 2012 svo það má reikna með að áin komist aftur til fyrri frægðar þegar þessi seiði snúa aftur sem eins og tveggja ára laxar. Leyfi í ánna eru nú aftur komin í sölu hjá www.veida.is.
Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði