Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Breiðablik 2-0 | Elías Már sá um Blika Árni Jóhannsson á Nettó-vellinum skrifar 12. maí 2014 13:53 Keflvíkingar byrja vel. Vísir/Daníel Keflavík er eitt á toppi Pepsi-deildar karla með fullt hús stiga eftir góðan sigur á Breiðabliki í kvöld.Elías Már Ómarsson skoraði bæði mörk leiksins í síðari hálfleik en Keflavík hefur komið mörgum á óvart með því að vinna fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu. Gengi Blika er einnig óvænt en lærisveinar Ólafs Kristjánssonar eru með aðeins eitt stig. Keflvíkingar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik á Nettóvellinum í kvöld. Þeir fengu fyrsta færi leiksins á fyrstu mínútu en Elías Már hitti ekki á markið. Það átti eftir að vera saga hans í fyrri hálfleik en drengurinn tók mýmörg skot en ekkert þeirra hitti á markið. Keflvíkingar voru eins og áður segir betri, ákafinn í leik þeirra var mun meiri og það voru þeir sem fengu færin. Mikil deyfð var yfir leik Blika og sýndu þeir litla sem enga sóknartilburði nema fyrir um fimm mínútna kafla í lok fyrri hálfleiks. Þau skot sem tekin voru hittu ekki rammann og úr varð að markalaust var í hálfleik. Keflvíkingar juku pressuna á mark Blika í upphafi seinni hálfleiks og var spurningin ekki hvort heldur hvenær þeir myndu ná að brjóta múrinn. Múrinn brotnaði þegar 62 mínútur voru liðnar af leiknum en þá gerðu Blikar sig seka um agalegann klaufaskap. Boltinn var sendur, nokkuð fast, af stuttu færi aftur á Gunnleif markmann sem gat ekkert gert nema spyrna boltanum frá markinu en undir mikilli pressu. Boltinn barst á Magnús Sverri Þorsteinsson sem renndi boltanum á Elías Már sem átti ekki í neinum vandræðum með að senda boltann í netið framhjá Gunnleifi Gunnleifssyni og varnarmanni Blika sem hafði tekið sér stöðu á línunni. Eftir markið duttu heimamenn örlítið aftar á völlinn og leyfðu Breiðablik að hafa boltann en bitleysið í sóknarleik gestanna var algjört og náðu þeir ekki að skapa sér nein færi. Þegar um átta mínútur lifðu af venjulegum leiktíma spyrnti Magnús Þórir Matthíasson boltanum úr vörn heimamanna og inn fyrir vörn Breiðabliks. Þar kom askvaðandi Elías Már og stakk varnarmenn Blika af áður en hann renndi boltanum framhjá Gunnleifi í markinu. Með því var ljóst að Keflvíkingar myndu hirða öll stigin í kvöld og skilja Blikana með sárt ennið. Heimamenn eru vel að sigrinum komnir og sitja þessa stundina einir á toppi deildarinnar. Blikar hafa núna þrjá daga til að hugsa sinn gang og gíra sig fyrir næsta leik en þeir spiluðu ekki vel í dag og hljóta að eiga meira inni en það sem þeir sýndu á Nettó-vellinum í Keflavík í dag. Elías Már: Virkilega ánægður með stiginÚr leik Vals og Keflavíkur á undirbúningstímabilinu.Vísir/DaníelMaður leiksins á Nettóvellinum í kvöld var án vafa Elías Már en kappinn skoraði tvö mörk, óð í færum og hljóp úr sér lungun í 90 mínútur. Hann var mjög sáttur með niðurstöðuna fyrr í kvöld. „Þetta var virkilega sætur sigur og er ég mjög ánægður með þessi þrjú stig. Ég fann mig mjög vel í þessum leik, var náttúrulega ekki með á móti Val og er virkilega ánægður að geta komið svona sterkur til baka.“ Elías missti af leiknum við Val vegna heilahristings sem hann hlaut á móti Þór í fyrstu umferðinni en sagðist vera orðinn góður af þeim meiðslum. „Þetta er virkilega góð byrjun hjá okkur í Keflavík og eitt af markmiðum okkar er að fara sem hæst í töflunni.“ Einhver í stúkunni vildi meina að Elías væri orðinn Breiðabliksbani en hann hefur skorað 4 mörk í þremur leikjum á móti Kópavogsliðinu. „Ég virðist finna mig vel á móti þeim en nú er bara að halda áfram og skora mörk á móti fleiri liðum.“ Ólafur Kristjánsson: Virðumst ekki þekkja okkar vitjunartímaÓlafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks.Vísir/Vilhelm„Úrslitin eru svekkjandi en þegar maður lítur yfir hvernig leikurinn spilaðist þá eru þau jafnvel ekkert svekkjandi. Keflavíkurliðið var einfaldlega ákafara og grimmara og sótti þennan sigur meira heldur en við,“ sagði þjálfari Breiðabliks eftir leikinn á móti Keflavík fyrr í kvöld. Hann var spurður hvort eitthvað hafi komið honum á óvart varðandi lið Keflavíkur og spilamennsku þeirra: „Ekkert sem kom á óvart, ég vissi það að þeir myndu mæta skipulagðir og baráttuglaðir. Þeir þekkja sína styrkleika og veikleika og spiluðu á því í dag og ekkert annað hægt að gera en að hrósa þeim fyrir það. Að sama skapi virðumst við ekki þekkja okkar vitjunartíma, hvorki varnar né sóknarlega, erum klaufalegir og flumbrugangur á okkur þegar Keflavík skora þessi tvö mörk. Það ætti að vera hægt að keyra þessu heim með því að halda markinu hreinu en það tókst ekki í kvöld.“ Ólafur neyddist til að skipta tveimur leikmönnum út af í kvöld vegna meiðsla og sagði það vera erfitt að þurfa skipta leikmönnum út af vegna meiðsla en sagði að liðið hans ætti að þola það. „Það er svekkjandi að fá ekkert hér í dag og það var svekkjandi að tapa á móti KR. Við getum verið ánægðir með stigið sem við náðum í í Hafnarfirði eins og leikurinn spilaðist. Það er hægt að henda sér í það að vera gríðarlega svekktur og sjá þá ekki það sem við þurfum að gera en vinnan hjá okkur núna er að laga þá hluti sem eru að og standa saman í því. Annars verður þetta sumar gríðarlega svekkjandi ef við förum ekki í þá vinnu strax.“ Kristján: Vonandi með góðan grunn til að sleppa við bont juðiðKristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/DaníelÞað var breitt brosið á þjálfara Keflvíkinga í leikslok. „Við erum mjög ánægðir með leik liðsins, frammistaðan er mjög góð og við vinnum sem ein heild í því sem við ætluðum að gera varnarlega og sóknarlega. Við skerptum á sóknarleiknum í seinni hálfleik, mér fannst við ekki nógu ákafir í sóknarleiknum í fyrri hálfleik en þess betri í varnarskipulaginu og svo ákafir í seinni hálfleik og ætluðum okkur að skora þegar við fórum á sóknar þriðjunginn.“ „Þetta verður einmitt að líta þannig út að þótt að vanti menn þá verða þeir sem koma inn að standa sig. Hvað sem þeir heita eða hversu ungir þeir eru“, sagði Kristján þegar hann var spurður hvort það hefði skipt máli að það vantaði Hörð Sveinsson og Jóhann B. Guðmundsson. Ekki er vitað hvað Hörður verður lengi frá en Jóhann ætti að vera klár fyrir næsta leik. „Þetta er virkilega góð byrjun hjá okkur en ef við værum búnir að halda hreinu í öllum leikjunum þá væri hægt að kalla þetta draumabyrjun. Spámenn spá fyrir um úrslit mótsins rétt fyrir mót en okkar undirbúningur hefst einhverjum sjö mánuðum fyrr, þannig að við stefndum á þetta að koma okkur úr þessu botn juði sem liðið hefur dregist í undanfarin ár og við vonandi erum núna búnir að byggja góðann grunn, með þessum níu stigum, til þess að forðast slíkt og eiga glaðara sumar í vændum.“ Um Elías Már Ómarsson sagði Kristján: „Hvað getur maður sagt. Ungur drengur sem kemur með mikinn ákafa inn í liðið og kemur sér í færi strax í byrjun og er virkilega efnilegur leikmaður. Sérstaklega finnst mér það gott að skora einn á einn á móti Gulla sem er mjög reyndur markvörður sem fíflar oft þessa ungu stráka en hann kláraði þetta vel og við erum þakklátir fyrir það. Hann gerir það samt ekki nema að vera með 10 góða fyrir aftan sig.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Keflavík er eitt á toppi Pepsi-deildar karla með fullt hús stiga eftir góðan sigur á Breiðabliki í kvöld.Elías Már Ómarsson skoraði bæði mörk leiksins í síðari hálfleik en Keflavík hefur komið mörgum á óvart með því að vinna fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu. Gengi Blika er einnig óvænt en lærisveinar Ólafs Kristjánssonar eru með aðeins eitt stig. Keflvíkingar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik á Nettóvellinum í kvöld. Þeir fengu fyrsta færi leiksins á fyrstu mínútu en Elías Már hitti ekki á markið. Það átti eftir að vera saga hans í fyrri hálfleik en drengurinn tók mýmörg skot en ekkert þeirra hitti á markið. Keflvíkingar voru eins og áður segir betri, ákafinn í leik þeirra var mun meiri og það voru þeir sem fengu færin. Mikil deyfð var yfir leik Blika og sýndu þeir litla sem enga sóknartilburði nema fyrir um fimm mínútna kafla í lok fyrri hálfleiks. Þau skot sem tekin voru hittu ekki rammann og úr varð að markalaust var í hálfleik. Keflvíkingar juku pressuna á mark Blika í upphafi seinni hálfleiks og var spurningin ekki hvort heldur hvenær þeir myndu ná að brjóta múrinn. Múrinn brotnaði þegar 62 mínútur voru liðnar af leiknum en þá gerðu Blikar sig seka um agalegann klaufaskap. Boltinn var sendur, nokkuð fast, af stuttu færi aftur á Gunnleif markmann sem gat ekkert gert nema spyrna boltanum frá markinu en undir mikilli pressu. Boltinn barst á Magnús Sverri Þorsteinsson sem renndi boltanum á Elías Már sem átti ekki í neinum vandræðum með að senda boltann í netið framhjá Gunnleifi Gunnleifssyni og varnarmanni Blika sem hafði tekið sér stöðu á línunni. Eftir markið duttu heimamenn örlítið aftar á völlinn og leyfðu Breiðablik að hafa boltann en bitleysið í sóknarleik gestanna var algjört og náðu þeir ekki að skapa sér nein færi. Þegar um átta mínútur lifðu af venjulegum leiktíma spyrnti Magnús Þórir Matthíasson boltanum úr vörn heimamanna og inn fyrir vörn Breiðabliks. Þar kom askvaðandi Elías Már og stakk varnarmenn Blika af áður en hann renndi boltanum framhjá Gunnleifi í markinu. Með því var ljóst að Keflvíkingar myndu hirða öll stigin í kvöld og skilja Blikana með sárt ennið. Heimamenn eru vel að sigrinum komnir og sitja þessa stundina einir á toppi deildarinnar. Blikar hafa núna þrjá daga til að hugsa sinn gang og gíra sig fyrir næsta leik en þeir spiluðu ekki vel í dag og hljóta að eiga meira inni en það sem þeir sýndu á Nettó-vellinum í Keflavík í dag. Elías Már: Virkilega ánægður með stiginÚr leik Vals og Keflavíkur á undirbúningstímabilinu.Vísir/DaníelMaður leiksins á Nettóvellinum í kvöld var án vafa Elías Már en kappinn skoraði tvö mörk, óð í færum og hljóp úr sér lungun í 90 mínútur. Hann var mjög sáttur með niðurstöðuna fyrr í kvöld. „Þetta var virkilega sætur sigur og er ég mjög ánægður með þessi þrjú stig. Ég fann mig mjög vel í þessum leik, var náttúrulega ekki með á móti Val og er virkilega ánægður að geta komið svona sterkur til baka.“ Elías missti af leiknum við Val vegna heilahristings sem hann hlaut á móti Þór í fyrstu umferðinni en sagðist vera orðinn góður af þeim meiðslum. „Þetta er virkilega góð byrjun hjá okkur í Keflavík og eitt af markmiðum okkar er að fara sem hæst í töflunni.“ Einhver í stúkunni vildi meina að Elías væri orðinn Breiðabliksbani en hann hefur skorað 4 mörk í þremur leikjum á móti Kópavogsliðinu. „Ég virðist finna mig vel á móti þeim en nú er bara að halda áfram og skora mörk á móti fleiri liðum.“ Ólafur Kristjánsson: Virðumst ekki þekkja okkar vitjunartímaÓlafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks.Vísir/Vilhelm„Úrslitin eru svekkjandi en þegar maður lítur yfir hvernig leikurinn spilaðist þá eru þau jafnvel ekkert svekkjandi. Keflavíkurliðið var einfaldlega ákafara og grimmara og sótti þennan sigur meira heldur en við,“ sagði þjálfari Breiðabliks eftir leikinn á móti Keflavík fyrr í kvöld. Hann var spurður hvort eitthvað hafi komið honum á óvart varðandi lið Keflavíkur og spilamennsku þeirra: „Ekkert sem kom á óvart, ég vissi það að þeir myndu mæta skipulagðir og baráttuglaðir. Þeir þekkja sína styrkleika og veikleika og spiluðu á því í dag og ekkert annað hægt að gera en að hrósa þeim fyrir það. Að sama skapi virðumst við ekki þekkja okkar vitjunartíma, hvorki varnar né sóknarlega, erum klaufalegir og flumbrugangur á okkur þegar Keflavík skora þessi tvö mörk. Það ætti að vera hægt að keyra þessu heim með því að halda markinu hreinu en það tókst ekki í kvöld.“ Ólafur neyddist til að skipta tveimur leikmönnum út af í kvöld vegna meiðsla og sagði það vera erfitt að þurfa skipta leikmönnum út af vegna meiðsla en sagði að liðið hans ætti að þola það. „Það er svekkjandi að fá ekkert hér í dag og það var svekkjandi að tapa á móti KR. Við getum verið ánægðir með stigið sem við náðum í í Hafnarfirði eins og leikurinn spilaðist. Það er hægt að henda sér í það að vera gríðarlega svekktur og sjá þá ekki það sem við þurfum að gera en vinnan hjá okkur núna er að laga þá hluti sem eru að og standa saman í því. Annars verður þetta sumar gríðarlega svekkjandi ef við förum ekki í þá vinnu strax.“ Kristján: Vonandi með góðan grunn til að sleppa við bont juðiðKristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/DaníelÞað var breitt brosið á þjálfara Keflvíkinga í leikslok. „Við erum mjög ánægðir með leik liðsins, frammistaðan er mjög góð og við vinnum sem ein heild í því sem við ætluðum að gera varnarlega og sóknarlega. Við skerptum á sóknarleiknum í seinni hálfleik, mér fannst við ekki nógu ákafir í sóknarleiknum í fyrri hálfleik en þess betri í varnarskipulaginu og svo ákafir í seinni hálfleik og ætluðum okkur að skora þegar við fórum á sóknar þriðjunginn.“ „Þetta verður einmitt að líta þannig út að þótt að vanti menn þá verða þeir sem koma inn að standa sig. Hvað sem þeir heita eða hversu ungir þeir eru“, sagði Kristján þegar hann var spurður hvort það hefði skipt máli að það vantaði Hörð Sveinsson og Jóhann B. Guðmundsson. Ekki er vitað hvað Hörður verður lengi frá en Jóhann ætti að vera klár fyrir næsta leik. „Þetta er virkilega góð byrjun hjá okkur en ef við værum búnir að halda hreinu í öllum leikjunum þá væri hægt að kalla þetta draumabyrjun. Spámenn spá fyrir um úrslit mótsins rétt fyrir mót en okkar undirbúningur hefst einhverjum sjö mánuðum fyrr, þannig að við stefndum á þetta að koma okkur úr þessu botn juði sem liðið hefur dregist í undanfarin ár og við vonandi erum núna búnir að byggja góðann grunn, með þessum níu stigum, til þess að forðast slíkt og eiga glaðara sumar í vændum.“ Um Elías Már Ómarsson sagði Kristján: „Hvað getur maður sagt. Ungur drengur sem kemur með mikinn ákafa inn í liðið og kemur sér í færi strax í byrjun og er virkilega efnilegur leikmaður. Sérstaklega finnst mér það gott að skora einn á einn á móti Gulla sem er mjög reyndur markvörður sem fíflar oft þessa ungu stráka en hann kláraði þetta vel og við erum þakklátir fyrir það. Hann gerir það samt ekki nema að vera með 10 góða fyrir aftan sig.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira