Tilnefningar til samfélagsverðlauna Fréttablaðsins Friðrika Benónýsdóttir skrifar 12. maí 2014 12:00 Pollapönk. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða veitt í níunda sinn á þriðjudaginn, 13 maí. Eins og fyrr barst fjöldinn allur af uppástungum um verðuga verðlaunahafa og nú hafa eftirtaldir verið valdir til tilnefningar í þeim fjórum flokkum sem verðlaun eru veittSamfélagsverðlauninKlúbburinn Geysir - Fyrir að hjálpa fólki að fóta sig í lífinu á ný eftir geðræn veikindi. Ástæða tilnefningar: Klúbburinn Geysir býður velkomna þá sem eiga eða hafa átt við geðræn veikindi að stríða, til að vinna uppbyggilegt starf á jafningjagrundvelli með það að markmiði að auka samfélagslega þátttöku og efla lífsgæði. Einnig er veittur stuðningur í námi og atvinnuleit og í samstarfi við fyrirtæki boðið upp á tímabundin atvinnutækifæri á almennum vinnumarkaði. Klúbburinn Geysir á fimmtán ára starfsafmæli í haust og hefur á starfstíma sínum hjálpað fjölda fólks til betra lífs.Hjálparsími Rauða krossins - Fyrir að vera til staðar fyrir þá sem eiga erfitt og veita sálræna aðstoð og upplýsingar um úrræði í boði. Ástæða tilnefningar: Þegar mikið mæðir á og fólk hefur engan til að tala við um sín hjartans mál í trúnaði er Hjálparsími Rauða krossins ætíð til staðar. Hjálparsíminn hefur staðið vaktina fyrir þá sem líða illa frá árinu 2004 og eru þrautþjálfaðir sjálfboðaliðar hans alltaf á vaktinni og tilbúnir að veita sálræna aðstoð og upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru. Á síðasta ári tók Hjálparsíminn á móti tæplega 15 þúsund símtölum.Kiwanishreyfingin - Fyrir óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins. Ástæða tilnefningar: Kiwanishreyfingin á Íslandi fagnaði 50 ára afmæli nú í vor. Frá stofnun hafa Kiwanisklúbbarnir safnað fyrir ýmsum tækjum, fyrsta bílnum fyrir fatlaða, tækjum og sjúkrarúmum sem gefin hafa verið sjúkrahúsum, hljóðupptökutæki fyrir Blindrabókasafnið, spjaldtölvur og annað fyrir fatlaða og reiðhjólahjálma fyrir sex ára börn og einnig hefur K lykillinn verið seldur til styrktar Geðhjálp svo nokkuð sé nefnt. Um þessar mundir er í gangi átak vegna stífkrampa í samvinnu við UNICEF.Ómar RagnarssonFrá kynslóð til kynslóðarMóðurmál, samtök um tvítyngi – Fyrir að styðja við og efla móðurmálskunnáttu barna með íslensku sem annað mál. Ástæða tilnefningar: Rannsóknir hafa sýnt að börn sem eru tvítyngd þurfa aukna aðstoð til að eiga sömu möguleika og önnur börn í námi. Hópurinn sem stendur að þessum félagssamtökum vinnur óeigingjarnt og þarft starf en þiggur engin laun fyrir. Hópurinn stendur að kennslu einu sinni í viku í tvo klukkutíma þar sem börnum á ólíkum aldri er kennt og fá aðstoð við að viðhalda móðurmáli sínu. Félagið hefur starfað síðan 1994 og með hverju ári bætast við ný tungumál. Í dag eru níu tungumál kennd hjá félaginu. Grunnskólar hafa sóst eftir aðstoð frá kennurum í félaginu til að koma til móts við tvítyngd börn í skólanum og samvinna milli Móðurmáls og grunnskóla vaxið mikið síðustu ár. Allir kennarar sem koma að undirbúningi og kennslu eru í sjálfboðavinnu.Gunnar Vignir Guðmundsson sundkennari - Fyrir framúrskarandi sundkennslu barna, þar sem hvatning og uppbygging er höfð að leiðarljósi. Tilvitnun í tilnefningu: „Við sundlaugargestir í Vesturbæjarlaug og foreldrar sundnemenda í vesturbæ Reykjavíkur mælum eindregið með því að Gunnar Vignir sundkennari fái verðlaun í flokknum frá kynslóð til kynslóðar. Gunnar hefur kennt sund í 30 ár og höfum við aldrei séð eins lifandi og skapandi sundkennslu. Hann er alltaf jákvæður, hvetjandi og uppbyggilegur við nemendur sína og veit nöfnin á þeim öllum fyrr og síðar. Gunnar hefur skarað framúr og sinnt börnum af einstakri alúð og metnaði.“Ómar Ragnarsson - Fyrir fræðslu til margra kynslóða um náttúruvernd og líf fólks um allt land. Ástæða tilnefningar: Ómar hefur frætt landsmenn um náttúru og sögu um áratugaskeið með ýmsum hætti, sérstaklega í gegnum sjónvarp. Nú nýverið slóst hann í för með dóttur sinni Ölmu Ómarsdóttur og heldur áfram að fræða áhorfendur heima í stofu um náttúruna og mannlíf á ólíkum stöðum á landinu.Alma Rut LindudóttirGegn fordómumPollapönk - Fyrir að nýta tónlistarsköpun og –flutning markvisst til að bæta samfélagið og draga úr fordómum. Tilvitnun í tilnefningu: „Hljómsveitin á að mínu viti skilið að fá verðlaun fyrir góðan boðskap texta sinna til barna. Sérstaklega vinningslagið í Eurovision „ENGA FORDÓMA“ sem virkilega hefur reynst vel í umræðunni um náungakærleik og fordóma innan leikskólasamfélagsins!“Alma Rut Lindudóttir - Fyrir að auka umræðu um mannréttindi útigangsfólks og stuðla að úrbótum á aðstæðum þess. Tilvitnun í tilnefningu: „Alma hefur árum saman barist af heilum huga og af öllu hjarta með mannréttindi útigangsmanna og kvenna í huga. Allt hennar starf hefur einkennst af því að fá fólk til að skilja og fá þó ekki sé nema örlitla innsýn inn í heim þeirra sem eiga höfði sínu hvergi að halla.“Félagasamtökin Erindi og feðginin Selma Björk Hermannsdóttir og Hermann Jónsson - Fyrir að standa að fræðslu til að uppræta einelti og vera góð fyrirmynd. Tilvitnun í tilnefningu: „Félagasamtökin Erindi hafa staðið fyrir fyrirlestrunum Ást gegn hatri þar sem Selma Björk segir grunnskólanemum frá reynslu sinni af einelti og Hermann faðir hennar talar við foreldra um góð gildi í uppeldinu og þær leiðir sem hann fór að takast á við eineltið hennar Selmu. Erindi hefur einnig staðið fyrir fræðslu fyrir foreldra um hættur á netinu.“HvunndagshetjanSigurður Hallvarðsson – Fyrir að vera öðrum góð fyrirmynd og leggja sitt af mörkum þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Tilvitnun í tilnefningu: „Hann hefur með jákvæðni sinn, dugnaði og vilja, hvatt fólk til dáða. Með áheitagöngu í roki og rigningu frá Hveragerði til Reykjavíkur safnaði hann milljónum króna til Ljóssins við Langholtsveg. Um daginn þegar hann var í hvíldarinnlögn á Líknardeildinni safnaði hann peningum til kaupa á sjónvörpum fyrir langveik börn sem dvelja í Rjóðrinu.“Guðjón Hólm Gunnarsson og Sigurður Már Sigmarsson - Fyrir að standa fyrir söfnun til að kaupa tæki sem geta bjargað mannslífum. Ástæða tilnefningar: Guðjón Hólm Gunnarsson vinnur hjá Neyðarlínunni og er í björgunarsveit og Sigurður Már Sigmarsson er sjúkraflutningamaður. Þeir ákváðu upp á sitt eindæmi að safna fyrir hnoðbretti í sjúkrabíla á Akranesi. Þau kosta 2,5 millj stykkið og þeir útveguðu tvö tæki í vor fyrir Akranes og eru langt komnir með tæki fyrir Búðardal. Eru að byrja söfnun fyrir Ólafsvík og Stykkishólm um þessar mundir.Hafdís Ýr Birkisdóttir - Fyrir að standa fyrir veglegri söfnun fyrir heimilislausa þrátt fyrir ungan aldur. Ástæða tilnefningar: Hafdís Ýr er 10 ára gömul stúlka sem stóð fyrir söfnun til styrktar heimilislausum. Hún útbjó matreiðslubók sem hún afhenti þeim sem vildu gegn frjálsum framlögum og fékk fyrirgreiðslu frá ýmsum fyrirtækjum og einstaklingum og safnaði þar með upphæð sem notuð var til að kaupa ýmislegt sem heimilislaust fólk hefur þörf fyrir. Hafdísi Ýr finnst þessi vinna hennar í raun ekkert merkileg, heldur bara sjálfsögð og er hissa á því að fólk er að hrósa henni eitthvað sérstaklega fyrir þetta framtak, henni finnst að þetta eigum við öll að gera. Eurovision Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða veitt í níunda sinn á þriðjudaginn, 13 maí. Eins og fyrr barst fjöldinn allur af uppástungum um verðuga verðlaunahafa og nú hafa eftirtaldir verið valdir til tilnefningar í þeim fjórum flokkum sem verðlaun eru veittSamfélagsverðlauninKlúbburinn Geysir - Fyrir að hjálpa fólki að fóta sig í lífinu á ný eftir geðræn veikindi. Ástæða tilnefningar: Klúbburinn Geysir býður velkomna þá sem eiga eða hafa átt við geðræn veikindi að stríða, til að vinna uppbyggilegt starf á jafningjagrundvelli með það að markmiði að auka samfélagslega þátttöku og efla lífsgæði. Einnig er veittur stuðningur í námi og atvinnuleit og í samstarfi við fyrirtæki boðið upp á tímabundin atvinnutækifæri á almennum vinnumarkaði. Klúbburinn Geysir á fimmtán ára starfsafmæli í haust og hefur á starfstíma sínum hjálpað fjölda fólks til betra lífs.Hjálparsími Rauða krossins - Fyrir að vera til staðar fyrir þá sem eiga erfitt og veita sálræna aðstoð og upplýsingar um úrræði í boði. Ástæða tilnefningar: Þegar mikið mæðir á og fólk hefur engan til að tala við um sín hjartans mál í trúnaði er Hjálparsími Rauða krossins ætíð til staðar. Hjálparsíminn hefur staðið vaktina fyrir þá sem líða illa frá árinu 2004 og eru þrautþjálfaðir sjálfboðaliðar hans alltaf á vaktinni og tilbúnir að veita sálræna aðstoð og upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru. Á síðasta ári tók Hjálparsíminn á móti tæplega 15 þúsund símtölum.Kiwanishreyfingin - Fyrir óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins. Ástæða tilnefningar: Kiwanishreyfingin á Íslandi fagnaði 50 ára afmæli nú í vor. Frá stofnun hafa Kiwanisklúbbarnir safnað fyrir ýmsum tækjum, fyrsta bílnum fyrir fatlaða, tækjum og sjúkrarúmum sem gefin hafa verið sjúkrahúsum, hljóðupptökutæki fyrir Blindrabókasafnið, spjaldtölvur og annað fyrir fatlaða og reiðhjólahjálma fyrir sex ára börn og einnig hefur K lykillinn verið seldur til styrktar Geðhjálp svo nokkuð sé nefnt. Um þessar mundir er í gangi átak vegna stífkrampa í samvinnu við UNICEF.Ómar RagnarssonFrá kynslóð til kynslóðarMóðurmál, samtök um tvítyngi – Fyrir að styðja við og efla móðurmálskunnáttu barna með íslensku sem annað mál. Ástæða tilnefningar: Rannsóknir hafa sýnt að börn sem eru tvítyngd þurfa aukna aðstoð til að eiga sömu möguleika og önnur börn í námi. Hópurinn sem stendur að þessum félagssamtökum vinnur óeigingjarnt og þarft starf en þiggur engin laun fyrir. Hópurinn stendur að kennslu einu sinni í viku í tvo klukkutíma þar sem börnum á ólíkum aldri er kennt og fá aðstoð við að viðhalda móðurmáli sínu. Félagið hefur starfað síðan 1994 og með hverju ári bætast við ný tungumál. Í dag eru níu tungumál kennd hjá félaginu. Grunnskólar hafa sóst eftir aðstoð frá kennurum í félaginu til að koma til móts við tvítyngd börn í skólanum og samvinna milli Móðurmáls og grunnskóla vaxið mikið síðustu ár. Allir kennarar sem koma að undirbúningi og kennslu eru í sjálfboðavinnu.Gunnar Vignir Guðmundsson sundkennari - Fyrir framúrskarandi sundkennslu barna, þar sem hvatning og uppbygging er höfð að leiðarljósi. Tilvitnun í tilnefningu: „Við sundlaugargestir í Vesturbæjarlaug og foreldrar sundnemenda í vesturbæ Reykjavíkur mælum eindregið með því að Gunnar Vignir sundkennari fái verðlaun í flokknum frá kynslóð til kynslóðar. Gunnar hefur kennt sund í 30 ár og höfum við aldrei séð eins lifandi og skapandi sundkennslu. Hann er alltaf jákvæður, hvetjandi og uppbyggilegur við nemendur sína og veit nöfnin á þeim öllum fyrr og síðar. Gunnar hefur skarað framúr og sinnt börnum af einstakri alúð og metnaði.“Ómar Ragnarsson - Fyrir fræðslu til margra kynslóða um náttúruvernd og líf fólks um allt land. Ástæða tilnefningar: Ómar hefur frætt landsmenn um náttúru og sögu um áratugaskeið með ýmsum hætti, sérstaklega í gegnum sjónvarp. Nú nýverið slóst hann í för með dóttur sinni Ölmu Ómarsdóttur og heldur áfram að fræða áhorfendur heima í stofu um náttúruna og mannlíf á ólíkum stöðum á landinu.Alma Rut LindudóttirGegn fordómumPollapönk - Fyrir að nýta tónlistarsköpun og –flutning markvisst til að bæta samfélagið og draga úr fordómum. Tilvitnun í tilnefningu: „Hljómsveitin á að mínu viti skilið að fá verðlaun fyrir góðan boðskap texta sinna til barna. Sérstaklega vinningslagið í Eurovision „ENGA FORDÓMA“ sem virkilega hefur reynst vel í umræðunni um náungakærleik og fordóma innan leikskólasamfélagsins!“Alma Rut Lindudóttir - Fyrir að auka umræðu um mannréttindi útigangsfólks og stuðla að úrbótum á aðstæðum þess. Tilvitnun í tilnefningu: „Alma hefur árum saman barist af heilum huga og af öllu hjarta með mannréttindi útigangsmanna og kvenna í huga. Allt hennar starf hefur einkennst af því að fá fólk til að skilja og fá þó ekki sé nema örlitla innsýn inn í heim þeirra sem eiga höfði sínu hvergi að halla.“Félagasamtökin Erindi og feðginin Selma Björk Hermannsdóttir og Hermann Jónsson - Fyrir að standa að fræðslu til að uppræta einelti og vera góð fyrirmynd. Tilvitnun í tilnefningu: „Félagasamtökin Erindi hafa staðið fyrir fyrirlestrunum Ást gegn hatri þar sem Selma Björk segir grunnskólanemum frá reynslu sinni af einelti og Hermann faðir hennar talar við foreldra um góð gildi í uppeldinu og þær leiðir sem hann fór að takast á við eineltið hennar Selmu. Erindi hefur einnig staðið fyrir fræðslu fyrir foreldra um hættur á netinu.“HvunndagshetjanSigurður Hallvarðsson – Fyrir að vera öðrum góð fyrirmynd og leggja sitt af mörkum þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Tilvitnun í tilnefningu: „Hann hefur með jákvæðni sinn, dugnaði og vilja, hvatt fólk til dáða. Með áheitagöngu í roki og rigningu frá Hveragerði til Reykjavíkur safnaði hann milljónum króna til Ljóssins við Langholtsveg. Um daginn þegar hann var í hvíldarinnlögn á Líknardeildinni safnaði hann peningum til kaupa á sjónvörpum fyrir langveik börn sem dvelja í Rjóðrinu.“Guðjón Hólm Gunnarsson og Sigurður Már Sigmarsson - Fyrir að standa fyrir söfnun til að kaupa tæki sem geta bjargað mannslífum. Ástæða tilnefningar: Guðjón Hólm Gunnarsson vinnur hjá Neyðarlínunni og er í björgunarsveit og Sigurður Már Sigmarsson er sjúkraflutningamaður. Þeir ákváðu upp á sitt eindæmi að safna fyrir hnoðbretti í sjúkrabíla á Akranesi. Þau kosta 2,5 millj stykkið og þeir útveguðu tvö tæki í vor fyrir Akranes og eru langt komnir með tæki fyrir Búðardal. Eru að byrja söfnun fyrir Ólafsvík og Stykkishólm um þessar mundir.Hafdís Ýr Birkisdóttir - Fyrir að standa fyrir veglegri söfnun fyrir heimilislausa þrátt fyrir ungan aldur. Ástæða tilnefningar: Hafdís Ýr er 10 ára gömul stúlka sem stóð fyrir söfnun til styrktar heimilislausum. Hún útbjó matreiðslubók sem hún afhenti þeim sem vildu gegn frjálsum framlögum og fékk fyrirgreiðslu frá ýmsum fyrirtækjum og einstaklingum og safnaði þar með upphæð sem notuð var til að kaupa ýmislegt sem heimilislaust fólk hefur þörf fyrir. Hafdísi Ýr finnst þessi vinna hennar í raun ekkert merkileg, heldur bara sjálfsögð og er hissa á því að fólk er að hrósa henni eitthvað sérstaklega fyrir þetta framtak, henni finnst að þetta eigum við öll að gera.
Eurovision Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira